Dönum skellt/ flottur leikur og við mikið betri,unnum verðskuldað !!!og munaði einu marki að komast áfram!,gerum það næst!!!

Dönum skellt
Íþróttir | mbl.is | 18.6.2011 | 20:36

Jóhann Berg Guðmundsson sækir að marki Dana í leiknum í kvöld. Glæsilegur sigur Íslands á Danmörku, 3:1, í Álaborg í kvöld var aðeins of lítill til að koma Íslandi í undanúrslit Evrópumóts 21-árs landsliða í knattspyrnu. Hjörtur Logi Valgarðsson kom Íslandi í 3:1 í uppbótartíma og liðið fékk tvö tækifæri til að skora fjórða markið sem hefði komið Íslandi áfram.

Sviss vann Hvíta-Rússland, 3:0, og fékk 9 stig í efsta sætinu. Hvíta-Rússland, Ísland og Danmörk fengu 3 stig hvert en Hvít-Rússar fara áfram á bestu innbyrðis markatölu liðanna þriggja. Þeir voru með 3:2, Ísland var með 3:3 og Danir með 3:4. Eitt mark enn hefði komið Íslandi áfram.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Íslands: Haraldur Björnsson - Eggert Gunnþór Jónsson, Jón Guðni Fjóluson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason - Rúrik Gíslason (fyrirliði), Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson.

Varamenn: Óskar Pétursson (m), Arnar Darri Pétursson (m), Skúli Jón Friðgeirsson, Elfar Freyr Helgason, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andrés Már Jóhannesson, Bjarni Þór Viðarsson, Arnór Smárason, Guðmundur Kristjánsson, Almarr Ormarsson, Alfreð Finnbogason, Björn Bergmann Sigurðarson///////leikurinn frábær og skemmtilegur,og við unnum verðskulað en munaði einu marki að við kæmumst áfram,maður var farin á límingunum að horfa þarna á síðustu mínútum en svona fór, og við gerum bara betur næst,en erum samt í skýjunum!!!/Halli gamli


mbl.is Dönum skellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,VIÐ" vorum ekki betri, strákarnir í íslenska landsliðinu voru betri.

Heiðar (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband