12.6.2011 | 07:45
Kartöflustríðið: „Hér er enginn öfundsjúkur út í Karl !!!!!!
Karl Rúnar Ólafsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, hélt því fram í mánudagsblaði DV að hann hefði verið að störfum á sinni eigin landspildu, á miðvikudaginn fyrir tveimur vikum, þegar hópur manna veittist að honum. Feðgarnir sem gert er að sök að hafa ráðist á hann þvertaka fyrir þetta og í ljós hefur komið að Karl á ekki hina umræddu spildu sem hann hugðist nota. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá árinu 2010 er hópur bænda í Þykkvabæ, þar á meðal feðgarnir, þinglýstur eigandi jarðarinnar og Karl hafði ekki afnot af henni.
Segir menn hafa mætt vopnaða
Lýsing Karls á atburðinum var vægast sagt ógnarleg: Þarna var kominn stór hópur fólks, á annan tug manna. Konur, menn og krakkar og sumir hverjir með járnstikur, segir hann og bætir við að menn hafi haft í morðhótunum við hann. Aðra sögu segja feðgarnir tveir. Þetta er náttúrulega bara rangt hjá Karli, segir Birkir í samtali við DV. Við fórum þarna til þess að tala við hann. Karl segir Birki hafa reynt að rífa sig úr traktornum og ætlað að beita hann ofbeldi en það segir Birkir vera helbera lygi. Slíkt hið sama eigi við um morðhótanirnar.
Algjörlega fráleitt
Sigurbjartur Pálsson, stjórnarmaður í Bændasamtökunum og landeigandi, var einn þeirra sem fór með feðgunum til þess að ná tali af Karli. Aðspurður hvort Karl færi með rétt mál um að þeir hefðu verið vopnaðir sagði hann það ekki svo. Nei. Það er algjörlega fráleitt. Það var enginn annar ásetningur en að spyrja hann hvað hann væri að gera þarna, segir Sigurbjartur við blaðamann. Þeir ætluðu að reyna að stoppa hann vegna þess að þeir vildu tala við hann. Hann var að setja niður kartöflur í garðlendi sem að þeir eiga. Hann segir einnig að Karl sjálfur hafi valdið þeim skemmdum sem urðu á tækjum hans. Í öllum tilfellum þar sem að vélarnar nudduðust saman var það vegna þess að Karl ók á þá.
Segir hina bændurna öfundsjúka
Karl sagði í samtali við DV á sunnudaginn að samkeppnin væri hörð í kartöflubransanum og taldi það líklegast hafa sitt að segja í viðbrögðum bræðranna. Ég er nokkuð stór í kartöfluræktinni og það fer fyrir brjóstið á sumum, sagði hann við blaðamann. Hann taldi því öfund eiga sinn þátt í meintu andófi gegn sér. Markús Ársælsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, er þó á öndverðum meiði og segir enga öfund vera á ferð. Það er enginn öfundsjúkur hér út í Karl. Það skiptir engu hversu stór hann er og þrátt fyrir að hann haldi það þá er enginn hér sem öfundar hann, segir Markús./////þetta er meir en skrítin saga og gefur engan endir þetta hltur að skiarst ef dagbalið kemur með resina/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1046584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.