Yfir 15 þúsund undirskriftir/skrifum öll undir þetta svo fólk missi ekki sitt!!!!

Yfir 15 þúsund undirskriftir
Innlent | mbl.is | 3.8.2011 | 8:50

Hagsmunasamtök heimilannaHagsmunasamtök heimilanna standa nú fyrir undirskriftasöfnun fyrir afnámi verðtryggingar og leiðréttingu lána, á síðunni heimilin.is. Síðan undirskriftasöfnunin hófst þann 7. júlí sl. hafa rúmlega 15.000 undirskriftir safnast

Farið er fram á að stökkbreytt lán heimilanna verði leiðrétt m.v. stöðu þeirra fyrir hrun og afnám verðtryggingar. Krafan sé ekki aðeins spurning um réttlæti og sanngirni heldur einnig nauðsynleg forsenda þess að fjármálakerfið byggist á heilbrigðum grunni. Gangi það ekki eftir hjá stjórnvöldum fyrir næstu áramót, er þess krafist að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.



Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina.

Verðtryggð lán: Verðbótaþáttur frá og með 1. janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4% á ári. Sjá nánar hér um hvernig

Gengistryggð lán: Betri réttur neytenda gildi. Sama reikniaðferð og við verðtryggð lán eða niðurstaða dómstóla standi eftir því hvort kemur betur út fyrir lántaka. Tekinn verði af allur vafi um að afturvirkar íþyngjandi innheimtur sem stríða gegn rétti neytenda séu BANNAÐAR með öllu. Sjá nánar hér um hvernig

Nafn
Kennitala
Vinsamlega skráið kennitölu án striks eða orðabils.

Netfang
Birta undirskrift
Ef hakað er við þennan valkost samþykkir þú að nafnið þitt sé á undirskriftarlista söfnunarinnar. Að því búnu þarftu að staðfesta beiðnina með þvi að smella á tengil í tölvupósti sem sendur verður á netfangið sem skráð er hér að ofan. Netföng verða í engum tilfellum afhent óviðkomandi.

Einungis er hægt að skrá hverja kennitölu einu sinni. IP tala er skráð ef rekja þarf misnotkun. Öll misnotkun sem varðar við lög verður kærð til lögreglu.

Aðstandandi söfnunarinnar eru Hagsmunasamtök heimilanna

15899 undirskriftir




Athugasemdir má senda á undirskriftir@heimilin.is

Framlög til HH af frjálsum vilja
110-26-5202, kt. 520209-2120  ////Maður mælir alveg hikstalausn með þessu þetta er það sem getur bjarga mörgum,sem eru að missa sitt allt vegna vertryggðara lána og verbólgan er að fara upp og þetta tekur allt mikið í og leggst við stofninn og alltaf hækkar lánið td.20 milljónir til  40 ára byrja ekki að borga sig niður fyrr en eftir 23 ár,það þíðir ekki að segja þið áttuð ekki að gera þetta ,þetta vara almennt og menn gerðu þetta í hrönnum og svo er hrunið og allt hækkar og engin ræður við neitt,þessi lán  á að leiðrétta og hafa áverðtrygið með raunvöxtum,en hvernig sem það er gert er þetta það eina sem getur bjargað þorra mans og við viljum að fólk skrifi undir og það verði þjóðaratkvæði um þetta ef ekkert er gert áður/Halli gamli


mbl.is Yfir 15 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er núna komið yfir 16.000.

Þrátt fyrir tilraunir andstæðinga til að gera lítið úr framtakinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.8.2011 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband