Aukin útgjöld Íslendinga til hernaðarmála á sama tíma og er niður til velferðarmála/er þetta ásættanlegt??

Hernaðaraðstoð Íslendinga jókst um 124 milljónir milli áranna 2009 og 2010 en um er að ræða 20% hækkun. Á sama tíma er skorið niður til ýmissa velferðarflokka, svo sem fjölskyldumála, blindrabókasafns og hjúkrunarheimila aldraðra.

Í ríkisreikningi fyrir árið 2010 sem kom nýverið út kemur fram að útgjöld til hernaðaraðstoðar Íslendinga nam 736 milljónum króna í fyrra en árið þar áður voru gjöldin um 612 milljónir.

Útgjöld aukast til ýmissa málaflokka á meðan skorið er niður annars staðar. Sem dæmi þá jókst kostnaður við húsnæði og búnað sýslumanna um 32 milljónir en heildarkostnaður var 88 milljónir í fyrra á sama tíma og áætlun gerði ráð fyrir 35 milljónum. Var því farið fram úr áætlun sem nemur 53 milljónum króna.

Útgjöld til landbúnaðar stóðu nokkurn vegin í stað en alls eyddi ríkið 14,6 milljörðum króna í landbúnaðarstarfsemi og niðurgreiðslur.

Þar af fóru 5,6 milljarðar til niðurgreiðslu mjólkurframleiðslu, 4,2 milljarðar til niðurgreiðslu sauðfjárbúskapar, hálfur milljarður til niðurgreiðslu grænmetisframleiðslu og í fóðursjóð fóru 1,5 milljarðar af opinberu fé.

Skorið var niður til íþrótta og tómstundarmála um 80 milljónir en í fyrra greiddi ríkið 630 milljónir með íþróttamálum en 710 árið þar áður.

Skorið var niður til menntamála um tvo milljarða og heilbrigðismála um fjóra milljarða en mikill niðurskurður var einnig á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða auk þess sem skorið var niður til blindrabókasafns um þrjár milljónir. Sjö hundruð milljónir voru skornar niður til fjölskyldu- og barnamála.

Óreglulegur kostnaður jókst mjög milli ára en hann fór úr 36 milljörðum í 56 en munaði þar mestu um innspýtingu ríkisins í fallin fjármálafyrirtæki./////þetta segir Pressan, okkur og erum við sátt við svona,nei .að erum við ekki,skorið niður á mörgum sviðum mest i heilsugæslu og mörgu öðru ,við einfaldlega sættum okkur ekki við Þetta/Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband