10.11.2010 | 23:46
Samgöngumiðstöðin rís ekki/en það verður að byggja aðstöðu fyrir farþega innanlandsflugs og gera ráð fyrir samkeppni!!!
Innlent | mbl.is | 10.11.2010 | 21:35
Hætt var við áform ríkis og borgar um að reisa samgöngumiðstöð norðan við Hótel Loftleiðir á fundi samgönguráðherra með borgarstjóra og formanni borgarráðs í dag. Þess í stað verður kannað hvort og hvernig megi bæta aðstöðu fyrir flugfarþega austan við flugvöllinn.
Lengi hefur staðið til að reisa samgöngumiðstöð við austanverðan flugvöllinn. Árið 2002, í kjölfar mikilla endurbóta á Reykjavíkurflugvelli sagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra að næsta skref væri að reisa samgöngumiðstöð. Ríki og borg mynduðu vinnuhóp um samgöngumiðstöð árið 2005 og síðan hefur oft virst sem framkvæmdir væru við það að hefjast. Með yfirlýsingu Kristjáns Möller, samgönguráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra í apríl 2009 átti að setja aukinn kraft í undirbúninginn vegna samgöngumiðstöðvar og hefja framkvæmdir fyrir árslok.
Það hefur lengi legið fyrir að nýr meirihluti í borgarstjórn hafði takmarkaðan áhuga á samgöngumiðstöðinni og raunar var í haust ljóst að lítill og minnkandi stuðningur var við miðstöðina innan borgarkerfisins. Þá hefur komið berlega í ljós að áhugi fyrirtækja í almenningssamgöngum á að flytja í samgöngumiðstöðina er æði misjafn og Strætó taldi beinlínis að mikið óhagræði fælist í því að flytja þar inn. Flugfélag Íslands lýsti því einnig yfir í sumar að félagið væri að skoða að bæta aðstöðu á núverandi stað en með því mætti m.a. spara um 500 milljónir sem færu í gerð flughlaða á nýjum stað.
S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, sagði í samtali við mbl.is að það hefði verið sameiginleg niðurstaða ríkis og borgar á fundinum í dag að slá samgöngumiðstöðina út af borðinu. Björn sagði að það hefði verið óskýrt hvert gagnið af fjárfestingunni yrði. Það er ekki gott þegar miklir peningar eru í spilinu að menn geri bara eitthvað. Af því að það er líka lítið til af peningum, sagði hann.
Af hálfu Besta flokksins hefur því verið lýst yfir að best væri að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýri. Björn sagði að flokkurinn gerði sér á hinn bóginn grein fyrir að hann væri ekki á leið þaðan á næstunni. Þá hefði Ögmundur Jónasson, samgönguráðherra, tekið fram að hann vildi hafa flugvöllinn þarna áfram.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar og ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytisins var falið að kanna hvort þörf væri á að bæta aðstöðu fyrir flugfarþega.///Flugvöllurinn fer hvergi ,það er næst vist,og svo þó svo þessi samgöngumiðstöð verði slegin af sem er ákveðið ,Þá verður að byggja almennilega aðstöðu fyrir farþega og einnig að þar geti verið samkeppni af fleiri félögum en Flugfélagi Islands,það er nefnilega einokun þarna ein og er/Halli gamli
Samgöngumiðstöðin rís ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.