3.6.2011 | 15:52
Endurskoðun AGS samþykkt///Við ættum að stefna að losa okkur frá þessum sjóði ekki spurning!!!
Viðskipti | mbl.is | 3.6.2011 | 15:14
Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í dag fimmtu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS. Endurskoðanirnar eru alls sex þar sem tvær síðustu endurskoðanirnar verða sameinaðar í eina.
Seðlabankinn segir, að þessi afgreiðsla framkvæmdastjórnarinnar feli í sér að sjötti áfangi lánafyrirgreiðslu sjóðsins er til reiðu, eða 140 milljónir SDR. Það er jafnvirði um 225 milljóna Bandaríkjadala eða 25,7 milljarða íslenskra króna.
Áður hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitt lán sem nemur 980 milljónum SDR af 1,4 milljörðum SDR sem hann lánar í tengslum við áætlunina. Lánsfjárhæðin 980 milljónir SDR jafngildir tæplega 1,6 milljörðum Bandaríkjadala eða rúmlega 179,7 milljörðum króna.
Íslenskum stjórnvöldum stendur einnig til boða öll sú lánafyrirgreiðsla sem Norðurlöndin höfðu boðað í tengslum við áætlunina, um 73 milljarðar króna, en dregið verður á þau lán eftir því sem nauðsyn krefur.
Í tengslum við endurskoðunina sendu stjórnvöld sjóðnum endurnýjaða viljayfirlýsingu. Að sögn efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir, að í yfirlýsingunni komi fram að hagkerfið sé óðum að taka við sér og hagvöxtur verði árið 2011 í fyrsta sinn frá hruni. Þá fari einkaneysla vaxandi, verðbólga sé lítil, vöruskiptajöfnuður jákvæður og krónan hafi haldist stöðug. Helsta áskorunin framundan sé að draga úr atvinnuleysi.
Í viljayfirlýsingunni segir ennfremur að horfur greiðslujafnaðar séu nægilega sterkar til að styðja við afnám gjaldeyrishafta í áföngum. Þá sé þess vænst að bæði hlutfall skulda ríkissjóðs og erlendra skulda fari ört lækkandi.
Gögn í tengslum við endurskoðunina verða birt eftir helgi. Gert er ráð fyrir að núverandi efnahagsáætlun Íslands og AGS renni út í lok ágúst.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir á vef ráðuneytisins, að staðfesting endurskoðunarinnar sé til marks um þann efnahagsbata sem grunnur hafi verið lagður að á undanförnum misserum.///við sem viljum lostna við þennan AGS sjóð og það sem fyrst helst i águst ekki draga það ef hægt er,við eigum að geta bjargað okkur ef allt fer vel og við rústum ekki sjalfarútveg og byggjum þessi 2 Álver og svo annað og virkjanir á fullt,við eru á þeirra leið að geta en V.G. stopparar alls vilja ekkert gera,og Samfylking sér ekkert nema ESB,en það kemur að þvi að Þessi stjórn falli og kosningar fari fram/Halli gamli
Endurskoðun AGS samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halli. Sammála þér með AGS-ruglið. Það fylgir alltaf böggull skammrifi, hjá AGS. Lilja Mósesdóttir hefur talað fyrir því að losa okkur við ofríki AGS, og mælt með gjaldmiðilslausnum, sem vert er að athuga vel. Lilja Mósesdóttir er með rétta sýn á þessi mál, að mínu mati, og vill vinna vel fyrir sína þjóð. Lilja hefur ekki alltaf fengið réttláta gagnrýni af stjórnarliðum og stjórnarandstæðingum. Ég er sammála Lilju M. í mörgum málum.
AGS er að þvinga of mikil lán á þjóðir, til að geta sagt einn góðan veðurdag, að þeir eigi þjóðina með manni og mús.
Og AGS er ekki þekktur fyrir annað en að bola fólki út úr sínum löndum, og byggja upp þrælahald í löndunum á eftir, með vinnuafli frá vanþróuðum löndum. Hvers vegna vilja íslenskir stjórnmálamenn fara eftir því sem AGS-ESB þvingunar/kúgunar/hótunar-böðlar vilja? Við þurfum skýr svör við því!
AGS-stjórnin er í samstarfi við NATO-hernaðar-stjórnina landamæralausu, sem rænir og drepur allt sem þeir koma nálægt! ESB-klíkan hangir svo í slagtogi með þessari spillingar-grúppu!
Þetta er mín skoðun, sem þarfnast rökræðu og fleiri sjónarmiða, til að komast að sannleiks-kjarnanum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.6.2011 kl. 18:26
Þakka innlitið Anna bloggvinkona ,gætum ekki verið meira sammála/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 3.6.2011 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.