Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi.
Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur metið í rannsókn að upptaka alþjóðlegrar myntar gæti aukið útflutning landsins um fjörutíu prósent. Í rannsókn hans er aðallega umfjöllun um evruna.
Fram kemur í Fréttatímanum í dag að evran og dollarinn eigi undir högg að sækja. Sú mynt sem endurspegli einna helst íslenskt atvinnulíf sé Kanadadollar en Kanada eygi langt hagvaxtarskeið og myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota. Möguleikinn á upptöku kanadísks dollars hafi verið kynntur fyrir stjórnvöldum í Ottawa og bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, séu mjög jákvæð í garð aðgerðarinnar. Með einhliða upptöku annars gjaldmiðils væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin en það yrði mikil innspýting inn í íslenskt atvinnulíf, fjárfesting myndi aukast og störf skapast.
Þyrfti aðeins eitt bréf út til að hefja viðræður
Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. Engin formleg viðleitni hefur verið að hálfu íslenskra stjórnvalda til að kanna möguleikann á þessu og hefur þetta ekkert verið rætt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu þyrfti aðeins eitt bréf til fjármálaráðuneytisins í Kanada til að opna á þreifingar í þessa átt.
Að sögn hagfræðinga sem fréttastofan hefur rætt við myndi einhliða upptaka kanadísks dollars taka innan við ársfjórðung. Einhliða upptaka myndi þýða að lánveitandi til þrautavara á Íslandi yrði ekki Seðlabanki Íslands og í raun yrði hann óþarfur, en því hefur verið haldið fram að áhrifin af hugsanlegum fjöldaflótta sparifjáreigenda og fyrirtækja úr íslenskum bönkum með einhliða upptöku annarrar myntar séu ofmetin þar sem viðkomandi bankar og fyrirtæki séu öll með lán sín á Íslandi. Þá má geta þess að með gjaldeyrisóróanum sem varð í Finnlandi í kjölfar bankakreppunnar þar og upptöku nýrrar myntar, sem fólst fyrst í tengingu við þýskt mark og síðar evru með aðild að ESB, varð enginn flótti en finnskir bankar mynda kjarnann í allri fjármálastarfsemi þar í landi.
Ekki þarf að fjölyrða um að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er á fullkominni skjön við pólitíska stefnu ríkisstjórnarinnar. Markmiðið með aðildarviðræðum við ESB er innganga í sambandið og ef þjóðin samþykkir aðild í þjóðaratkvæði er markmiðið að ganga inn í myntsamstarfið með upptöku evru. Formlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið hefjast síðar í þessum mánuði, en eins og fréttastofan hefur greint frá hefur undirbúningur samningsmarkmiða vegna landbúnaðarmála tafið ferlið vegna pólitísks ágreinings innan ríkisstjórninnar. thorbjorn@stod2.is//// ////les þetta með athygli og af hverju bara ekki að taka upp Kanadadollar ,sé bar ekkert athugavert við það ,það mundi bjarga öllu ekki spurning um það,allt í allt tæki þetta ekki nema 1/2 ár að gera og við komin með gjaldmiðil sem er á mjög góðri leið að verða sá sterkasti við skulum skoða þetta og ger sem fyrst/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.