Rekstrarskilyrðin verði tryggð/það er málið ef samningar eiga að nást !!!!!

Rekstrarskilyrðin verði tryggð
Innlent | mbl.is | 29.4.2011 | 12:35

Frá blaðamannafundi SA í dag.„Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er það loforð uppi að sjávarútveginum verði tryggð góð rekstrarskilyrði til framtíðar. Við treystum því að sjávarútvegurinn komi vel út úr þeim skipulagsbreytingum sem stöðugt er talað um,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á fréttamannafundi í morgun.

Fulltrúar í framkvæmdastjórn SA kynntu á fundinum ákvörðun samtakanna um að látið verði reyna á vilja ASÍ og landssambanda þess að ljúka gerð þriggja ára kjarasamnings. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, var á sama tíma á sáttafundum með Flóafélögunum og samtökum verslunarmanna í húsnæði Ríkissáttasemjara.

Fram kom á fréttamannafundinum að framkvæmdastjórn SA hafi fyrst og síðast horft á umgjörð sjávarútvegsins en óþolandi óvissa hafi verið um starfsemi þessa grundvallaratvinnugreinar.

 „Eins og fram hefur komið þá hafa menn ekki verið að tala fyrir óbreyttu kvótakerfi, heldur fyrir því að þessari óvissu yrðu eytt með viðunandi hætti fyrir greinina. Þetta er hluti af heildarmyndinni. Við búum í einu hagkerfi og að tala eins og sjávarútvegurinn sé eitthvert einangrað fyrirbæri í atvinnulífinu er út í hött,“ sagði Grímur Sæmundsen, varaformaður SA.

Forystumenn SA sögðu að þrátt fyrir að lokatilboð ríkisstjórnarinnar sé langt í frá að vera nægjanlegt og slæma reynslu af loforðum ríkisstjórnarinnar í tengslum við stöðugleikasáttmálann, þá hafi SA ákveðið með tilliti til mikilvægis stöðugleika í framtíðinni og að þjóðin komist upp úr kreppunni, að freista þess að ljúka gerð þriggja ára kjarasamnings með aðfararsamningi til 15. júní.

Treysta því að fyrirheitin verði efnd

Ef samkomulag næst með aðfararsamningi verður tíminn til 15. júní notaður til að reyna að komast til botns í málum sem ennþá standa útaf eins og t.d. varðandi framkvæmdir við samgöngumannvirki, að sögn Vilmundar.

„Þar munum við freista þess að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir 15. júní,“ sagði hann. SA treysti því að þau fyrirheit sem ríkisstjórnin gefur í yfirlýsingu sinni um framgang mála á Alþingi verði efnd.

Fram kom að öll áhersla sé lögð á að ná upp hagvexti sem gæti orðið 5% á næstu árum. Nú muni reyna á hvort ríkisstjórnin og þingið geri þær ráðstafanir sem þarf svo viðunandi árangur náist.////það sjá allir sem vilja að hagvöxtur er það eina sem getur bjargað okkur ekkert annað!! og ef það tekst er það leiðin að samningum engin önnur ,við skulum bara vona að það takist ennars  allt i hnút og verkföllum sem engi þolir/Halli gamli 


mbl.is Rekstrarskilyrðin verði tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli. Þjóðin á það sem syndir í landhelginni, en ekki SA. Þannig virkar eignaréttur í frjálsu landi! Best er að tala út frá staðreyndum! Ef landið er ekki frjálst, þá geta þessir svikarar bara sagt það berum orðum!

 En þegar bankar og svika-semjendur SA þykjast vera að semja við fólkið í landinu, þá eru þar notaðar aðferðir sem ekki eiga neitt skylt við orðið samninga, heldur kúganir frá einstökum mönnum SA-banka-lífeyrissjós-ræningja gegn restinni af almenningi og fyrirtækjum þessa lands!

 Þetta eru sömu mennirnir og sem halda að hægt sé að borga margfölduð ræningja-lán í bönkunum með skertan lífeyri og með engum peningum? Hvernig er hægt að kalla þetta samninga-viðræður? Þetta eru kúgunar-viðræður og ekkert annað! Hér sveltur fólk sem ekki ræður við afborgunar-byrgðar ræningja-bankastofnana, og talað er um að þá stoppi allt? Það er nú fyrir löngu allt stoppað hjá fjölda fólks og fyrirtækjum? Og hver stendur á bremsunni? Mafía svika-millanna!

 Ríkisstjórnin ræður ekkert við þetta ef Gylfi Arnbjörnsson, verkalýðsfélög og allmenningur í landinu hefur ekki vit á að standa saman og ræða málin út frá staðreyndum!!! Sökudólka-leit hér innanlands er til einskis nýt nema skapa enn meiri sundrungu en nú þegar er til staðar!!!

 Það verður hreinlega að setja lög á þessa bankaræningja-ribbalda í SA og víðar í embættis-mannakerfinu, t.d. lífeyrissjóða-ræningjunum. Þar gengur Vilhjálmur Egilsson fremstur í fylkingu!!!

 Nú er að duga eða restin drepst líka eins og hinir sem nú þegar eru farnir! Við skulum bara tala út frá raunveruleikanum! Leikritið er búið. Sýningu lokið, takk fyrir!

 Nú taka Íslendingar við stjórn landsins og leynifélög og svikarar geta komið sér burt! Það er engu að tapa lengur fyrir Íslands-búa en allt að vinna ef allir vinna og standa saman! Ekkert Evrópu-land er auðugra af náttúruauðlindum en Ísland, ekki einu sinni Noregur, sem hefur ekki heita vatnið!

 En fátæktin er algjör og eilíf, ef okkur skortir kjark og samstöðu óháð flokkum! Eða hvað Halli minn?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2011 kl. 13:39

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við við ósammála mjög Anna,ég á húsið mitt ,en Borgin á lóðina og borga leigu fyrir það,við eigum öll kvótann eða fiskin i sjónum og hann er leigður útgerðunum sem fiskar og borga fyrir en kannski ekki nóg,en það sem er þarna er að þegar þið talið um að S.A.komi þetta ekkert við er það ekki satt,Þetta eru undirstöðu atvinnuvegur þjóðarinnar,og skapar okkur gjaldeyrir og þar erum við öll á sama róli að vernda/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 29.4.2011 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband