Niðurstaðan vonbrigði/ það var vitað þessi ríkisstjórn fólksins í landinu vildi að við borguðum skuldir óreiðumanna!!!

Niðurstaðan vonbrigði
Innlent | mbl.is | 20.2.2011 | 15:48

Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J. Sigfússon,...Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við Sjónvarpið nú síðdegis, að ákvörðun forseta Íslands valdi vonbrigðum en nú verði hafist handa við að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin.

Sagði Jóhanna að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að fara fram sem allra fyrst, hugsanlega eftir mánuð, og spurning væri hvort samhliða geti farið fram nýjar kosningar til stjórnlagaþings. 

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagðist vera sem þingmaður í 28 ár  forundrandi á ákvörðun forsetans. Jóhanna sagði, að aukinn meirihluti hefði staðfest frumvarpið á Alþingi og því kæmi niðurstaða forsetans mjög á óvart.

Steingrímur sagði, að áleitnasta spurningin, sem hljóti að vakna í öðrum löndum, sé hvort Ísland sé fært um að ná niðurstöðu í erfiðum málum. 

Boðað hefur verið til þingflokksfunda Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs síðdegis.  //////svona er þetta og að þessi Ríkisstjórn sem segist vera okkar fólksins í landinu skuli ættlast til að við borgum skuldir óreiðumanna!!! hver hefði haldið það þegar þeir hluti meirihluta á Alþingi?? þetta er það sem þau eiga að skoða betur og segja af sér ekki spurning um það/Halli gamli


mbl.is Atkvæðagreiðslan verði sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé ekki hvernig við getum mögulega sloppið betur frá þessu. Það er og hefur aldrei verið um það deilt að fyrirfram bar okkur sennilega ekki skylda til að borga.

Það sem eftir stendur er svo það að um leið og við ábyrgðumst innistæður að fullu á Íslandi þá erum við nánast örugglega búin að skuldbinda okkur til að ábyrgjast í topp allar aðrar innistæður og að neyðarlögin gildi jafnt um íslenska bankareikninga á Íslandi sem og annarsstaðar sem fellur undir okkur (ekki 100% örugglega af því að ekki hefur reynt á þetta ákvæði í jafn stóru máli áður).

Við getum semsagt lent í því að borga upphæð sem gæti verið allt að 5-7x hærri upphæð en um var samið. Þetta ákvæði var sett inn í stofnsáttmála ESB til að varna bæði gegn rasisma og misrétti, og þetta er ein grundvallar regla Evrópusambandsins. Að mörgu leyti er ég sammála þessu ákvæði en það var ríkisstjórn D og Framsóknar sem ákvað að setja ekki nándar nærri (og í raun akkúrat í hina áttina farið) jafn strangar reglur og við gátum þegar frjálst fjármagnsflæði var leyft.

Spurningin er: þegar að því kemur sem eru um 70% líkur á að gerist, að við verðum dæmd (og biðjum til guðs að dómurinn gangi út frá Icesave samningunum og ekki þrengstu túlkun jafnréttisákvæðis ESB), mun þjóðin snúast gegn Davíð, Margréti Frímanns, Halldóri Ásgríms og Óla svíni, eða munum við halda áfram að gráta yfir ´núverandi stjórn sem situr uppi með skítinni.

Vil svo taka fram að ég er eindreginn hægri maður en með mikil vonbrigði með allt það sem frá D hefur komið þangað til Bjarni Ben tók sig saman í andlitinu.

b (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 17:58

2 identicon

ég sé ekki hvernig við getum mögulega sloppið betur frá þessu. Það er og hefur aldrei verið um það deilt að fyrirfram bar okkur sennilega ekki skylda til að borga.

Það sem eftir stendur er svo það að um leið og við ábyrgðumst innistæður að fullu á Íslandi þá erum við nánast örugglega búin að skuldbinda okkur til að ábyrgjast í topp allar aðrar innistæður og að neyðarlögin gildi jafnt um íslenska bankareikninga á Íslandi sem og annarsstaðar sem fellur undir okkur (ekki 100% örugglega af því að ekki hefur reynt á þetta ákvæði í jafn stóru máli áður).

Við getum semsagt lent í því að borga upphæð sem gæti verið allt að 5-7x hærri upphæð en um var samið. Þetta ákvæði var sett inn í stofnsáttmála ESB til að varna bæði gegn rasisma og misrétti, og þetta er ein grundvallar regla Evrópusambandsins. Að mörgu leyti er ég sammála þessu ákvæði en það var ríkisstjórn D og Framsóknar sem ákvað að setja ekki nándar nærri (og í raun akkúrat í hina áttina farið) jafn strangar reglur og við gátum þegar frjálst fjármagnsflæði var leyft.

Spurningin er: þegar að því kemur sem eru um 70% líkur á að gerist, að við verðum dæmd (og biðjum til guðs að dómurinn gangi út frá Icesave samningunum og ekki þrengstu túlkun jafnréttisákvæðis ESB), mun þjóðin snúast gegn Davíð, Margréti Frímanns, Halldóri Ásgríms og Óla, eða munum við halda áfram að gráta yfir núverandi stjórn sem situr uppi með skítinn.

Vil svo taka fram að ég er eindreginn hægri maður en með mikil vonbrigði með allt það sem frá D hefur komið þangað til Bjarni Ben tók sig saman í andlitinu.

b (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 18:02

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

b: þakka innlitið það dugar ekki nema tvisvar að segja manni þessa skoðun þína og fleiri, mikið fleiri,en eins og þú serð er ég ekki sammála henni og sennilega meirihluti svo stemmdur/en við spyrjum bara að leikslokum/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 20.2.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband