Segir vaxtahækkun skaðlega/ þetta er bara dauðadómur á hagkefið !!!!!

Segir vaxtahækkun skaðlega
Innlent | mbl.is | 17.8.2011 | 11:59

Vilhjálmur segir að lokum að Samtök atvinnulífsins mótmæli... Seðlabanki Íslands hækkaði vexti nú í morgun um 0.25%, aðspurður út í hækkun bankans segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdarstjóri, Samtaka atvinnulífsins að vaxtahækkun Seðlabanka Íslands í dag ganga þvert gegn viðleitni til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu.

„Vaxtahækkunin er því alröng skilaboð til fyrirtækja og heimila og gera þeim erfiðara fyrir með að ná niður atvinnuleysi og bæta lífskjör almennings.“

Vilhjálmur segir að Seðlabanki Íslands hafi hækkað vexti þrátt fyrir að atvinnuleysið hafi verið 6,6% í júlí og að bankinn hafi spáð að atvinnuleysið yrði 7,1% á þessu ári.

Samkvæmt spá bankans verður atvinnulífið áfram í hægagangi og þrátt fyrir meiri bjartsýni um hagvöxt á þessu ári eða 2,8% aukningu landsframleiðslu í stað 2,3% í aprílspá hefur útlitið fyrir árið 2012 versnað mjög að mati bankans.  Hann spáir nú aðeins 1,6% aukningu landsframleiðslu á næsta ári meðan aprílspáin gerði ráð fyrir 2,9% hagvexti  á árinu 2012. 

„þegar horft er fram á svo slakar horfur á árinu 2012, er því í senn ótrúleg og óhugguleg  aðgerð að hækka vexti nú,“segir Vilhjálmur, og bætir við að vaxtahækkunin stuðli að því að kreppuástandið sem nú ríkir í íslensku atvinnulífi viðhaldist. 

Ennfremur segir hann rökstuðning seðlabankans um nauðsyn vaxtahækkunar á grundvelli aukinnar verðbólgu sé afar hæpinn þar sem verðlagshækkanir á fyrri hluta þessa árs eiga sér að stærstum hluta skýringu í þróun verðlags á erlendum mörkuðum og slöku gengi íslensku krónunnar. 

„Vaxtahækkun í því skyni að draga úr eftirspurn og vinna á þann hátt gegn verðbólgu er því beinlínis skaðleg nú þegar brýnasta verkefnið í efnahags- og atvinnumálum er að auka fjárfestingar í atvinnulífinu og innviðum samfélagsins,“ segir Vilhjálmur.

  Hann bendir á að fjárfestingar á Íslandi séu hættulega litlar og ná engan veginn að uppfylla eðlilega endurnýjunarþörf atvinnulífsins og skapa sóknarfæri til framtíðar. „seðlabankinn spáir engum raunverulegum breytingum þar á og langt í að fjárfestingarmarkmið kjarasamninganna í maí náist.“ 

Vilhjálmur segir að lokum að Samtök atvinnulífsins mótmæli harðlega þeirri vaxtahækkun seðlabankans nú í dag og hvetja bankann til þess að draga hana til baka strax við næstu vaxtaákvörðun.
///Ekki er maður alltaf sammála Vilhjálmi flokksbróðir og Framk.st. Samt.Atvinulífsins,en nú er maður það og vel,þetta er eins og hann segir algjört kjaftshögg, á okkur öll einnig okkur gamlingjana  og þá sem mynna mega sin fyrirtækin og framkvæmdir og allan pakkann,nema bankarnir sem eru með axlarbönd og belti við öllu sem viðkemur vexti!!!!Við mótmælum öll þessum gjörning í ræðu og riti og vonandi bara allstaðar,það er nóg komið af þessum ábætandi vöxtum og mikið meira en það*/Halli Gamli


mbl.is Segir vaxtahækkun skaðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1046587

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband