1.6.2011 | 19:32
Ginflöskumálið afar óvenjulegt/svona borgar sig oft fyrir þjóðfelagið okkar,að hafa lögin ilagi!!!!
Innlent | mbl.is | 1.6.2011 | 18:29
Það sem er kannski óvenjulegt við málið er að það er fellt niður eftir að aðalmeðferð er hafin, segir Bjarni Þór Óskarsson lögmaður um niðurstöðu í óvenjulegu dómsmáli sem varðar tollfrjálst áfengi, nánar tiltekið lítra af gini.
Ég hef enga tölfræði til að styðjast við en held ég geti fullyrt að þetta sé sjaldgæft mál. Ákæruvaldið fer helst ekki af stað með mál nema að það sé nokkuð visst um niðurstöðu. Ég kann ekki skýringu á því hvers vegna ákæruvaldið fer ekki áfram með málið. Lögfræðingar þess hljóta að hafa ályktað að þeir væru ekki með gott mál í höndum, segir Bjarni Þór.
Aðdragandi málsins er sá að hinn ákærði, ferðamaður sem kom til landsins í september 2008, var með tvær eins lítra flöskur af sterku áfengi í fórum sínum þegar hann var stöðvaður af tollinum í Keflavík.
Samkvæmt lögum má að hámarki koma með lítra af sterku áfengi og svo hálfan kassa af bjór eða eina flösku af léttvíni með. Kröfðu tollverðir manninn um greiðslu sektar, eða skatta, af ginflösku á grundvelli þessara takmarkana og neitaði hann þá að verða við því.
Skattlagningarheimildin umdeild
Bjarni Þór segir fjármálaráðherra hafa sett reglur um hámark magns þess áfengis sem taka má með inn í landið. Heimild tollayfirvalda til að taka sér skattlagningarvald á grundvelli þessara laga sé hins vegar umdeild.
Lögin frá Alþingi sögðu að ráðherra ætti að takmarka magn áfengis sem einstaklingar máttu flytja með sér til landsins og hann gerði það með reglugerð. Gallinn er auðvitað í lögunum frá Alþingi sem framselur hið meinta skattlagningarvald sem greina má um.
Framkvæmdavaldið gerir auðvitað það sem löggjafarvaldið reiknar með og ákæruvaldið síðan í kjölfarið. Lögregluvaldið framfylgir auðvitað þeim lögum sem eru sett.
Varðar lög frá árinu 2005
En hvers vegna þurfti maðurinn ekki að greiða sekt í ljósi þess að takmörkun er lögð við flutningi ferðamanna á áfengi til landsins?
Það sem málið gengur út er að lögin, sem eru frá 2005, gerðu ráð fyrir að innflutningur ferðamanna, þar með talið á áfengi, væri tollfrjáls, upp að því hámarki sem fjármálaráðherra ákveddi í reglugerð. Sú hámörkun í reglugerð var óheimilt framsal á skattlagningarvaldi, að áliti Umboðsmanns Alþingis og þessa ágæta ferðamanns sem neitaði að greiða sektina.
Þar af leiðandi mátti hann koma með tvær eða 12 flöskur til landsins þess vegna, án þess að krefja mætti hann um sektargreiðslu, eða tölvur eða hvaða annan varning. Þetta á ekki aðeins við áfengi heldur hvaða varning sem er. Í kjölfar niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis var lögunum breytt í desember 2008, þremur mánuðum eftir að málið kom upp, og þessu snúið við á þann veg, að í stað þess að veita ráðherra þessa heimild með reglugerð hafa lögin nú að geyma þessa takmörkun.Um það snýst málið. Fram til þess að lögunum er breytt miðað við það sem við höldum fram var óheimilt að takmarka þetta og því studdust þær sektir sem lagðar voru á áfengi eða annan varning ekki við lög.
Eiga ferðamenn rétt á skaðabótum?
Bjarni Þór kveðst ekki sannfærður um að málið hafi fordæmisgildi.
Ef til vill gefur þessi afgreiðsla tilefni til að það fólk sem greiða þurfti sektir geti endurkrafið ríkið um sektina, að minnsta kosti, og jafnvel fengið skaðabætur þess vegna. Með því að ákæran var felld niður liggur hins vegar ekki fyrir dómur og þar af leiðandi er erfitt að tala beinlínis um fordæmi," segir Bjarni Þór/////þessi frétta er skondin mjög og sýnir að ekki er alltaf lögin i lagi maður verður að lesa þetta allt til að skilja þessa vitleysu alla,en svona for og fyrst maðurinn var ekki dæmdur hefur þetta ekki fordæmi ein og þeir segja en við erum samt hissa á að svona geti gerst enn i dag/Halli gamli
Ginflöskumálið afar óvenjulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugsaðu þér nú að ef við værum í ESB þá væri ekki þetta bull, þá mættirðu taka með þér 10 lítra af Gini ef þig langaði til þegar þú kæmir frá öðru ESB landi án þess að tollurinn gæti sagt orð.
The Critic, 1.6.2011 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.