3.9.2011 | 17:11
Afskrifuðu þúsundir milljarða/af fyrtækjum!!! ekki af húsnæði og heimilum,nema littlum hluta!!!
Innlent | mbl.is | 3.9.2011 | 16:35
Skuldir íslenskra fyrirtækja náðu áður óþekktum hæðum árið 2008 og fóru þá í 25.015 milljarða króna. Verulega gekk á skuldirnar við bankahrunið og voru þær komnar niður í 20.163 milljarða króna í árslok 2009. Afskriftir fjármálastofnana á skuldum fyrirtækja á árinu 2009 eru því 33,7 sinnum hærri en afskrftir til heimila frá hruni.
Tölurnar um skuldalækkunina eru fengnar úr Tíund, tímariti ríkisskattstjóra, og er samanburðurinn grundvallaður á þeim.
Segir í tímaritinu að félög hafi verið gjaldþrota og skuldir afskrifaðar. Niðurstaðan hafi verið lækkun skulda um 4.852 milljarða króna á árinu 2009.
Upphæðin vekur athygli, ekki síst í ljósi þess að fyrir helgi sendu Samtök fjármálafyrirtækja frá sér tilkynningu þar sem sagði að hátt í 144 milljarðar af skuldum heimila, húsnæðisskuldir og bílalán, hefðu verið afskrifaðir í bankakerfinu frá hruni.
Þýðir það að skuldalækkun fyrirtækja á árinu 2009 var 33,7 sinnum hærri í krónum talið og er þá horft framhjá því að 4.852 milljarðar á gengi gamlársdags 2009 eru nú vel á sjötta þúsund milljarðar króna vegna verðbólguþróunar.//svona er þetta í pottinn búið núna þegar Hagur heimilanna er svo að 40-50% þeira mun missa sitt ,vegna skulda sem hækkuðu svo við hrunið að engin getur borgað,sem tók verðtryggð lán sem hækka og hækka dag fra´degi i 23 ár af 40 ef segja má svo,svo erum við sem stiðjum þetta H.H. höfð að atlagi þegar upp kemst að við höfum verið rænd frá byrjun og svo engin laust á þessari 30-40 hækkun við hrunið/hvað er til ráða,að bankarnir eignist þetta allt með svikum er ekki hægt þetta verður að stoppa/Halli gamli
Afskrifuðu þúsundir milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afskrifað eftir að bankarnir tóku allar eignir fyrirtækjanna. Eignir dugðu ekki fyrir skuldum og nú eiga bankarnir þessi fyrirtæki og hafa þurft að afskrifa það sem ekki fæst greitt og engar eignir eru fyrir.
Þú ert að segja að bankarnir hefðu átt að ganga að heimilunum og taka allar eignir svo hægt væri að afskrifa eftirstöðvarnar sem engar eignir eru fyrir eins og gert var við fyrirtækin.
Bankarnir vilja að skuldarar greiði það sem þeir skulda. Geti skuldari það ekki þá tekur bankinn allar eignir og afskrifar rest. Bankarnir hafa ekki gengið fram af sömu hörku við heimilin og þeir hafa gert við fyrirtækin.
Jafngreiðslu vísitölubundin lán virka þannig að þú ferð ekki að borga fullar afborganir fyrr en eftir tuttugu og eitthvað ár. Fram að þeim tíma ert þú að fá hluta afborgananna lánaðar áfram. Ekkert lán lækkar mikið meðan lítið annað en vextirnir eru borgaðir. Síðan kemur vísitalan í okkar verðbólgu og þá getur krónutalan ekki gert annað en hækkað. Það má einnig hafa í huga að á síðustu 30 árum hefur húsnæði hækkað nærri 40 falt. Þannig að það er ekki óeðlilegt að lánin hækki einnig. Hús sem kostaði eina og hálfa milljón árið 1981 kostar í dag um sextíu milljónir. Full afborgun án vaxta uppá fimm þúsund 1981 ætti því ekki að vera langt frá tvö hundruð þúsund í dag, miðað við að húsnæðisverð hafi haldið nokkurn vegin í við aðrar verðlagshækkanir.
Það er stórfurðulegt hve fólk hefur litla þekkingu á vísitölu og hinum ýmsu lánaformum. Miðað við umræðuna mætti halda að Íslendingar hefðu aldrei tekið öðruvísi lán en skammtíma vísa rað fyrir flatskjám, að hér hafi aldrei verið verðbólga og húsnæði kosti það sama og fyrir 20, 30, 40 árum.
sigkja (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 19:43
Ástæðan fyrir því að fólk hefur ekki þekkingu á þessu er að það er ekki kenndur stafkrókur um hluti eins og verðbólgu og orsakir hennar í skólakerfinu, hvað þá að stærðfræðikennsla sé nógu góð til að útskrifa fólk með fjármálafrðilega þekkingu til að átta sig á því hvernig reikna má út greiðslubyrði afleiðusamninga fram í tímann o.s.frv. Nema þá e.t.v. þeir sem fara í framhaldsnám í raungreinum. Og ef einhver veltir því fyrir sér hvers vegna ég nefni ekki hagfræði hvað þá viðskiptafræði, þá er um að gera að velta því einmitt fyrir sér!
En hátt flækjustig er einmitt ástæða þess að vísitölubundnir afleiðusamningar (sem á Íslandi eru kallaðir húsnæðislán) eru bannaðir í viðskiptum við almenning á evrópska efnahagssvæðinu skv. svokallaðri MiFiD tilskipun.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.9.2011 kl. 22:22
Ekki veit ég í hvaða tímum þú svafst svona vært Guðmundur. Allar þær aðferðir sem þarf að kunna til að reikna lánin eru kenndar í grunnskóla. Rétt eins og það var ekkert sérstakt "hvernig á að leggja saman tölur í ávísanahefti" fag, allir geta lagt saman, en hér áður fyrr töldu margir sig getað skrifað ávísanir meðan blöð voru í heftinu. Og gátu ómögulega skilið að það gengi ekki, eða vildu ekki skilja. Sama er að gerast núna, fólk virðist ekki muna hvert verðlagið var þegar lánin voru tekin. Og tekur ekki eftir því að það er ekki að borga mikið meira en vextina. Man bara að það tók milljón fyrir tuttugu árum og upphæð eftirstöðva er margfalt hærri krónutala í dag. Það tengir 40 földun á verði eignarinnar sem það keypti ekki við þróun eftirstöðva lánsins. Fólk kann að reikna en er of latt til þess og nennir ekki að hugsa um samhengi hlutanna. Eða sá mikli fjöldi sem hefur búið hér á landi í yfir 30 ár og þekkir verðbólgu og vísitölur eins og stafrófið og nöfn barna sinna en þykist allt í einu ekkert skilja. Það er líka svo voða þægilegt að kenna einhverjum öðrum um þegar maður hefur komið sér í vandræði. Ofan á það bætist mikið af óheiðarlegu fólki sem notfærir sér þetta í von um fjárhagslegan ávinning og jafnvel pólitískan frama með rangfærslum, lýðskrumi, hreinu bulli og þvælu til að skapa hið mesta flækjustig og ólgu í þjóðfélaginu.
sigkja (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 01:50
sigkja. Ég var glaðvakandi í grunnskólanum og dúxaði samræmduprófin. Hvergi fjallað um pteninga- eða efnahagsmál sem sérstakt viðfangsefni. Það voru nokkur reikningsdæmi í stærðfræði þar sem var kennt að gefa rétt til baka með skiptimynt, og í prósentureikningi voru örfá dæmi um vaxtaútreikning sem voru svo einfölduð að þau eiga ekkert skylt við afleiðusamninga íslenskra húsnæðislána. Hugtakið "vísitala neysluverðs" fullyrði ég að kom hvergi fyrir í öllu námsefninu, svo dæmi sé tekið. Ég lærði hinsvegar sitthvað um frumuskiptingu, og einnig helgisiði helstu trúarbragða heims. Ekki að það geti svosem ekki verið gagnlegt, en ef það er á kostnað undirbúnings fyrir að koma þaki yfir höfuðið á sér þá er eitthvað bogið við forgangsröðunina.
Ég er sjálfur háskólagenginn í raunvísindum og kann ágætlega að reikna, og hef auk þess gert mjög mikið af því að stúdera efnahags- og peningamál upp á eigin spýtur. Það er hinsvegar ekki við því að búast af meginþorra fólks sem ekki er langskólagengið að vera vel að sér um hluti sem það hefur aldrei lært og jafnvel ekki átt þess kost að læra.
Og varðandi ykkur sem hafið "lifað hér í yfir 30 ár við verðbólgu og vísitölur" þá vil ég benda á að það voru valdamiklir menn af ykkar kynslóð sem skópu grundvöllinn fyrir hrunið. Ekki virðist þessi gríðarlegi reynslubanki hafa hjálpað þeim að ná farsælli útkomu fyrir okkur hin. Þeir sem fóru verst út úr hruninu voru auk þess ungt fólk sem var að koma úr námi á fyrsta áratug þessarar aldar og var að koma þaki yfir eigin höfuð í fyrsta sinn á ævinni. Hvar voruð þið svo niðurkomin þegar þið hefðuð átt að vera út um allt að kenna okkur unglingunum að varast þá reynslu sem þið segist vera svo hokin af?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.9.2011 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.