Peter Falk látinn /búin að veita manni mikla skemmtun oft. !!!blessuð sé minning hans!!!

Peter Falk látinn
Veröld/Fólk | mbl.is | 24.6.2011 | 18:55

Peter Falk. Bandaríski leikarinn Peter Falk er látinn, 83 ára að aldri. Falk var þekktastur fyrir að leika lögreglumanninn Colombo í fjölda sjónvarpsþátta og sjónvarpsmynda.

Falk lést í gær á heimili sínu í Beverly Hills í gær, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans. Ekki er getið um dánarorsök en vitað var að Falk þjáðist af Alzheimer og fékk Shera, eiginkona hans, heimild dómstóla árið 2009 til að sjá um fjármál hans.

Falk lék í fjölda kvikmynda og var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir myndirnar Murder, Inc. og Pocketful of Miracles í byrjun sjöunda áratugarins. Hann fékk síðan fern Emmy-verðlaun fyrir að leika Colombo.

Falk var eineygður en annað auga hans var fjarlægt þegar hann var þriggja ára eftir að hann fékk krabbamein í augað/////Blessuð sé minning hans!! hann var sko búinn að veita manni mikla skemmtun i myndum sinum sem hann  lék i, og þáttum um lögreglumanninn Colombo ,sá allt sem ég komst yfir með honum blessuðum/Halli gamli


mbl.is Peter Falk látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Halli minn, um þennan frábæra leikara. Hann er búinn að gefa mér mikið gott veganesti og gleði.

 M.b.k.v

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband