Brim valin kvikmynd ársins/Vonanadi að þetta verði til þess að þarna verði ekki skorið niður mikið!!!

Brim valin kvikmynd ársins
Veröld/Fólk | mbl.is | 19.2.2011 | 21:51

Ólafur Darri Ólafsson var valinn besti leikarinn fyrir...Kvikmyndin Brim, sem Zik Zak kvikmyndir framleiddu, var valin kvikmynd ársins þegar Edduverðlaunin voru afhent í kvöld. Myndin fékk alls sex verðlaun en Nína Dögg Filippusdóttir var meðal annars valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni.

Dagur Kári Pétursson var valinn leikstjóri ársins fyrir mynd sína, The Good Heart, en sú mynd fékk  fimm verðlaun. Dagur Kári sagði, þegar hann tók við leikstjóraverðlaununum, að hann hefði gert kvikmyndir í þremur löndum en það væri engum blöðum um það að fletta að íslenskir tæknimenn væru þeir hæfileikaríkustu sem hann  hefði unnið með.

Hrafn Gunnlaugsson fékk heiðursverðlaun Eddunnar og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þau verðlaun. Í þakkarræðu sinni bað Hrafn Ólaf Ragnar meðal annars að gefa þjóðinni tækifæri til að kjósa um Icesave-samninginn vegna þess að þjóðinni væri betur treystandi en þingmönnum.

Kvikmynd ársins: Brim.

Leikstjóri ársins:  Dagur Kári, fyrir The Good Heart

Leikari í aðalhlutverki: Ólafur Darri Ólafsson, fyrir Rokland.

Leikkona í aðalhlutverki: Nína Dögg Filippusdóttir, fyrir Brim.

Leikari í aukahlutverki: Þorsteinn Bachmann fyrir Óróa.

Leikkona í aukahlutverki: Elma Lísa Gunnarsdóttir fyrir Rokland.

Heimildarmynd ársins: Fálkasaga.

Kvikmyndataka ársins: G. Magni Ágústsson fyrir Brim.

Klipping ársins:  Valdís Óskarsdóttir, Eva Lind Höskuldsdóttir fyrir Brim.

 

  • Leikstjóri og framleiðendur Brims taka við verðlaununum.

    Leikstjóri og framleiðendur Brims taka við verðlaununum. mbl.is/Golli

  • Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Hrafni Gunnlaugssyni heiðursverðlaun Eddunnar.

    Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Hrafni Gunnlaugssyni heiðursverðlaun Eddunnar. mbl.is/Golli

  • Dagur Kári tekur við leikstjóraverðlaunum Eddunnar.

    Dagur Kári tekur við leikstjóraverðlaunum Eddunnar. mbl.is/Golli

  • Þátturinn Fagur fiskur var valinn besti menningar- eða lífsstílsþáttur ársins.

    Þátturinn Fagur fiskur var valinn besti menningar- eða lífsstílsþáttur ársins. mbl.is/Golli

 

Gervi ársins:  Ásta Hafþórsdóttir og Stefán Jörgen Ásgeirsson fyrir The Good Heart.

Búningar ársins:Helga Rós V. Hannam fyrir The Good Heart.

Leikmynd ársins. Hálfdán Pedersen fyrir The Good Heart.

Stuttmynd ársins:  Clean, Númer 9. ehf.

Tónlist ársins: Slow Blow fyrir Brim.

Hljóð ársins: Ingvar Lundberg og Kjartan Kjartansson fyrir Brim.

Handrit ársins:Dagur Kári, The Good Heart.

Leikið sjónvarpsefni ársins:Réttur II, Saga film fyrir Stöð 2.

Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Landinn.

Menningar- eða lífsstílsþáttur ársins:Fagur fiskur, sem Saga film framleiddi fyrir Ríkisútvarpið.

Barnaefni ársins: Stundin okkar í Sjónvarpinu.

Sjónvarpsmaður ársins:  Gísli Einarsson.

Skemmtiþáttur ársins:Spaugstofan sem Saga film framleiddi.

Þóra Arnórsdóttir var síðan valin besti sjónvarpsmaðurinn í símakosningu.
///////þetta var frábært að horfa á ,og margur sem það gerði held að þetta sé það besta, sem maður sér !!!að það skuli vera hvílík þátttaka í þessu eins og lítið fé i raun fer til þessa,það er auðvitað eitt það best sem við gerum að hafa leiklist og þáttgerðalist og kvikmyndir ,Íslenskt ekki spurning að þetta er og getur orðið okkur til farmdráttar erlendis einnig,en við erum fátæk þjóð af peningum en ekki af listum og listamönnum það er um nóg að velja,þó kaupið sé ofatast litið og stundum mynna en ekkert!! en það sem heillaði mig samt mest þarna var að Stórleikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn  okkar Hrafn Gunnlausson fékk heiðursverðlaun ,og Forseti vor afhend  þaug til hans ,og Hrafn talaði til hans og bað hann afgreiða Icesave í þjóðaratkvæðagreiðlsu við fögnuð áheyranda!!!/Halli gamli


mbl.is Brim valin kvikmynd ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband