Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista/sennilega með þvi skársta sem hann hefur sagt,nema að stuða menneskjur með þennan sjúkdóm!!!

Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Innlent | mbl.is | 15.12.2010 | 9:35

Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu í gær. Jón Gnarr borgarstjóri sagði þegar hann gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, að það mætti líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn var að vera fullur samfleytt í mörg ár.
Það má líkja þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista sem búinn var að vera fullur samfleytt í mörg ár. Hann var stórhuga, sérstaklega þegar hann var búinn að fá sér nokkra. Hann hafði kjaftinn fyrir neðan nefið og var óhræddur við að segja mönnum til syndanna. Menn báru óttablandna virðingu fyrir honum.

Hann keypti hesta á fæti og flaug til útlanda til að borða kvöldmat, bara ef honum langaði til þess. Hann var víkingur og hraustmenni. “Ég hlusta ekki á neitt helvítis kjaftæði!” voru hans einkunnarorð. Og fjölskyldan treysti honum. Að hluta til vegna þess að flestum fannst vænt um hann þrátt fyrir drykkjuna og brestina, (hann var svo líkur pabba sínum) og að hluta til vegna þess að margir voru einfaldlega hræddir við að mótmæla honum, hræddir við að vera teknir á teppið.

Svo voru nokkrir í fjölskyldunni sem voru hreinlega farnir að velta því fyrir sér að kannski væri hann bara einhverskonar snillingur, ekki geðveikur alkohólisti heldur hreinlega algjörlega brilljant og sæi eitthvað sem venjulegt almúgafólk hefði ekki gáfur til að koma auga á. Það reyndist leiðinlegur misskilningur. Allt veldi hans var byggt á kjaftagangi, klækjum og blekkingum. Hann faldi gluggaumslögin. Hann tók lán hjá okurlánurum þegar annað brást. Í örvæntingu sinni fór hann meira að segja með sparifé fjölskyldunnar í spilavíti til að reyna að dobbla það.

Á endanum gat hann ekki meira og játaði andlegt, líkamlegt og fjárhagslegt hrun. Og svo fór hann í meðferð. En eftir sat fjölskyldan ráðvillt, ringluð og reið. Gluggaumslögin byrjuðu að hrúgast innum lúguna, rukkararnir fóru að hringja bjöllunni og allar hryllilegu afleiðingar drykkjunnar komu betur og betur í ljós. Mjög ósanngjarnt. Allur tíminn, allar vonirnar, öll athyglin sem hann saug til sín. Allt til einskis.

   Alkohólistinn er ennþá í meðferð. Við vitum ekki hvort hann verður breyttur maður þegar hann kemur tilbaka. Við vitum ekki hvort hann hefur látið af hrokanum. Kannski er honum ekki viðbjargandi. Við vitum það ekki. Við vonum það auðvitað. En við getum ekki hugsað endalaust bara um hann. Við þurfum líka að hugsa um okkur. Ætlum við að halda áfram að vera reið? Ætlum við að halda áfram að ásaka hvert annað hás og finna okkar einu huggun í að tala um HANN og hvað HANN sé mikið helvítis fífl? Ætlum við að halda áfram að vera sjúkir aðstandendur og fórnarlömb? Ætlum við að halda áfram að tína það til sem aðskilur okkur, blása upp ágreininginn á milli okkar og sá tortryggni og misskilningi? Ætlum við að leyfa fortíðinni að stjórna lífi okkar? Erum við tilbúin til að hætta ásökunum? Erum við tilbúin til að hætta að sitja með krosslagðar hendur, samanherptar varir og heift í augunum? Ég held að flestir séu tilbúnir til þess. Ég held að flestir séu uppgefnir á þessu. Reiði brennir upp orku og skilur mann eftir örmagna. Sorg og vonleysi leiða til aðgerðarleysis og stöðnunar. Ótti lamar og telur manni trú um að maður geti ekki gert hluti sem maður færi annars létt með. Reiði er mannleg og lífsnauðsynleg á stundum, en ef hún safnast upp í manni verður hún að banvænu eitri sem sýkir hugann. Að hata er eins og að drekka eitur og bíða svo eftir því að einhver annar drepist,“ sagði borgarstjóri m.a. í ræðu sinni.////þetta er sennilega með því besta sem hann hefur látið sér um munn fara,en samt er hann að stuða margan sem hefur við þennan sjúkdóm að stríða og það eru margir,en samlíkingin á því sem skeði fyrir hrun er að mörgu leiti góð,en særir margan,en svona er þessi maður og flokkur, sem ekki virðist heldur hafa farið i meðferð als ekki ,það eru sko margir sem ganga með það i maganum að það hafi þeir gert,en fara villu síns vegar,það er orðið svo að þessum mönnum sem stjórna Borginni  okkar er ekkert heilagt þeir hækka allt og eru á góðri leið að koma okkur í að reyna að flýja Borgin okkar ,ekki spurning um að ef þessu heldur fram sem horfir/Halli gamli


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband