7.5.2011 | 23:02
Jóhanna og Steingrímur á beinu brautina!!!!
Nú eru sóknarfærin svo sannarlega til staðar og okkar allra er að nýta þau, skrifa Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í bréfi sem þau birta í Fréttablaðinu, en þar eru tíundaðar ástæður þess að nú sé tími til að hefja kraftmikla lífskjarasókn.
Segja þau að þáttaskil hafi orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði.
Með samningunum auk þeirra aðgerða sem ríkisstjórn hyggst beita sér fyrir á grundvelli þeirra séu launafólki, lífeyrisþegum og atvinnulausum tryggðar verulegar kjarabætur og stigið er stórt skref í að bæta kaupmátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008.
Tiltaka þau þær aðgerðir sem nú á að hleypa af stokkunum til eflingar velferðarkerfisins og til að örva hagkerfið.
- Betri kjör aukin menntun meiri velferð
- Bætur almannatrygginga verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir.
- Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar til samræmis við launahækkanir.
- Fjármögnun fæðingarorlofssjóðs verður tryggð og staða sjóðsins styrkt.
- Persónuafsláttur verður hækkaður og verðbættur frá og með 2012.
- Tekju- og eignatengingar barna- og vaxtabóta verða endurskoðaðar.
- Árleg framlög til menntakerfisins alls verða aukin um tæpa tvo og hálfan milljarð króna.
- Heildstætt nám í fjarkennslu verður í boði á framhaldsskólastigi.
- Sköpuð verða námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 og næstu tvö skólaár þar á eftir í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu.
- Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verður fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 þannig að heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem njóta slíkra úrræða tvöfaldist.
- Lögum um vinnumarkaðsaðgerðir verður breytt á þann hátt að bótatímabil einstaklinga í starfstengdum úrræðum verður ekki skert.
- Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á framhaldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Í hann verða lagðar 300 milljónir króna á ári næstu þrjú árin.
- Gerðar verða breytingar á lögum til að tryggja réttindi launafólks við aðilaskipti á fyrirtækjum er varða launakjör, starfsskilyrði og vernd gegn uppsögnum.
- Lögum um opinber innkaup verður breytt til þess að tryggja betur réttindi starfsmanna þeirra sem selja vöru og þjónustu til ríkissjóðs.
- Starfsendurhæfingarsjóður verður efldur.
- Nýtt húsnæðisbótakerfi útfært.
- Til viðbótar þessum kjarabótum hefur þegar verið ákveðið að greiða 18 milljarða króna í vaxtabætur fyrir árin 2011 og 2012 sem gerir í heild 36 milljarða króna.
- Aðgerðum vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja verður fylgt eftir af festu.
- Örvun atvinnulífsins sókn í atvinnumálum
- Stöðugleiki á vinnumarkaði og í efnahagslífi verður tryggður með kjarasamningum til þriggja ára.
- Atvinnuleysi á að lækka í 4-5% á samningstímanum.
- Útgjöld vegna opinberra framkvæmda verða aukin um 13 milljarða til ársloka 2012.
- Á fjárlögum 2011 er gert ráð fyrir 21 milljarði króna í opinberar framkvæmdir.
- Atvinnutryggingagjald fyrirtækja verður lækkað úr 3,81% niður í allt að 2,15% á samningstímabilinu í takt við þróun atvinnuleysis.
- Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögur til lagabreytingar á vorþingi sem miðar að einfaldara og bættu skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga í rekstri.
- Ný fjárfestingaráætlun miðar að því að auka fjárfestingar úr 13% af landsframleiðslu í 20% á tímabilinu.
- 300 milljónum króna verður varið árlega næstu þrjú árin til markaðssetningar erlendis á Íslandi sem eftirsóknarverðum ferðamannastað .
- Rammaáætlun og vatnalög verða afgreidd fyrir næsta vetur.
- Stefnt að a.m.k tveimur umfangsmiklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði.
- Átakið allir vinna framlengt, a.m.k út árið 2012.
- Efnt til klasasamstarfs og samkeppnissjóðir á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála efldir.
- Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efldur til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum og Tækniþróunarsjóði gert kleift að aðstoða fyrirtæki í hugbúnaðar- og hátækni til að auka útflutning.´///////ein og sjá má þarna eru allir komnir á beinu brautina ekki spurning ,þetta er fallegt og gaman að fylgjast með hvað af þessu verður gert,en það er margt mjög gott þarna við biðum og sjáum og vonum/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2011 kl. 00:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.