Ísbjörninn fluttur til Reykjavíkur/Hárétt ákvörðun ekki spurnig um það!!!

Ísbjörninn fluttur til Reykjavíkur
Innlent | mbl.is | 2.5.2011 | 16:22

Mynd 562137 Umhverfisstofnun segir að ákveðið hafi verið að fella hvítabjörninn, sem sást í morgun í Hælavík á Hornströndum, af öryggisástæðum. Hefur ísbjarnarhræið verið flutt til Reykjavíkur þar sem Náttúrufræðistofnun Íslands tekur við dýrinu og rannsakar það.

Í morgun barst Landhelgisgæslunni tilkynning um dýrið og flaug þyrla Gæslunnar á Ísafjörð þaðan sem flogið var á Hornstrandir.

Umhverfisstofnun segir í tilkynningu að þegar þangað var komið hafði dýrið fært sig um set og fannst eftir nokkra leit í Rekavík (Bakhöfn). Þoka var í efstu brúnum og var mikil yfirferð á dýrinu.

„Lögreglan á Ísafirði var með í för og mat aðstæður þannig að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn á svæðinu og tryggja þannig að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. Því var tekin ákvörðun um að fella dýrið af öryggisástæðum,“ segir í tilkynningu.

Þá segir að unnið hafi verið í samræmi við viðbragðsáætlun um viðbrögð við landtöku hvítabjarna. Lögreglan á Ísafirði hafi stjórnað aðgerðum og með í för hafi verið fulltrúar Umhverfisstofnunar, fulltrúi yfirdýralæknis ásamt reynslumiklum skyttum.


Hvítabirnir eru stærstu landrándýr jarðar, stórhættulegir og óútreiknanlegir. Talið er að heimsstofn hvítabjarna telji 22.000 dýr í dag. Flesta hvítabirni er að finna í Kanada. Hvítabirnir eru á lista IUCN (Alþjóðanáttúruverndarsamtökin) yfir dýr í yfirvofandi hættu. Þrátt fyrir þetta styður hvítabjarnarráð IUCN sjálfbæra nýtingu á öllum 19 stofnum hvítabjarna. Um 800 dýr eru felld árlega.

Árið 2009 var unnin skýrsla starfshóps sem umhverfisráðherra skipaði um tillögur að viðbrögðum við landgöngu hvítabjarna.///þetta hárétt ákvörðun ekki spurning um að!! en þetta er skítið og rannsóknarefni hvernig hann hefur sinnt alla þessa leið frá ísnum sem eru í mjög langri fjarlægð ,það er ótrúlegt og hlytir að haf verið svangur ,en svona a´að taka á hlutunum ekki vera að skoða og skoða!!! bara framkvæma/Halli gamli


mbl.is Ísbjörninn fluttur til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli. Sammál því að eina leiðin var að fella dýrið. Held hann ís-bjössi hafi fleytt sér á jaka til Íslands. Það er ekki svo ýkja langt síðan ís var í nágrenninu, og hann getur hafa verið í dálítinn tíma á landinu.

 Svangari verða ís-bjössarnir, eftir því sem fæðan þeirra, sem er fiskurinn, flýr norðar á bóginn, vegna hlýnun sjávar! Verst er að við hlustum of mikið á fávisku-Hafró-spámenn, sem ekkert vita um þróun sjávarhita/breytingar. Áhrif af hlýnun sjáfarins mun hafa áhrif á lífríki hafsins, sem hefur síðan áhrif á fiski-gengd um heimsins höf! Og hefur einnig áhrif á ísbjarnar-heimsóknir!

 Því miður vita fáir skrifstofu-Hafró/LÍÚ-fiski-fræðingar hvernig þetta er að þróast, með tilliti til t.d lífs-skilyrða fyrir fiskinn í sjónum. Og ísbirnir þurfa kaldan sjó og nægan fisk til að lifa af, og munu því í auknum mæli leita norður á bóginn.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2011 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband