Þriðjungur með neikvætt eigið fé/ hvað er til ráða,?fella niður skatta og skildur um tima?

Þriðjungur með neikvætt eigið fé
Innlent | mbl.is | 9.11.2010 | 15:43

5-7 þúsund íslensk fyrirtæki eru með neikvætt eigið fé Alls eru fimm til sjö þúsund fyrirtæki með neikvætt eigið fé, það er skulda meira en reksturinn getur staðið undir til lengri tíma. Þetta er um þriðjungur íslenskra fyrirtækja, samkvæmt nýju vefriti efnahags- og viðskiptaráðuneytisins.

Þar kemur fram að ein af orsökum banka- og gjaldeyrishrunsins var ósamræmi milli gengis íslensku krónunnar og undirliggjandi efnahagsþátta, sem leiðréttist allharkalega við hrun. Skuldsetning fyrirtækja hafði margfaldast á árunum fyrir 2008 og skuldir fyrirtækja vaxið mun hraðar en eignir. Stór hluti lánanna var í erlendri mynt og hækkuðu því skuldirnar við fall krónunnar. Tekjur flestra fyrirtækjanna drógust saman í hruninu.

Vegna eignarýrnunar og gríðarlegrar skuldaaukningar jókst neikvætt eigið fé fyrirtækja árið 2009 upp í 6.635 milljarða kr. á meðan jákvætt eigið fé fyrirtækja nam 6.812 milljörðum kr.

Úrvinnslan hefur gengið allt of hægt

„Í kerfislægri kreppu þarf að beita öðrum aðferðum en í venjulegu árferði til lausnar vanda fyrirtækja. Í eðlilegu árferði geta fyrirtæki farið fram á greiðslustöðvun, leitað nauðasamninga eða lýst sig gjaldþrota. Á sama hátt getur lánadrottinn gengið að veðum eða knúið fram gjaldþrotaskipti. Í kreppu geta þessar leiðir orsakað vítahring gjaldþrota, aukið greiðsluvanda annarra fyrirtækja og ýtt undir viðvarandi atvinnuleysi. Slík atburðarás dregur úr möguleikum á efnahagsbata og festir hagkerfið í djúpri lægð.

Úrvinnsla skuldamála fyrirtækja hefur gengið allt of hægt á undanförnum mánuðum. Óvissa bankanna um svigrúm þeirra til aðgerða hefur tafið fyrir verkefninu. Nú liggur fyrir að svigrúm bankanna til niðurfærslu lána til fyrirtækja er umtalsvert. Lánastofnanir hafa mikla hagsmuni af endurskipulagningu, til að tryggja endurgreiðslur lána til framtíðar. Fyrirtækin hafa mikla hagsmuni af því að skuldir þeirra verði samræmdar greiðslugetu og þeim þar með tryggt að þau geti starfað áfram, eflt rekstur sinn og fjölgað starfsfólki.

Stjórnvöld gegna lykilhlutverki við að greiða úr þessari stöðu. Ólíkir kröfuhafar þurfa að koma að verki ef skuldaaðlögun fyrirtækis á að geta gengið hratt fyrir sig. Fjármálastofnanir, stórir birgjar og opinberir aðilar þurfa hver um sig að endurmeta kröfur sínar. Gæta verður þess að einstaka aðilar fái ekki óeðlilega fyrirgreiðslu á meðan lítil og meðalstór fyrirtæki með góðar rekstrarhorfur sitja eftir með sárt ennið. Þá verður að gera upp ólífvænleg fyrirtæki eins fljótt og kostur er. Stjórnvöld þurfa einnig að setja skýr markmið og aðstoða við úrlausn deilumála á milli kröfuhafa," segir ennfremur í ritinu./////hvað er til ráða eitthvað verður að gera ,ef þessi fyrirtæki gefst upp eykst atvinneisið mikið sennileg um helminga eða svo,er ekki löngu komin tími á að gera það eitthvað róttækt til bjargar,þó ekki nema að lækka skatt og gjöld á .eim i 2-3 ár og skoða hvort það væri nóg,einnig að lækka skuldir eins og gera á við Íbúðareigendur ,það verður að gera sem fyrst/Halli gamli 


mbl.is Þriðjungur með neikvætt eigið fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband