9.11.2010 | 19:33
Efnahagsleg skilyrði uppfyllt!!!!!!!
Efnahagsleg skilyrði uppfyllt
Innlent | mbl.is | 9.11.2010 | 19:07
Ísland fyllir öll pólitísk og efnahagsleg skilyrði aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í s.k. framvinduskýrslu, en í henni er lagt mat á þróun efnahags- og stjórnmála á Íslandi frá febrúar til október 2010 og reifað hvaða málefni helst þarf að ræða í fyrirhuguðum samningaviðræðum.
Í skýrslunni kemur fram að Ísland sé stöðugt lýðræðisríki með styrkar stofnanir og taki virkan þátt í baráttu fyrir mannréttindum. Þá er lokið lofsorði á lagabreytingar í því skyni að styrkja sjálfstæði íslenskra dómstóla hvað varðar skipan dómara, og er mikilvægi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og aðgerða embættis sérstaks saksóknara undirstrikað. Í skýrslunni segir jafnframt að þrátt fyrir skiptar skoðanir á Íslandi um mögulega aðild að ESB þá fari stuðningur við samningaferlið vaxandi.
Einnig er í skýrslunni að finna yfirlit um málefni fyrirhugaðra samningaviðræðna. Fram kemur að Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta löggjafar ESB í gegnum EES-samninginn en jafnframt bent á málefnasvið sem út af standa. Þar má nefna löggjöf um náttúruvernd, takmarkanir á erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi, auk þess sem framkvæmdastjórn ESB leggur mat á hvar styrkja þarf stofnanir til að Ísland geti axlað skyldur og notið ávinnings mögulegrar aðildar.
Að sögn utanríkisráðuneytisins hefst hinn 15. nóvember svokölluð rýnivinna þar sem sérfræðingar Íslands og Evrópusambandsins munu fara yfir efni hina þá 33 kafla löggjafar ESB. Í þessari rýnivinnu verður nákvæmlega skilgreint hvar löggjöf Íslands og ESB er frábrugðin, um hvað þarf að semja og að því loknu verða eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla opnaðar.////Manni svona dettur i hug,hvað er um það að mikill meirihluti þjóðar okkar vill ekki ganga þarna inn eða um 60-70% þetta kostar okkur mikla peninga ekki mynna en 1-2 milljarða og svo kosið um þetta og við segjum nei,eða svo erum við viss um i dag allavega,en það var komið aftan að okkur með að samþykkja þetta á Alþingi að hefja viðræður sem eru að sögn margar inngöngubeiðni ,en skítt með það það eru kostnaðurinn sem við megum ekki við núna i kreppunni,og svo þessi spuni hja´Samfylkingu að allt verði svo gott og farsælt ef g við göngum þarna inn/Halli gamli
Efnahagsleg skilyrði uppfyllt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef ávallt verið sannfærður um að Ísland yrði varanlegur gullmoli Í þessu evrópusambandi,, Inngangan snýst um að íslendingar deila þessum verðmætum með öðrum þjóðum, í stað þess að sjálfgæðismenn á Íslandi deili verðmætunum sín á milli,, hinsvegar er mér ómögulegt að skylja hvað þurfti til svo við teldumst hæfir á pólitíska sviðinu,,
Bimbó (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 19:47
Bimbó þakka innlitið /en það eru margir sjálfstæðismenn hlynntir inngöngu þarna ein og þú veist,en þjoðin vill þetta ekki að meirihluta það gyldir er það ekki/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 9.11.2010 kl. 20:01
Þetta er vitleysa í þér Bimbó og Haraldur. ESB græðir ekkert sértstakt af því að Ísland komi þar inn þar sem verðmætum (auðlindum) er ekki deilt innan sambandsins. Það eru einfaldlega engar reglur eða nokkuð innan sambandsins sem styður þessa fullyrðingu ykkar. Ef svo væri væruð þið löngu búnir að benda á það.
Einu auðlindirnar sem er stjórnað sameiginlega er fiskveiðar og þar munu reglur um hlutfallslegan stöðuleika valda því að Ísland hefur áfram eitt aðgang að auðlindum sínum.
Þetta er einfaldlega vitleysa að Evrópusambandið samnýti auðlindir og verðmæti. Evrópusambandið keyrir á markaðslausnir og þessi hugmynd er einfaldlega í grundvallaratriðum mótsögn við grunnreglur sambandsin, þar sem einkaeignarhald er verndað og eign landa á auðlindum sínum er einnig vernduð.
Egill A. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 20:51
Egill A.,eitt orð bara við missum sjálfstæðið algjörlega,megum ekki gera samninga viðaðrar þjóðir megum ekki veiða Hval og svo framvegis/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 9.11.2010 kl. 21:02
Ertu að segja að Bretland sé ekki sjálfstætt. Að Þýskaland sé ekki sjálfstætt, Frakkland, Danmörk o.s.frv.. Þetta tal er ekki í tengslum við raunveruleikann.
En þetta með að gera ekki sjálf viðskiptasamninga við 3. ríki er talið eitt af því besta við ESB. Af hverju. Jú með því að vinna saman geta Evrópuþjóðir fengið betri viðskiptasamninga þar sem þær hafa miklu meira vald á móti mótaðilanum. T.d. ef Kína myndu semja viðskiptasamninga við öll 27 lönd ESB myndi hvert og einasta land fá lélegri samning og sérstaklega litlu löndin þar sem þá hefur Kína algera yfirburði að öllu leiti.
Ef þú skilur ekki um hvað málin snúast þá væri best að komast að því, í staðinn fyrir að segja einvherja vitleysu.
Og hvalurinn skiptir nákvæmlega NÚLL máli. Þetta er bara eitthvað hobbí hjá Kristjáni Loftsyni sem eyðileggur orðspor Íslendinga.
Egill A. (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 21:09
verð að stela þessu frá honum
Evru-Írland; allur tekjuskattur næstu 7 ára fer í bankabjörgun
Haraldur Haraldsson, 9.11.2010 kl. 21:38
Egill A,þér veitti nú ekki af því að fara að KYNNAþér ESB og stefnumál þess, áður en þú ferð að bulla um það sem þú greinilega veist ekkert um (Í það minnsta verður ekki annað ráðið af skrifum þínum sem gefa til kynna að annað hvort vitir þú ekkert um ESB eða það sem VERRA ER, kýst að horfa framhjá vitneskjunni og staðreyndum). Flest af því sem þú skrifar er svo ARFARUGLAÐ að það er ekki svaravert og framvegis skalt þú reyna aðeins að hafa hemil á öfgunum (vinsamleg ábending).
Jóhann Elíasson, 10.11.2010 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.