S&P gerir ráð fyrir að álverið við Helguvík rísi/það gerum við öll sem viljum uppgang en ekki endalausa niðurskurði!!!

S&P gerir ráð fyrir að álverið við Helguvík rísi
Viðskipti | Morgunblaðið | 18.5.2011 | 5:30

 Norðurál hefur undirbúið álver í Helguvík um langt skeið.Sérfræðingar Standard & Poor's (S&P) reikna með því að álver rísi í Helguvík í forsendum sínum við ákvörðun á lánshæfismati Íslands.

Eileen Zhang, sem hefur yfirumsjón með greiningu á íslensku efnahagslífi, segist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa skynjað annað frá yfirvöldum á Íslandi, en að þau muni ekki standa í vegi stórra fjárfestinga í stóriðju og virkjunum.

„Í grunninn gerum við ráð fyrir að þau fjárfestingaverkefni sem hafa verið ákveðin verði að raunveruleika. Þar á meðal álver við Helguvík, kísilverksmiðja á sama stað og nauðsynlegar virkjanir til að knýja þá starfsemi,“ segir hún.

S&P afréð í gær að halda lánshæfi Íslands í fjárfestingaflokki og taka landið af athugunarlista. Lánshæfismat Íslands, samkvæmt S&P, stendur nú í BBB-, sem er einum flokki fyrir ofan svokallaðan ruslflokk, eða spákaupmennskuflokk.

Lægri einkunn í krónum

Athygli vekur að S&P ákvað að lækka lánshæfi íslenska ríkisins í innlendri mynt, það er að segja íslenskum krónum. Zhang segir meginástæðu þess vera að gjaldeyrishöft verði við lýði lengur en S&P hafði áður vænst:

„Gjaldeyrishöftin verða í gildi munu lengur en við bjuggumst við í upphafi. Það mun hafa áhrif á hagvöxt og fjárfestingu á Íslandi til hins verra. Þar af leiðandi lækkuðum við lánshæfið í krónum,“ segir hún og heldur áfram: „Við höfum þó skilning á að gjaldeyrishöft þurfi til að tryggja stöðugleika til skamms tíma. Afnám þeirra mun síðan ráðast af aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamarkaði og hversu hratt íslenska hagkerfið réttir úr kútnum. Að því leytinu eru Íslendingar líka háðir aðstæðum í öðrum löndum, hvað varðar afnám hafta og þau vaxtakjör sem íslensku ríkinu bjóðast á lánsfé,“ segir Zhang.

Norðurlandalán lykilatriði

Zhang segir að ákvörðun Norðurlandanna um að halda lánalínum til Íslands opnum, og að AGS-áætlunin haldist í horfinu, hafi skipt sköpum við þá ákvörðun að lánshæfi Íslands í erlendri mynt hafi verið haldið óbreyttu. Áður hafði S&P gefið í skyn að lánshæfismat Íslands kynni að verða fært niður, yrði Icesave-samkomulaginu hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem varð og raunin. Zhang segir mikilvægast að skammtímafjármögnun ríkisins sé trygg.////það er ekki spurning að þetta er það sem kemur okkur áfram ,ef nokkur og það fljótt ,það eru bara atvinnu fyrir 400-700 mans sem eru alt um kringum dæmið og siðar sala á rafmagni og allt sem búið er níðst ekki niður í skítinn og fer veg allrar veraldar!!! þetta er svo nauðsinnilegt að ger sme fysrt að það gengur ekki að draga það lengur,svo einhver uppsveifla verði á næstunni/Halli gamli


mbl.is S&P gerir ráð fyrir að álverið við Helguvík rísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband