14.5.2011 | 16:01
Vonast eftir lögfestingu fyrir árslok/vonum að þessi ríkisstjórn verði farin fyrir árlok!!!!
Innlent | mbl.is | 14.5.2011 | 12:04
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, segist gera sér vonir um að frumvarp um gerbreytta fiskveiðistjórnun, sem nú er til meðferðar hjá þingflokkum ríkisstjórnarinnar, verði að lögum á Alþingi fyrir lok ársins.
Síðan getum við farið að vinna að framkvæmdalegum þáttum þess, sem eru töluvert miklir, og þeir verði þá komnir til framkvæmda 1. september 2012 (þegar nýtt fiskveiðiár hefst)," sagði Jón á blaðamannafundi í dag.
Jón kynnti í dag tvö ný frumvörp, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt og hafa verið til umfjöllunar í þingflokkum í vikunni. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir breytingum á núgildandi lögum um stjórn fiskveiða og gerir m.a. ráð fyrir auknum strandveiðum og að allir aflamarkshafar leggi í svokallaða potta. Þá er gert ráð fyrir að veiðigjald hækki um 70% og það skiptist í ákveðnum hlutföllum milli ríkis og sveitarfélaga.
Jón sagðist vonast til þess að þetta frumvarp gæti orðið að lögum í vor og ákvæði þess taki að mestu gildi á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september í haust. Hann sagði gríðarlega þýðingarmikið, að ákvæði frumvarpsins komi sem fyrst til framkvæmda.
Hitt frumvarpið gerir ráð fyrir grundvallarbreytingu á kvótakerfinu þar sem gildistími veiðiheimilda verður takmarkaður og framsal og veðsetning kvóta verði bönnuð. Jón sagðist gera sér grein fyrir því að þetta frumvarp þyrfti mikla umræðu og fyrsta skrefið væri að fá það afgreitt úr þingflokkum og lagt fram á Alþingi.
Jón sagði, að frumvarpið væri meðal annars byggt á hugmyndum og vinnu starfshóps, sem skipaður var árið 2009 og skilaði niðurstöðu haustið 2010. Samkvæmt því fá handhafar aflahlutdeildar og krókaleyfa heimild til að gera 15 ára samning um nýtingarleyfi og rétt til að leita eftir framlengingu þess samnings til næstu 8 ára.
Þá sé endi bundinn á varanlegt framsal aflaheimilda með 15 ára aðlögunartíma og gildi tekur forleigu- og forkaupsréttur sveitarfélaga og ríkis. Nánar er fjallað um frumvarpið í minnisblaði, sem fylgir með hér að neðan.
Hörð gagnrýni
Útvegsmenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og í Morgunblaðinu í dag gera þrír þeirra, sem sátu í starfshópnum, það sömuleiðis. Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, segir m.a. að tillögurnar séu slæmar fyrir útgerðina, bölvaðar fyrir sjómenn og risaskref aftur á bak fyrir þjóðfélagið. Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri, segist spyrja sig hvers vegna starfshópurinn hafi verið skipaður á sínum tíma því frumvarpið virðist ganga út á að verið sé að slátra heilli atvinnugrein. Og Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, tekur í sama streng og segir að frumvarpið sé ekki í anda þess sem rætt var í starfshópnum.
Um þetta sagði Jón að tillögur og vinna starfshópsins hefði verið greining á málinu og grunntillögugerð. Starfshópurinn hefði ekki verið með útfærða tillögugerð í einstökum málum en frumvarpið gerði ráð fyrir blandaðri leið, annars vegar nýtingarsamningum og hins vegar að aflaheimildum væri úthlutað með öðrum hætti.
Þegar við erum með auðlind eins og sjávarauðlindina, sem er takmörkuð auðlind og sveiflukennd frá ári til árs en samt svo mikilvæg í okkar samfélagi, efnahag og grunngerð, þá verðum við að geta sýnt fram á að við stundum líffræðilega sjálfbærni. Auðlindin verður einnig að vera rekstrarlega sjálfbær og samfélagslega sjálfbær. Það getur verið erfitt að vega þessa þrjá þætti saman og hver og einn horfir út frá sínu í þeim efnum en enginn þáttur getur án hins verið," sagði Jón.
Hann lagði einnig áherslu á, að frumvarpið væri ekki komið í formlega dreifingu þar sem þingflokkar væru ekki búnir að afgreiða það og dreifa því í þinginu. Síðan ætti eftir að ræða málið í þaula á þinginu.///Hverjum hefði dottið að í hug fyrirfram að það ætti eftir að henda okkur sem var i gamla sovétt ,að
Ríkisvæða alla hluti og taka i raun eignarnámi ,þetta er ekkert annað þarna, þessar aðfarir bara helvitis komapungar
i báðum flokkum sem ætla að taka allt eignarnámi!!!, það er engin að segja og hefur aldrei saft að fólkið eða þjóðin
eigi ekki fiskin og við leigum hann,og engin mótmælt að borga meira fyrir leiguna,og minka framsal,og leifa
einhverja nýliðun,allt hægt að semja um og tíminn er þarna of stuttur 15 ár með dyr skip skuldir og svo
framvegið,sem verður að borga eða hvað???,skuldir útgerða eru milljarðar og ef þetta yrði að lögum erum þá við
sem eigum að borga skuldirnar??? á hvern kemur það ,bankarnir sem þeir skulda færu á hausinn,og ekki bara það
við öll færum niður í mikið lægra plan,þetta er undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar sem þeir þessir Samfylkingar
menn og V.G. sem eru að meirihluta kommar vilja eyðileggja,við tökum þessu ekki sem höfum vit á peningum og
fyrir hverju þeir standa,hitt er bara glapræði og ekkert annað/Halli gamli
Vonast eftir lögfestingu fyrir árslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.