18.8.2011 | 11:49
„Fyrstir til að vinna KR“/auðvitað eiga menn að vera kokhraustir og meira en það!!!
Íþróttir | Morgunblaðið | 18.8.2011 | 11:30
Við erum svona nokkurn veginn búnir að jafna okkur og gerum það alveg eftir sigurinn á KR, sagði Þórsarinn Sveinn Elías Jónsson við Morgunblaðið í gær en Þórsarar taka á móti KR-ingum í lokaleik 15. umferðar Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Sem kunnugt er tapaði Þór fyrir KR í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli um síðustu helgi í hreint ótrúlegum leik en norðanmenn voru betri aðilinn lengst af leik en á hreint óskiljanlegan hátt tókst þeim ekki að koma tuðrunni í netið. Fimm sinnum skutu þeir boltanum í þverslá KR-marksins.
Okkur þyrstir í að ná fram hefndum. Við vorum rændir sigrinum í bikarleiknum. Það eru flestir sammála því að við vorum miklu betra liðið og þó svo að við höfum tapað þá vorum við ánægðir með spilamennskuna. Umfjöllunin í sumar um okkar lið hefur oftar en ekki verið á þá leið að við séum ruddar og spilum gróft en ég held að við höfum náð að sýna fram á við getum svo sannarlega spilað góðan fótbolta, sagði Sveinn Elías, sem hefur leikið afar vel með Þórsliðinu í sumar.
Það hefur reynst erfitt fyrir önnur lið að taka stig af okkur á Þórsvellinum og við ætlum ekkert að breyta því. Það er klárt í huga okkar að við ætlum okkur að verða fyrstir til að vinna KR-inga í sumar, sagði Sveinn, sem vonar að KR-ingar hampi Íslandsmeistaratitlinum í haust því það myndi tryggja Þórsurum sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.
KR-ingar mega verða meistarar en þeir fá ekki stig á móti okkur.
Spurður hvort hann og samherjar hans hafi ekki verið á skotæfingum í vikunni í ljósi allra skotanna sem fóru í álverkið á Laugardalsvellinum sagði Sveinn Elías; Það er sekt fyrir að skjóta boltanum í slána á æfingunum og þannig verður það áfram. Ég held svei mér þá að mörkin fyrir sunnan hafi verið eitthvað minni en hér fyrir norðan, sagði Sveinn.
Takist Þór að innbyrða sigur á meistaraefnunum í KR í kvöld fara norðanmenn upp fyrir Fylki í sjötta sæti deildarinnar en fari KR með sigur af hólmi ná þeir fjögurra stiga forskoti á toppnum. Nú horfum við upp töfluna en ekki niður. Við getum komið okkur vel fyrir um miðja deild með sigri og það ætlum við okkur, sagði Sveinn Elías.///Auðvitað eiga menn að vera kokhraustir og meira en það og bara vinna leikin !! en Sveinn á ekki langt að sækja það Afi hans Sveinn Elías Jónsson trésmiðameistari bóndi og framkvæmdamaður,var ekki að tala yfirleitt neitt tæpitungumál ,gaf út Bók ágæta, um það fyrir nokkrum árum,en þetta var útidúr en ég er sammála Sveini yngri að Þór átti að vinna bikarleikin og nú kemur að hefndum og þeir vonandi vinna hið sterka lið K.R,/Halli gamli
„Fyrstir til að vinna KR“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.