Vilja minnisvarða um síðutogara/ Mjög svo gott framtak Sjómanna og hetjum hafsins og þarft !!!!!

Vilja minnisvarða um síðutogara
Innlent | mbl.is | 17.7.2011 | 17:03

Á hátíð síðutogarasjómanna sem haldin var á Akureyri um... Hátíð síðutogarasjómanna var haldin á Akureyri um helgina og tókst vel. Þar var tekin ákvörðun um að setja upp minnisvarða um síðutogarana.

„Ég á engin orð til að lýsa þessu,“ segir Sæmundur Pálsson, skipuleggjandi, um hátíðina. „Það er yndislegt að taka þátt í svona jákvæðu starfi og koma að þessu. Fólk var glatt og ánægt,“ segir Sæmundur.

Hann sagði hátíðina hafa heppnast vel og taldi að um 180 til 190 manns hefðu mætt, síðutogarakarlar, aðstandendur og aðrir sem áhuga höfðu.

„Við buðum forseta bæjarstjórnar, Geir Kristni Aðalsteinssyni, á hátíðina en við ákváðum að leggja það fram að reisa minnisvarða um gömlu síðutogarana. Það voru góðar undirtektir í salnum og Geir Kristinn fékk plagg um þetta í hendurnar,“ segir Sæmundur og segir að síðutogarasjómenn munu leggja áherslu á að af framkvæmdinni verði, meðal annars með fjársöfnun.

Á dagskrá hátíðarinnar í ár var meðal annars messa og veisla, þar sem Raggi Bjarna og Valgeir Guðjónsson héldu uppi fjörinu. Þá var haldið til Húsavíkur á strandmenningarhátíðina Sail Húsavík þar sem verkalýðsfélagið Framsýn bauð öllum í kaffi og köku.///// þetta er og vonandi verður árlegur viðburður,gekk vel í fyrra og einnig núna,þessar hetjur okkar sem næsta heltu í okkur lífinu með sýnum dugnaði til sjós við erfiðar aðstæður,Ég sjáfur fór nokkra túra og hafði gaman af og eignaðist pening ,jú það vara einnig málið og sigldi á Bretland!! en við mína vinnu í Slippfélaginu í Rvík h/f stofnað 1902!! og síðar Málningarverksmiðju Slippfélagsins kynntist maður flestum þessum köllum,og það sumt haldist,en til hamingju með þetta Sjómenn!!!!!


mbl.is Vilja minnisvarða um síðutogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband