Ferðamenn fari með varúð um svæðið/hlaupið tók brúna yfir Múlahvísl !!!!

Ferðamenn fari með varúð um svæðið
Innlent | mbl.is | 9.7.2011 | 13:03

Ferðamenn eru beðnir um að fara með varúð í nágrenni Mýrdalsjökuls. Íris Marelsdóttir, upplýsingafulltrúi í Samhæfingarmiðstöð, segir að þau skilaboð sem send eru til ferðamanna í nágrenni við Mýrdalsjökul séu að halda áfram ferðinni en að fara með varúð og fylgjast með fréttum.

Fundur var í Samhæfingarmiðstöð fyrir hádegi með aðilum í ferðaþjónustu. Hún segir að lokun hringvegarins hafi mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Eins og staðan sé núna hafi ekki verið talin ástæða til að beina því til ferðamanna að yfirgefa svæðið. Það sé hins vegar mikilvægt að fara með varúð og reyna að fylgjast með fréttum af hlaupinu.

Fundur verður í Samhæfingarmiðstöð með Vegagerðinni síðdegis. Íris segir það áfall að brúin skyldi fara og menn séu að reyna átta sig á hvernig brugðist verði við þessari stöðu.

Vegagerðin telur að lokun hringvegar gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur en eins og staðan er metin í dag er það sá tími sem tekur að gera við brúna yfir Múlakvísl.

Brúin yfir Múlakvísl er farin vegna hlaups en hún var 128 metrar að lengd, byggð 1990. Hægt er að aka um nýopnaðar fjallabaksleiðir en þær eru eingöngu færar jeppum og stærri bílum. Fólksbílar og stórar vagnlestir ættu að varast að aka leiðarnar.

„Við erum að skoða hvaða aðferðir eru til að koma umferð á. Það er ljóst að byggja þarf bráðabirgðabrú en það getur tekið tvær til þrjár vikur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Að sögn Hreins verður farið frekar yfir stöðu mála í dag og fylgst með hvernig aðstæður þróast. Ekki verður ráðist í aðgerðir á meðan á óvissuástandi stendur./////////Það er komið i ljós að þessar jarðhræringar eru undanboði þessa hlaups og vel það.,en sumir halda köttlugosi en það er ekki orðið,og kannski ekkert i bígerð???,en skoðast bara!!! en þetta er allt bagalegt en samt engi slys og það gott,brúin farin og ekki fært nema fjalabakleiðir á stórum bilum og Jeppum,við fyrstu skoðun ekkert annað að ger að gera nýja brú ,það tekur mynnst 3 vikur að sögn,það er búið að rima svæðið en skoða farmhaldið,þetta er ekki gott en svo er Island i dag.þvi miður verðum að sætta okkur við þetta,annað ekki i stöðunni/Halli gamli


mbl.is Ferðamenn fari með varúð um svæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband