Hélt að björninn dræpi mig/hvílíkt Guðs mildi að ekki fór ver!!!

Hélt að björninn dræpi mig
Erlent | mbl.is | 27.3.2011 | 14:13

Olle Frisk er með stór sár á lærum eftir björninn.„Ég fékk algert áfall. Ég gargaði og heyrði félaga mína kalla „Olle, Olle Olle“. Björninn beit mig í annað lærið. Ég reyndi að berjast á móti og hugsaði, hvers vegna drepur hann mig ekki?“ Þannig lýsir hinn 12 ára Olle Frisk árás skógarbjarnar sem réðist á hann í Svíþjóð á föstudaginn.

Drengurinn var á skíðum á Funäsdalsfjalli í Svíþjóð og fór út af troðinni slóð. Líklega vaknaði björninn af værum dvala og brást svo illa við sem raun bar vitni. Björninn beit drenginn í báða fætur og klóraði í bakið á honum.

Olle segir í samtali við Aftonbladet að hann hafi verið með mikla verki eftir bitin. Honum tókst að nota skíðastafina til að draga sig frá birninum. Bæði skíðahjálmurinn og skíðin urðu hins vegar eftir hjá birninum.

„Björninn stoppaði og við horfðumst í augu. Ég hugsaði að ef hann kæmi aftur þá myndi ég berja hann með stafnum. Hann rak upp öskur og fór í burtu,“ sagði Olle.

Félagar Olle héldu að björninn hefði drepið hann. Julia móðir hans segir að Olli sé sterkur strákur. Hún segist vera afar glöð með að þetta hafi endað vel.

Eftir að drengnum var bjargað fóru björgunarmenn á staðinn til að kanna með björninn. Í ljós kom að um er að ræða birnu með tvo húna. Þeir liggja hjá skíðahjálminum hans Olle.//////þetta er meir Guðs mildið að ekki for ver,þetta er einnig furulegt að Björninn skuli ekki hafa að klárað þetta !!! gott það!!!!,en samt ruglaður og það gott og hefur hjálpað,en þessi atburður er með ólíkindum og maður valla heyru annað,eins/Halli gamli


mbl.is Hélt að björninn dræpi mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gaman að fá svona fréttir annað slagið á móti öllum hinum slæmu.

Sigurður Haraldsson, 27.3.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband