20.11.2010 | 23:02
Setur ESB-aðlögunarferlið í uppnám/ Við látum þetta ekki yfir okkur ganga segjum nei !!!!
Innlent | mbl.is | 20.11.2010 | 15:01
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, segir að samþykkt flokksráðs VG í Evrópumálum hafi sett ESB-aðlögunarferlið í uppnám. Báðar þær tillögur sem voru samþykktar hér fela það í sér að stoppa algerlega aðlögun að Evrópusambandinu og allt fjárstreymi frá ESB inn í þá aðlögun og kynningar- og áróðursstarfsemi.
Hann segir að yfirlýsingar ESB í síðustu viku sýni fram á að það sé ekki til nein svokölluð norsk leið, þ.e. viðræðuleið. Aðeins sé um leið aðlögunar að ræða, sem verði að eiga sér stað á meðan viðræður standi yfir.
Það er mikið atriði að fá það samþykkt hér að við leggjumst alfarið gegn slíkri aðlögun. Við leggjumst alfarið gegn fjárstreymi inn í slíka aðlögun, og það setur umsóknarferlið í uppnám, segir Ásmundur Einar í samtali við mbl.is.
Hann bendir á að tillaga Atla Gíslasonar gangi út á það hvað eigi að taka við. Þ.e. einfalt samninga- og viðræðuferli en ekki aðlögunarferli, sem myndi enda með því að Alþingi tæki málið aftur til umfjöllunar og síðan myndi málið fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ég hef áhyggjur af því að menn hafi í rauninni verið að hafna ferlinu sem er nú í gangi, en á móti kemur að það er enginn mótleikur um það hvað menn vilja í staðinn.
Hann tekur sem dæmi, máli sínu til stuðnings, að ESB geri þá kröfu að íslensk stjórnvöld setji upp greiðslustofnun í landbúnaði. Sú stofnun hafi umsjón með öllu styrkjakerfinu eins og það sé uppbyggt í Evrópusambandinu. Það sé hins vegar byggt upp með öðrum hætti en hér á landi.
ESB talar um að þessi stofnun verði að vera komin upp áður en að þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram. Þeir embættismenn sem hafa komið fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hafa sagt, að ef það verði ekki hafinn undirbúningur að setja þessa stofnun á fót þá muni aðildarferlið stranda. Ef við tökum ekki fjármagn inn í það þá muni aðildarferlið líka stranda. Ef maður skoðar framvinduskýrslu Íslands, sem var birt nýverið, þá kemur fram að Evrópusambandið lýsti áhyggjum yfir því að þetta gengi ekki nógu hratt fyrir sig, segir Ásmundur Einar.////svo mörg voru þau orð og það góð,en það er ekki nóg að þessi minnihluti segi þetta það verður að vera meira ,þetta ferli verður að skírast ,um hvað er verið að semja og hvort þetta er ferlið aðlögunar eða annað ,það er ekki á hreinu og það verður að vera klárt i okkar huga sem viljum ekki fara þarna inn,vegna þessa að við teljum okkur hlunnfarin og það grimmt í meira lagi enga hvít lygi meir bar allt uppá borðið er það ekki,þessi kostnaður mun sliga okkur nóg er nú fyrir/Halli gamli
Setur ESB-aðlögunarferlið í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.