Kreppan gæti varað út áratuginn/ef ekki verður skipt um ríkisstjórn strax er það nokkur víst!!!!

Kreppan gæti varað út áratuginn
Innlent | mbl.is | 8.9.2011 | 16:36
Vilhjálmur Egilsson. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir á vef samtakanna að stórhætta sé á að núverandi kreppuástand vari út þennan áratug.

Viljálmur segir, að ríkisstjórnin sýni hvorki forystu né vilja til að skapa samstöðu og koma landinu út úr kreppunni. Hún láti tækifærin til að koma atvinnulífinu á alvöru skrið og vera komin upp úr kreppunni árið 2015 renna sér úr greipum. 

„Að sjálfsögðu gagnrýna forystumenn ríkisstjórnarinnar alla þá sem þeim virðast ekki sjá ljósið en skilja ekki að þeim, sem vanist hafa myrkrinu, verður minnsta skíma að skínandi leiftri," segir Vilhjálmur.

Segir Vilhjálmur að Samtök atvinnulífsins hafi verið óþreytandi að benda á nauðsyn þess að auka fjárfestingar í atvinnulífinu og efla atvinnu og hagvöxt í bráð og lengd. Horfur séu á að hagvöxtur þessa árs verði hægur og spár fyrir árið 2012 bendi til þess að væntingar aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninganna um 4%-5% hagvöxt verði óraunhæfari með hverri vikunni sem líður. Ef hagvöxtur af þeirri stærðargráðu ætti að nást á næsta ári þyrfti kröftug uppsveifla að hefjast nú á haustmánuðunum sem héldist á nýju ári. „Það gerist ekki," skrifar Vilhjálmur.

Hann bætir við að loforðakvóti ríkisstjórnarinnar sé búinn en hún hafi enn svigrúm til að skapa skilyrði fyrir nauðsynlegar fjárfestingar, aukna atvinnu og bætt lífskjör.//maður er nú ekki alltaf sammála Vilhjálmi en þarna er það ekki spurning!! en við sem horfum a´Alþingi í beinni sjáum það ,að ekkert er gert nema þvæla þetta fram og aftur en ekkert gengur með neitt öllu haldið i skefjun og stoppað,í morgun vantaði bæði Steingrím og Össur báðir erlendis,og S.J.S liggur undir ámæli sem er mjög alverlagt einnig Össur en það er svona sem þessi ríkisstjórn hagar sér hægir a´öllu og gerir ekkert til að bjarga málum ,og koma af stað framkvæmdum ,og hagtölum, og svo allir að missa sitt vegna skulda og H.H. um borð borin,hversu lengi er hægt að brýna deigt járn að það býti/Halli gamli


mbl.is Kreppan gæti varað út áratuginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband