Spánverjar „eru Ísland“/við skulum allavega vona að þeir fái ekki svona stjórn eins og við fengum!!!!

Spánverjar „eru Ísland“
Erlent | mbl | 22.5.2011 | 13:10

Mótmælendur á Sólartorgi í Madrid. „Mér finnst gaman að sjá að Spánverjar fylgjast með því sem hefur gerst á Íslandi. Fólk talar um Ísland sem fyrirmynd, en fréttir um Ísland eru ekki allar réttar. Það er dregin um bjartari mynd en er í raun," segir Elena Guijarro Garcia sem er spænsk en bjó á Íslandi í 13 ár, til ársins 2008.

Mikil mótmæli hafa staðið á Spáni undanfarna viku og virðast mótmælendur m.a. sækja innblástur í búsáhaldabyltinguna á Íslandi. Kosningar eru í landinu í dag. „Fólk fór út á göturnar með pönnur eins og gert var í Reykjavík á sínum tíma og íslenski fáninn er út um allt," segir Elena. „Það er hópur sem heitir „Við erum öll Ísland," (Todos somos Islandia) og þeir hafa gert síðu þar sem fólk getur búið til inn eigin íslenska fána til að hengja upp." Meðal helstu slagorða mótmælanna sé „Ef þið haldið svona áfram þá gerum við eins og Íslendingar." Þá klifruðu mótmælendur upp á styttu á Spánartorgi á Mallorca í gær, komu þar íslenska fánanum fyrir og kölluðu „Íslandstorg“ líkt og sjá má á þessu myndskeiði hér. 

Halda að bankastjórar sitji inni

Elana segir hinsvegar að talsverður misskilningur sé um raunverulega stöðu mála á Íslandi. T.a.m. virðist margir halda að íslensku bankastjórarnir sitji nú allir bak við lás og slá. Einnig sé talsvert rætt um það markmið Íslendinga að almenningur taki þátt í að breyta stjórnarskránni, en lítið sé rætt um vandann sem kom upp í tengslum við stjórnlagaþingskosninguna á Íslandi.

Greinilegt sé samt að Ísland sé fyrirmynd, þó hún sé einfölduð, enda sé ímynd landsins mjög jákvæð, ekki síst eftir að Icesave lögunum var hafnað. Elena segir Spánverja almennt líta svo á að Íslendingar séu eina þjóðin sem hafi spyrnt við fæti og neitað að láta allt yfir sig ganga. „Það er fyndið vegna þess að þegar ég flutti til Íslands fann ég ekki einu sinni ferðabók um það.  Ég vissi ekkert um landið, en nú er Ísland úti um allt. Mér finnst  jákvætt að fólk fái innblástur frá Íslandi um að það sé hægt að gera eitthvað. Því það er ótrúlegt, fólk heldur að við Spánverjar séum ótrúlega skapbráðir, en landið er búið að vera á leið í ruslið undanfarin sex ár og enginn hefur gert neitt fyrr en núna."

Vonast eftir pólitískum breytingum

Þrátt fyrir það segist Elena ekki viss hverju mótmælin munu skila. Hún segir þau fremur stefnulaus og óljóst hvaða pólitík liggi að baki, jafnvel þótt því sé statt og stöðugt haldið fram að enginn flokkur standi að baki þeim. Hún segir þjóðina enn fasta í skotgröfum borgarastyrjaldarinnar og flokkapólitíkin litist af því. „Þetta er voðalega erfitt, landið hefur alltaf verið klofið í tvennt, við og hinir. Ég veita að það er ekki hægt að gleyma stríðinu, því margir sem tóku þátt í því eru ennþá lifandi, en enginn flokkur hefur reynt að stappa þjóðinni saman."

Hún segist vona að mótmælin hafi jákvæð áhrif til framíðar en segist þó alls ekki viss um að svo verði. „Það er erfitt að segja, það væri að sjálfsögðu gott að hafa fleiri stóra flokka að velja á milli en bara Sósíalista og Lýðflokkinn. Svo er líka spurning hvað gerist á mánudaginn. Ef fólkið hverfur þýðir það að þetta hefur bara verið eitthvað til að hafa áhrif í kosningunum. En ef þau halda áfram að mótmæla þá kannski verða flokkarnir að fara að hlusta á hvað fólkið vill.

En það eitt er víst að Spánverjar eru búnir að fá nóg. Það er enginn flokkur sem maður getur treyst og ekkert sem gengur betur. Við erum ennþá á leið niður og ég held að fólk sé loksins búið að fá nóg, svo ég held að allar breytingar væru góðar breytingar."///svona verða fréttir til sem eru mis goðar að sannleika en samt Spánverjar vilja breytingar það vildum við einnig en ekki þessa komma sem eru að koma okkur á lægsta pan frá því fyrir stríð,Að bankastjórara sitji inni fyrir sinar misgjörðir er því miður ekki rétt og svo margt annað,en annað mikið gott og maður óskar þeim blessuðum Spánverjum als góðs og vona að þessi mótmæli þeirra skili árangri og þeir sjái ljósið og betri Ríkisstjórn sem segir sig frá  ESB og standi á eigin  fótum,enda eiga þeir að hafa burði til þessa/Halli gamli


mbl.is Spánverjar „eru Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1046427

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband