Ísbjörn á Hornströndum !!!! vonandi rétta ekki tálsýn!!!!

Ísbjörn á Hornströndum
Innlent | mbl.is | 2.5.2011 | 9:49

 Mynd úr myndasafni. Ísbjörn sást í fjörunni í Hælavík á Hornströndum rétt fyrir klukkan níu í morgun. Það var áhöfn fiskibáts sem sá björninn og tilkynnti þegar um hann.

„Það var sjómaður sem var þarna fyrir utan sem sá dýrið í fjörunni og hverfa síðan í þokuna. Það er þoka niður í miðja hlíðar,“ sagði Önundur Jónsson, yfirlögreglustjóri á Ísafirði, í samtali við mbl.is. Tilkynningin kom rétt um kl. 9.

Önundur sagði að nú væri unnið að því að setja þá aðila í viðbragðsstöðu sem eiga að koma að svona máli, en til eru starfsreglur um viðbrögð þegar fréttist af ísbjörnum. Allmargar stofnanir koma að málinu, m.a. Umhverfisstofnun, ríkislögreglustjóri, Landhelgisgæsla og fleiri.

Önundur sagði dálítið óþægilegt að vita ekki hvar dýrið er. „Svona dýr skokkar auðveldlega 50 km. á dag. Það er þoka á svæðinu sem þýðir að björninn getur verið kominn upp að hliðinni á manni áður en hann veit af.“

Önundur sagðist hafa áhyggjur af tveimur mönnum sem eru á þessu svæði. Þeir fóru í land með bát snemma í morgun og ætluðu að ferðast um. „Þeir sem settu þá í land eru að reyna að hafa samband við þá. Það er ekkert GSM-samband þarna nema á takmörkuðu svæði.“

Önundur sagði ekkert ákveðið enn hvað gert yrði ef dýrið finnst. Það kæmi til greina að fella það, handsama en eins gæti verið að það kæmi sér sjálft í burt. Dæmi væri um að ísbirnir sem komið hefðu til Vestfjarða hefðu komið sér sjálfir í burt.

Að sögn Hrafnhildar Brynju Stefánsdóttur upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar fer þyrla Gæslunnar vestur innan tíðar til að athuga málið.

Málið er í höndum Umhverfisstofnunar og lögreglu sem mun taka ákvörðun um framhaldið.

 Að sögn Kristins Más Ársælssonar, upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, hefur verið haft samband við þá ferðamenn sem vitað er um á svæðinu. Þeir sem vita af ferðum fólks á þessum slóðum eru beðnir um að láta lögregluna á Vestfjörðum vita. ///síðustu fréttir eru að búið er að senda þyrlu með man sem ættar að kanna aðstæður og þoka er þarna og verður að fara verlega,það er að segja ef manninum sem sá þetta hefur ekki yfirsést eitthvað,en ef allt er retta ber að fara verlaga og bara skjóta dýrið annað er alltof dýrt ekki spurning um það/Halli gamli


mbl.is Ísbjörn á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband