11 læknar til heilsugæslunnar/þetta gott mál :en ekki á kostnað niðurskurðar á Spítölum!!!

11 læknar til heilsugæslunnar
Innlent | mbl.is | 17.8.2011 | 11:17

Stöðurnar eru skipulagðar í samvinnu við Landspítalann Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið ellefu lækna í sérnám í heimilislækningum. Fyrir eru 12 læknar í sérnámi í heimilislækningum á vegum Velferðarráðuneytisins.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið ellefu lækna í sérnám í heimilislækningum. Auglýst var eftir læknum í slíkt nám í sumar og þegar liggja fyrir 12 umsóknir og fleiri hafa sýnt náminu áhuga. Því gæti hópurinn stækkað enn frekar áður en formlegt nám hefst í lok ágústmánaðar.

Fyrir eru 12 læknar í sérnámi í heimilislækningum á vegum Velferðarráðuneytisins en þær stöður sem nú bætast við eru kostaðar af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Til að mæta þeim kostnaði hefur lausum stöðum sérfræðinga innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verið breytt í sérnámsstöður í heimilislækningum, segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Sérnámsstöðurnar eru til þriggja ára en námið er skipulagt í samvinnu við Landspítala háskólasjúkrahús. Að þeim tíma loknum taka læknarnir þau tvö ár sem þá vantar til að ljúka fimm ára sérnámi í heimilislækningum ýmist hér heima eða erlendis. ///Þetta mjög gott mal og þarft ,það er vandamál orðið á heilsugæsum mikið og margir læknar að komast a´aldur,og við þessu varð að bregðast,en það á ekki að koma niður á Landsspítala og örum sjúkrahúsum,als ekki ,þar er búið að para og spara og sagt sparið meira!!!,það er engin að segja að þetta sé ekki erfitt að við skulum ekki vera löngu búnir að taka þetta í gegn,með forvörnum!! staðan er bara svona að fólk veikist og á það bara að deyja drottni sinum ,en ekki fá inni á sjúkrastofnunum??svo er alltaf verið að tala um % i þessum geira það er bara svona að við eigum auðvitað að taka forvarnir einnig i gegn og það vel,engin mælir´því á móti,en það er spurning hvað vill fólkið!!! en ekki bara velferðarráherra!!!Halli Gamli


mbl.is 11 læknar til heilsugæslunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 1046586

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband