Innlent | mbl.is | 19.6.2011 | 17:39
Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011 hlýtur Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Greint var frá þessu á hátíð Jóns Sigurðssonar var haldin í Jónshúsi í Kaupmannhöfn í dag.
Markmiðið með hátíðinni er að heiðra minningu Jóns Sigurðssonar og halda á loft verkum hans og hugsjónum. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar hefur umsjón með hátíðinni með fulltingi forseta Alþingis og forsætisnefndar.
Jóhanna Sigurðardóttir flutti hátíðarræðu við þetta tilefni og Sólveig Pétursdóttir, formaður undirbúningsnefndar afmælis Jóns Sigurðssonar, kynnti margmiðlunarsýningu sem gerð er í tilefni 200 ára afmælisársins
Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, afhenti Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta, en Alþingi veitir verðlaunin í minningu starfa Jóns forseta í þágu Íslands og Íslendinga. Þau hlýtur hverju sinni einstaklingur sem hefur unnið verk er tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Þessi verk geta verið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða mennta- og menningarmála, að því er segir í tilkynningu.
Í forsetatíð sinni efldi Vigdís og styrkti vináttu milli Íslands og Danmerkur
sem ötull talsmaður menningarsamskipta þjóðanna, að því er fram kemur í tilkynningu.
Forusta hennar í stjórn sjóðsins Den Nordatlantiske Brygge tryggði endurbyggingu Bryggjunnar þar sem síðan hefur verið haldið á loft menningu Íslands í Kaupmannahöfn. Fyrir það hlýtur Vigdís Finnbogadóttir Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2011."
Verðlaunin hafa áður hlotið:
2010: Søren Langvad byggingarverkfræðingur.
2009: Erik Skyum-Nielsen bókmenntafræðingur.
2008: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur.
snoppað fólkið sér um sína engin hætta á öðru,og menningarelítan fylgir,engin efast um að margt gott fólk á skilið hrós og jafnvel orður,en þegar við fólkið i landinu Íslandi heyrir dag eftir dag spara þarna og spara þar ,hækkandi vöruverð minnkandi kaupmát,og fátækt og sumir eiga ekki að borða kvað þá´borga skuldir,er ekki komið nóg að svona kostnaðarsömum uppákomum !!!!!Mikið meira en það!!!!/Halli gamli
Vigdís verðlaunuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Athugasemdir
Ertu ekki bara að verða svolítið gamall í alvöru Halli gamli?
Vertu jákvæður, það er léttara, og elskaðu menninguna, hún er lyftistöng samfélagsins á erfiðum tímum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 22:27
Vigdís veit hvar matarholurnar eru og veit hvar hún getur nælt sér í aur,snobb liðið sér um hana.
Vilhjálmur Stefánsson, 19.6.2011 kl. 23:29
Þarna finnst mér mjög svo ómaklega vegið að Vigdísi Finnbogadóttur. Hverslags minnimáttarkennd er þetta eiginlega?
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.6.2011 kl. 00:25
Komið þið sæl; Haraldur - líka sem og, aðrir gestir, þínir !
Bergljót !
Um leið; og ég vil þakka Haraldi fyrir ritlinginn, tek ég undir með Vilhjálmi, alfarið.
Ertu búin að gleyma; svikum Vigdísar Finnbogadóttur, á hendur Íslending um, þegar hún hafnaði kröfum fólks, um Þjóðaratkvæðagreiðslu, um EES samninginn, Veturinn 1992 - 1993, þegar þeir Davíð Oddsson, og Jón Baldvin Hannibalsson þröngvuðu honum upp á Íslendinga, með þeim afleiðingum, sem öllum eru ljósar, í dag; Bergljót ?
Sjálf; getur þú líkast til verið jákvæð - líkt og V. Finnbogadóttir, enda kannski ekki leitandi til hjálparsamtaka, eins og svo margir samlanda okkar, Bergljót Gunnarsdóttir, hvern; einasta mánuð ársins.
Og; ''menning'' er ekki æt, Bergljót, hafi það fram hjá þér farið.
Með; fremur snubbóttum kveðjum - hinum beztu; til Haraldar og Vilhjálms /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 01:31
Menningarneysla er nokkuð algengt hugtak Óskar, og bæði vitum við, að ekki er átt við magamál, enda óheimsk, bæði tvö.
Menning er af þeim toga að ef þú skynjar hversu víðtæk hún er, er auðvelt að neyta hennar til uppliftingar andans, í stað þess að koðna niður í lágkúru á erfiðum tímum, og það er frítt í aurum talið.
Víst varð Vidísi á í messunni þegar hún fyrir hartnær 20 árum missti kjarkinn og brást samlöndum sínum. Það var ljótt mál með ófyrirsjáanlegum afaleiðingum. Ég vona að þér verði aldrei á Óskar, á þann hátt að þú stæðir berskjaldaður, þegar pennaglaðir samlandar þínir tækju að ata þig sama skítnum og þú ert svo duglegur að dreyfa, Aur er ekki ekki ætur frekar en menning.
Er eitthvað rangt og skammarlegt við að vera svo heppinn að lenda réttu megin við sultarlínuna? Þarft þú að standa í mánaðarlegri biðröð eftir hjálp Óskar Helgi Helgason?
Hættu þessu skítkasti, og gefðu þér tíma til að reyna að lesa í það sem fólk er að segja. Því endurtek ég, "Vertu jákvæður það er léttara, og elskaðu menninguna, hún er lyftistöng samfélagsins á erfiðum tímum".
Bein þýðing gæti hljómað svo: Með jákvæðni að förunaut er auðveldara að standa af sér erfiða tíma. Gott hugafar og arfur liðinna kynslóða eru vopnin okkar í dag. Uppgjöf er ekki til umræðu!
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.6.2011 kl. 10:50
Komið þið sæl; sem fyrr !
Bergljót !
Spurningin er ekki um; að koðna niður, á erfiðum tímum - heldur; grípa til vopna, og reka óaldar lýð valdastéttarinnar, af höndum landsmanna.
Eða; er Íslendingum það frekar um megn - en þróttmiklum Berba- og Araba þjóðum Norður- Afríku; og Mið- Austurlanda ?
Annarrs; verður ekki lífvænlegt hér á ný, næstu áratugi - sem aldir.
Meint aurkast mitt; túlkar þú víst sem svo; hvar, ég nenni ekki að fara eins og köttur, í kringum heitan graut, í umræðunni Bergljót. Það eru; nógu margir, í þeirri greininni, samt.
Sultarlína; í einhverju auðugasta landi Norðurhvels, að náttúrugæðum, á einfaldlega ekki, að þekkjast Bergljót. Nei; ekki sæki ég mér bónbjargir, út í frá, ennþá að minnsta kosti.
Réttmæta gagnrýni; mátt þú alveg kalla skítkast, fyrir mér - endilega; haltu áfram að lifa í þinni vernduðu bómullarveröld Bergljót, en viljir þú taka þátt í orðræðu okkar, sem umbyltingu kjósum, er lágmarks krafan til þín, að þú sjáir málin, í víðara samhengi, en þú hefir gert, til þessa.
Að endingu.
Viðurkennum bæði; að allmikla harðneskju þarf til, að reka þorpara stéttina, með Vigdísi Finnbogadóttur í fararbroddi, af höndum okkar, en það myndi marg borga sig - til mjög langs tíma, litið !
Með; áþekkum kveðjum - þeim síðustu /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 11:36
Þar sem við lifum í svo ólíkum viðhorfsheimi Óskar, ætla ég ekki að þræta við þig hér. Þú virðist kjósa heim barbarisma og vopnaskaks, en ég er alfarið á móti slíku. Því sendi ég þér virkilega góðar og hlýjar kveðjur, ekki veitir af. Gleymdu þó ekki að athuga hvort vopnaskak Araba og Berba hefur fært þeim aukin lífsgæði og þeim fátæku mat.
Lokaorð mín eru áþekk þeim síðustu /
Bergljót Gunnarsdóttir
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.6.2011 kl. 12:00
Komið þið sæl; á ný !
Bergljót !
Jú; rétt er það. Heim vopnaskaksins; kýs ég fremur, en Andskotans ládeyðuna.
Til lengri tíma litið; munu Berbar og Arabar ná ágætu jafnvægi, sinna mála, og mun fyrr reyndar; kasti þeir Eingyðis trúnni endanlega, fyrir róða.
Við skulum þá; láta staðar numið að sinni, og báðum er okkur vel ljóst, hversu hugmyndafræðilegt bilið er, okkar, í millum - og verður svo að vera, um hríð.
Með sæmilegum kveðjum; að þessu sinni - óbreyttum, til þeirra Haraldar síðuhafa og Vilhjálms /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 12:17
Þakka innlitið :,en Bergljót Það getur verið að við gamlingjar eigum ekki að láta áliti okkar í ljós vegna aldur!!! en list á öllum eða flestum sviðum dái ég hefi gamann af,en það er ekki þemað mitt þarna bruð' er bruðl og ekki hægt að segja annað en þetta allt þarna var og er það við eigum ekki fyrir þessu,als ekki,!!!!!Helgi þakka þér !!!!!!við erum oft mjög sammála/Kveðjur og góðar óskir
Haraldur Haraldsson, 21.6.2011 kl. 18:07
G'oðan daginn Haraldur.
Daginn sem þú ákveður að þú eigir ekki að gera eitthvað vegna aldurs, og allrasíst að liggja á skoðunum þínum verðurðu gamlingi. Að gera það sem mann langar til heldur manni ungum og frískum í anda, þó líkamsræfillinn geti verið svolítið lasburða á köflum.
Sammála þér um að það er víða bruðlað svo, að svíður undan og um að gera að kvarta undan því, þó ekki vilji ég enda sem byssufóður í styrjöld Óskars Helga við, ja, hvað eigum við að segja - vindmillur?
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.6.2011 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.