Fjöldi fasteigna sleginn á uppboði/ þetta er grafalvarlegt mál og mun halda áfram,vegna þess að ekkert er gert,sem kemur til góða!!!

Fjöldi fasteigna sleginn á uppboði
Innlent | Morgunblaðið | 13.8.2011 | 10:40

Mörg nauðungarsölumál eru til meðferðar hjá sýslumanninum í... Það sem af er ári hafa 175 fasteignir verið seldar á lokasölu á nauðungaruppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík. Embættið hefur nú til meðferðar 1.821 uppboðsmál vegna fasteigna. Þar af eru 580 mál vegna greiðsluaðlögunar.

Sigríður Eysteinsdóttir, deildarstjóri fullnustudeildar hjá sýslumanninum í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um fjölda fasteigna sem seldar verði á lokauppboði á næstu mánuðum þar sem meirihluti uppboðsbeiðna sé afturkallaður.

Hún segir um 690 mál bíða fyrstu fyrirtöku en uppboð séu að hefjast á 539 málum. Framhaldssala hafi þó aðeins verið áveðin í 22 málum. Samkvæmt sýslumanninum í Reykjavík eru ekki til sambærilegar tölur um stöðuna eins og hún var á sama tíma fyrir ári.

Nauðungasala er oftast sala eða ráðstöfun á eign til innlausnar á verðmæti hennar til greiðslu á skuldum sem á henni hvíla. Erfitt er að segja til um hve stór hluti seldra fasteigna á nauðungaruppboðum eru heimili. Uppboðskerfi sýslumanna gefur ekki kost á sundurliðun eigna þ.e. hvort um sé að ræða fasteignir í eigu einstaklinga eða lögaðila þ.e. fyrirtækja. Þá taka tölurnar bæði til íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman nauðungarsölur um allt land fyrir árið 2010. Samkvæmt því voru flest nauðungarsölumál á heimilum eða alls 2.754. Þar af voru 412 heimili seld á uppboði. Algengast er að veðhafar verði hæstbjóðendur á nauðungaruppboði. Þeir eru oftast bankar eða Íbúðalánasjóður. Þá hafa lífeyrissjóðir sömuleiðis keypt talsvert af eignum. Íbúðalánasjóður er langstærsti kaupandi eigna á nauðungarsölum en í fyrra var sjóðurinn hæstbjóðandi á 1.733 nauðungaruppboðum.

Ekki er eins algengt að aðrir lögaðilar eða einstaklingar séu hæstbjóðendur. Íslandsbanki hefur keypt 53 íbúðir á nauðungarsölu það sem af er ári. Íbúðirnar eru oftast settar beint í sölu, en gerðarþola, þ.e. þeim sem átti eignina, gefst oft kostur á að leigja íbúðina í eitt ár frá uppboði. Arion banki hefur aðeins keypt 4 íbúðir á nauðungaruppboði á árinu. Þær eru settar í söluferli um leið og fyrrum eigandi er fluttur út.

Aðdragandi nauðungarsölu er sá að sá sem fer fram á nauðungarsölu vegna vanskila sendir sýslumanni beiðni um nauðungarsölu á tiltekinni eign. Algengustu uppboðsheimildir eru fjárnám og skuldabréf sem uppfylla ákveðin skilyrði. Gerðarþola gefst kostur á að koma fram mótmælum gegn beiðninni við fyrirtöku hjá sýslumanni

Nauðungarsölur

175

fasteignir hafa verið seldar á nauðungaruppboði í Reykjavík á árinu

1.821

uppboðsmál vegna fasteigna er nú til meðferðar

580

mál eru vegna greiðsluaðlögunar   /Eftir þessa lesningu er maður hissa efir allan þennan tíma skuli ekki vera búið að redda þessu sem hægt er,þetta er það sem fólkið teysti á að gert yrði að semja uppá nýtt og bankarnir tækju bara fallið á sig eða hækkunina sem varð við kreppuna,það er svo að þetta er forkastanlegt og ekki okkur sæmandi að hafa fólk í að kaupa það sem ekki var  hægt að standa við,þetta blessað fólk er sumt á vergangi og hefur hvergi inni,manngæska er ekki til nema í niðurfellingu á stórskuldurum og útrás,við þetta verður ekki búið lengur og verðbólgan komin af stað og þá hækkar  stuðullinn af lánunum og fleiri fara að missa sitt,Bankarnir sina enga miskunn ,ekki heldur þessi ríkisstjórn við erum þarna mát,er ekki komin tími á annað stjórnarfar!!!!Halli Gamli


mbl.is Fjöldi fasteigna sleginn á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband