Jackson-stemmning hjá Fulham í dag )myndskeið)þetta umdeilt en samt bara gott!!!!

Jackson-stemmning hjá Fulham í dag (myndskeið)
Íþróttir | mbl.is | 3.4.2011 | 10:34

Michael JacksonPoppstjörnunnar Michaels Jacksons verður minnst sérstaklega fyrir leik Fulham og Blackpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 12.30 í dag en stytta af Jackson heitnum verður afhjúpuð fyrir utan leikvang Fulham, Craven Cottage, áður en leikurinn hefst.

Jackson og Mohammed Al Fayed, stjórnarformaður Fulham, voru miklir vinir og Jackson mætti m.a. á heimaleik Fulham á Craven Cottage fyrir nokkrum árum. Al Fayed ætlaði að reisa styttuna fyrir utan Harrods-verslun sína í London en kaupsýslumaðurinn seldi þann rekstur á síðasta ári og ákvað því að styttan skyldi rísa við heimavöll Fulham.

Daily Mail segir í dag að blendnar tilfinningar séu hjá stuðningsmönnum Fulham vegna þessa uppátækis stjórnarformannsins og margir þeirra hafa mótmælt tilkomu styttunnar harðlega. Segja að hún eigi ekkert erindi á þessum stað og verði félaginu aðeins til háðungar. Michael Jackson hafi ekkert með Fulham að gera.

Daily Mail segir ennfremur að leikmönnum Fulham hafi verið fyrirskipað að fagna mörkum í dag með "tunglgöngu" Michaels Jacksons. Þau fyrirmæli hafi ekki fallið í góðan jarðveg til að byrja með en síðan hafi Bobby Zamora og Clint Dempsey, leikmenn liðsins, tekið málið í sínar hendur, enda miklir aðdáendur Jacksons. Tunglgangan hafi verið æfð stíft síðustu daga við mikla kátínu leikmanna og starfsfólks félagsins.

Zamora hafi fengið leikmann 2. deildarliðsins Dagenham & Redbridge, Bas Savage, til að mæta og hjálpa liðsmönnum Fulham við að æfa "tunglgönguna" þar sem Savage hafi fagnað marki með henni á sínum tíma.

Blaðið segir ennfremur að leikmenn Blackpool ætli að skemmta sér vel og  húmoristinn Ian Holloway, knattspyrnustjóri liðsins, sé þegar með skemmtiatriði í anda Jacksons uppi í erminni. Þá er sagt að Holloway sé búinn að veðja við aðstoðarmann sinn, Steve Thompson, um hve mörgum lagaheitum Jacksons hann geti komið að í viðtölum við fjölmiðla að leiknum loknum!

Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega á varamannabekk Fulham í dag en leikurinn hefst kl. 12.30.

Tunglgöngu (Moonwalk) Bas Savages má sjá hér fyrir neðan:

 

////þetta er auðvitað umdeilt en samt bara gott,það eru svo margir sem dýrkuðu goðið og því ekki að hafa styttuna þarna en ekki annrssataðar er bar gott og keikmenn eiga að ver stoltir og virða þetta,og bar gaman,en að Eiður skuli en verma varamannabekkinn er ekki eins gott als ekki/ Halli gamli


mbl.is Jackson-stemmning hjá Fulham í dag (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband