Vill eftirlitið heim í hérað/auðvitða þarf það að vera þarna,skrítið ef þetta hefur ekki verið skoðað fyrifram???

Vill eftirlitið heim í hérað
Innlent | mbl.is | 25.3.2011 | 13:18

Aflþynnuverksmiðja Becrolamal hefur losað lútaðra skólp en...„Þetta veldur okkur áhyggjum,“ sagði Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, um fréttir af losun mengandi efna frá verksmiðju Becromal í Krossanesi. Hann telur þörf á aðkomu heilbrigðiseftirlis á hverjum stað að eftirliti með stóriðju.

Eiríkur sagði að þeir þyrftu að fá fyllri upplýsingar áður en þeir gætu brugðist við með formlegum hætti. Þeir hafi heyrt fyrst af málinu í fjölmiðlum í gær. „Við vorum mjög undrandi að heyra þetta. Þetta kom okkur verulega á óvart.“

Hann sagði að miklir hagsmunir væru í húfi, bæði umhverfislegir og atvinnulegir.  Í starfsleyfinu kemur fram að samþykki sveitarfélagsins þurfi fyrir losun skólps frá verksmiðjunni. En hefur það eitthvað eftirlit með losuninni?

„Eftirlitið með starfsleyfinu er hjá Umhverfisstofnun,“ sagði Eiríkur. Hann sagði að þarna komi í ljós ákveðinn vandi varðandi eftirlit með stóriðju í landinu. Umhverfisstofnun farið með eftirlitið en heilbrigðiseftirlit á hverjum stað hafi ekki haft nógu vel skilgreint eftirlitshlutverk hvað þetta varðar.

„Þetta kallar á ákveðna umræðu. Sveitarfélögin hafa oft kallað eftir  því að fá eftirlitið meira heim í hérað. Að við höfum meira um þetta að segja en við höfum haft. Það er umræða sem þarf að fara fram og þetta er ágæt áminning um það,“ sagði Eiríkur.

Fram hefur komið að Umhverfisstofnun hafi þurft að senda eftirlitsmann til Akureyrar þegar málið varðandi Becromal kom upp. Eiríkur sagði að þegar hann bjó á Austurlandi, en hann var m.a. bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, hafi verið umræða um að eftirlit með álverinu á Reyðarfirði hafi verið hjá Umhverfisstofnun.

 

  • Eiríkur Björn Björgvinsson.

    Eiríkur Björn Björgvinsson. mbl.is

 

„Við kölluðum eftir því hvort við gætum ekki fengið eftirlitið austur - til Heilbrigðiseftirlits Austurlands,“ sagði Eiríkur.  Hann kvaðst telja fulla þörf á umræðu um aðkomu heilbrigðiseftirlits á hverjum stað að þessu eftirliti í samvinnu við Umhverfisstofnun. „Ég held að við getum gert miklu betur,“ sagði Eiríkur.

Hann var spurður hvort Akureyrarbær hafi einhvern tíma fengið ábendingu um að ekki væri allt með felldu í rekstri aflþynnuverksmiðjunnar hvað mengun varðar.

„Ekki nema að það stendur í starfsleyfinu að þeir eru að vinna með hættuleg efni. Við höfðum ekki hugmynd um að þetta væri á þessu stigi. Það er vitað að það þarf að fylgjast með verksmiðjunni því hún vinnur með þessi efni,“ sagði Eiríkur.

En mun Akureyrarbær grípa til einhverra aðgerða?

„Ég sé það ekki í fljótu bragði hvaða aðgerðir það væru. Við veittum ekki starfsleyfið,“ sagði Eiríkur. Hann sagði mikilvægt að þeir fái allar upplýsingar um málið svo þeir viti hvernig þeir geti brugðist við að yfirveguðu ráði en ekki í fljótfærni.//////Þetta er alverlagt mál mjög ef rétt reynist,það er alltaf verið a' mynnast a´mengun sem er von,ekki gerir maður litið úr því!! En að þetta skuli ekki hafa verið vitað fyrirfram er mjög svo skrítið,svo ekki sé meira sagt!! ,en reynist þetta retta er þetta feigðarflan að gera svona á rannsókna nógu erfitt var að fá nógu góðar hreinsigræjur á Álverin sem eru komin o sæmilegt lag,en svona verða menn að skoða fyrirfram,því ef þetta mengar allan Eyjafjörðinn er það ekki hægt að starfrækja þetta hvað þá stækka ef ekkert hægt að komast fyrir þessa mengun,ein og sagt er "það er betra að byrgja brunnin áður en barnið dettur ofani hann" og það blífur ennþá/Halli gamli


mbl.is Vill eftirlitið heim í hérað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband