23.3.2011 | 16:20
Elizabeth Taylor látin/ein sú frægasta allt frá barnæsku!! ,blessuð sé minning hennar!!!
Veröld/Fólk | mbl.is | 23.3.2011 | 13:10
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Elizabeth Taylor er látin, 79 ára að aldri. Upplýsingafulltrúi leikkonunnar staðfesti þetta í dag.
Í tilkynningu frá útgefanda Taylor sagði, að leikkonan hefði látist á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Börn hennar fjögur voru við dánar beð móður sinnar en hún átti einnig tíu barnabörn og fjögur barnabarnabörn.
Leikferill Taylor spannaði fimm áratugi og hún fékk tvívegis Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, þar á meðal árið 1966 fyrir myndina Who's Afraid of Virginia Woolf? þar sem hún lék á móti Richard Burton, þáverandi eiginmanni sínum, en þau giftust tvisvar. Alls giftist hún átta sinnum.
Elizabeth Taylor og Mickey Rooney í myndinni National Velvet frá 1944. Reuters
Elizabeth Taylor. Reuters
Elizabeth Taylor í myndinni Suddenly Last Summer frá 1959. Reuters
Elizabeth Taylor og Richard Burton í myndinni Kleópötru frá 1963. Reuters
Elizabeth Taylor í myndinni Kleópötru. Reuters
Elizabeth Taylor í myndinni Skassið tamið frá 1967. Reuters
Elizabeth Taylor. Reuters
Fjórar Hollywood-stjörnur: Debbie Reynolds, Shirley MacLaine, Elizabeth Taylor og Joan Collins. Reuters
Elizabeth Taylor í þættinum Larry King Live árið 2003. Reuters
Á síðustu æviárum sínum glímdi Taylor við heilsubrest og sjást sjaldan opinberlega en hún var þó viðstödd útför söngvarans Michaels Jacksons sumarið 2009.
Barnastjarna í Hollywood
Taylor fæddist í Lundúnum 27. febrúar 1932. Foreldrar hennar voru bandarískir og fjölskyldan flutti til Kalíforníu árið 1939. Hún vakti athygli ráðamanna kvikmyndaversins Universal Studios og hún lék í fyrstu kvikmynd sinni árið 1942. 1944 varð hún viðurkennd barnastjarna þegar hún lék í kvikmyndinni National Velvet, sem fjallaði um stúlku, sem vinnur Grand National kappreiðarnar dulklædd sem drengur.
Hún giftist í fyrsta skiptið árið 1950, þá 18 ára, hótelerfingjanum Nicky Hilton. Hjónabandið entist í 203 daga en Taylor sakaði Hilton um að beita sig ofbeldi.
1952 giftist Taylor Bretanum Michael Wilding, sem var 19 árum eldri en hún. Þau eignuðust tvo syni, Michael og Christopher. Þau skildu 1956 og skömmu síðar giftist hún Michael Todd, sem þá var 49 ára. Þau eignuðust dótturina Elizabeth Frances árið 1957 en sama ár lést Todd í flugslysi.
Songvarinn Eddie Fischer fylgdi Taylor í útförina en kona Fischers, leikkonan Debbie Reynolds, var heima til að gæta barna Taylors. Þau Taylor og Fischer áttu síðan í ástarævintýri sem vakti mikla hneykslun í Bandaríkjunum og giftu sig árið 1959.
Þótt umtalið hefði ekki góð áhrif á kvikmyndaferil Taylor hristi hún það af sér og fékk afar góða dóma fyrir leik í myndum á borð við Cat on a Hot Tin Roof, þar sem hún lék á móti Paul Newman, Giant þar sem hún lék á móti Rock Hudson og James Dean og Suddenly Last Summer þar sem Katharine Hepburn Montgomery Clift voru í öðrum aðalhlutverkum.
Óskarverðlaun 1960 og 1966
Árið 1960 fékk hún Óskarsverðlaun fyrir myndina Butterfield 8. Og árið 1962 lék hún aðalhlutverkið í myndinni um Kleópötru, sem þá var dýrasta kvikmynd sem gerð hafði verið. Taylor fékk milljón dala fyrir myndina sem var met.
Kleópatra reyndist dýr mistök því áhorfendur vantaði en þau Taylor og Richard Burton kynntust við gerð myndarinnar. Þegar Elizabeth horfir á þig með þessum augum fer blóðið að sjóða," sagði Burton eitt sinn.
Þau giftu sig árið 1964 en á þeim tíma voru þau að leika í myndinni Who's Afraid of Virginia Woolf. Eftir stormasamt hjónaband þar sem þau glímdu bæði við áfengissýki, skildu Burton og Taylor árið 1974 en giftu sig aftur árið 1975 og skildu aftur 1976. Burton sagði, skömmu áður en hann lést: Við skildum raunar aldrei - og munum aldrei skilja."
Taylor var gift þingmanninum John Warner frá 1976 til 1982. Á níunda áratugnum fór Taylor ítrekað í áfengismeðferð og lyfjameðferð á Betty Ford stofnuninni og tókst að venja sig af neyslunni. Árið 1991 gifti hún sig í áttunda skipti, nú Larry Fortensky, fertugum húsasmið en þau hittust í meðferð. Þau skildu þremur árum síðar.
Taylor glímdi við heilsubrest síðustu æviárin. Árið 1997 gekkst hún undir aðgerð vegna heilaæxlis og 2006 kom hún fram í sjónvarpi og bar til baka orðróm um að hún væri með Alzheimer sjúkdóm.
Árið 2008 var fullyrt í fréttum að hún væri við dauðans dyr og árið 2009 gekkst hún undir hjartaaðgerð. Hún var flutt á sjúkrahús í febrúar sl. vegna hjartasjúkdóms.////þetta ein besta leikkona og barnastjarna sem maður hefur séð í myndum, og jafnframt umdeilt oft en ástasambönd og f giftingar margar,en samt engin sem slær henni við i leik og starfi og er hennar mynnst sem þeirri bestu fyrr og siðar,í flestu sem hún gerði ,2 óskara og svo góðgerðamál, en það er svona við förum öll þessa leið ,og blessuð sé minning hennar!!
Elizabeth Taylor látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.