21.12.2010 | 12:39
Ögmundur gagnrýnir hótunarbréf/Jólagleðin í hámarki þarna????
Innlent | mbl.is | 21.12.2010 | 12:14
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra gagnrýnir í tölvupósti til þingmanna að Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skuli hafa í heitingum við Lilju Mósesdóttur, þingmann Hreyfingarinnar, í bréfi til þingmanna. Morgunblaðið hefur bréfin undir höndum.
Bréf Ögmundar er svohljóðandi:
Lilja Mósesdóttir er hér beðin um að gera upp hug sinn hvar hún standi!
Lilja Mósesdóttir hefur í mínum huga verið ötul baráttukona alls þess besta
sem þessi ríkisstjórn var mynduð um: Að verja velferðarkerfið, reisa ásælni
fjármagnsins skorður og standa vörð um þá sem standa höllum fæti í
samfélaginu. Hún hefur stutt þessa ríkisstjórn til allra góðra verka og í
þeim nenfdum sem hún hefur starfað og veitt forystu hefur hún komið fram af
festu og krafti fyrir hönd félagshyggjufólks. Vísa ég þar m.a. til starfa
hennar í viðskiptanefnd og efnahags- og skattanenfd. Þetta sé ég ástæðu til
að segja hér fyrst farið er að gefa þessum ágæta félaga okkar einkunnir í
fjölmiðlum og jafnvel hafa í heitingum við hanaí hópsendingum einsog hér.
Kv. Ögmundur Jónasson
Bréf Ólínu er hins vegar svohljóðandi:
Ágæti xxx.
Ég tek heils hugar undir með forsætisráðherra, Lilja Mósesdóttir verður að
fara að gera það upp við sig í hvaða liði hún vill vera.
Er þetta sagt með annars fullri virðingu fyrir Lilju og hennar skoðunum.
En þingmaður sem ekki er sammála meginmarkmiðum og stefnu þess
stjórnarmeirihluta sem hann starfar fyrir hlýtur að þurfa að gera það upp
við sig með hverjum hann ætlar að starfa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Lilja lýsir sig ósammála stefnu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og síns eigin
flokks. Sú staðreynd kallar að sjálfsögðu fram spurningar um það hvers vegna
hún sé enn um borð í þessu skipi, fyrst hún er ósátt við stefnuna og
aðferðirnar um borð.
Það er ekki verið að banna henni að hafa skoðanir eða fylgja þeim eftir -
það er einfaldlega verið að spyrja manneskjuna samviskuspurningar varðandi
heilindi hennar við þann flokk sem hún bauð sig fram fyrir í síðustu
kosningum og því samstarfi sem flokkur hennar gekk inn í við myndun
ríkisstjórnarinnar, en hún virðist svo gjörsamlega ósátt við í hverju málinu
af öðru. Gildir einu hvort málið snýst um skuldavanda heimilanna, aðgerðir í
efnahagsmálum, Icesave, fjárlögin eða annað það sem hennar eigin formaður
leggur til og/eða stendur fyrir.
Lilja má hafa hverja þá skoðun sem samviskan býður henni - þetta mál snýst
ekkert um það. Hún greiðir að sjálfsögðu atkvæði eftir samvisku sinni í
þingsal. Þó það nú væri. En hún á ekki að sigla undir fölsku flaggi ef hún
er í hjarta sínu ósátt við að vera hluti af stjórnarliðinu.
Sé hún í hjarta sínu hins vegar sammála markmiðum og stefnu, þá á hún að
sitja sem fastast, og aðstoða félaga sína sem vinna nú hörðum höndum, styðja
þá og leggja gott til verksins. Þannig vinna góðir liðsmenn, og þannig verða
liðsheildir til.
Þetta er mín skoðun.
Með aðventukveðju,
Ólína. ///////eins og fólk sér, sem þetta les, eru jólakveðjur samstarfsflokka ríkisstórnar svona,og það boðar ekki gott að mínu áliti og fleiri ,en svo er samkomulagið og ráðist á þessa 3 sem kusu eftir sýnum skoðunum ekki flokksagans sem bæði Samfylging og að mestu V.G. einnig,kannski allir flokkar,ég ætla það ekki að undanskylja minn flokk,en svo er þetta orðið að það er talað um lýðræði og talað en ekki má framkvæma það,hver Alþingismaður má hafa sýnar skoðanir og ekkert með það,eða er það ekki svo,verður hann að segja sig úr fokkunum ef hann vill hafa sjálfstæða skoðanir og fara eftir þeim,svona aðferðir eru ekki mer að skapi og eiga þessir 3 sem hafa þessar skoðanir mer að skapi/en eftir þennan lestur sér maður að það má ekki/Halli gamli
Ögmundur gagnrýnir bréf þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.