12.9.2011 | 17:09
Mikill halli á rekstri hins opinbera/hvað segir þetta okkur,við verðum að framkvæma !!!!
Viðskipti | mbl.is | 12.9.2011 | 9:01
Tekjuhalli hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, var 155 milljarðar króna á síðasta ári eða rúmlega 10% af landsframleiðslu, sem er svipaður halli og árið 2009. Peningalegar eignir hins opinbera námu 1181 milljarði króna í árslok 2010 og heildarskuldir 1921 milljarði króna eða 125% af landsframleiðslu.
Hagstofan segir, að þessi óhagstæða niðurstaða skýrist fyrst og fremst af miklum samdrætti í tekjum hins opinbera vegna 11% samdráttar í landsframleiðslu árin 2009-2010.
Heildartekjur hins opinbera námu 637 milljörðum króna árið 2010 og jukust um 23 milljarða króna milli ára eða 3,7%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 41,5% árið 2010 samanborið við 41,0% árið 2009, 44,1% árið 2008 og 47,9% árið 2007.
Útgjöld hins opinbera reyndust um 792 milljarðar króna 2010 og jukust einnig um 3,7% eða um 28,6 milljarða króna milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu hækkuðu þau úr 51,0% árið 2009 í 51,5% 2010.
Útgjöld til heilbrigðismála voru 142,6 milljarðar króna árið 2010, eða 9,3% af landsframleiðslu. Þar af var hlutur hins opinbera 114,6 milljarðar króna en hlutur heimila um 28 milljarðar eða 19,6%. Á mann námu heilbrigðisútgjöld hins opinbera 360 þúsund krónum og lækkuðu um 24 þúsund krónur frá 2009.
Til fræðslumála var ráðstafað 128,2 milljörðum króna árið 2010, eða 8,3% af landsframleiðslu. Þar af var fjármögnun hins opinbera 116,7 milljarðar króna og hlutur heimila 11,5 milljarðar króna, eða 9%. Á mann námu fræðsluútgjöld hins opinbera 367 þúsund krónum og lækkuðu um rúmlega 13 þúsund krónur frá 2009.
Til almannatrygginga og velferðarmála ráðstafaði hið opinbera 172 milljörðum króna 2010, eða 11,2% af landsframleiðslu en það svarar til 541 þúsund krónur á mann.
Af heildarútgjöldum hins opinbera 2010 runnu 15,3% til heilbrigðismála, 16,2% til fræðslumála og 21,7% til velferðarmála, eða 53,2% af útgjöldum þess, en það svarar til 27,4% af landsframleiðslu.
Hrein peningaleg eign hins opinbera, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var neikvæð um 741 milljarða króna í árslok 2010, eða sem svarar 48,2% af landsframleiðslu. Hún versnaði um 144 milljarð króna milli ára eða 8,3% af landsframleiðslu. //Hvað segir þetta okkur ,ekkert annað en við verum að framkvæma og koma hjólum af stað,þetta gengur ekki lengur að hækka bara skuldir ,og gera ekkert til að kom atvinnu og framkvæmdum sem skila arði af stað,það er löngu vitað að niðurskurðurinn dugar ekki ,það verður að koma innkoma ,og hún er komin i þurrð,skattar í hámarki og niðurskurður einnig/það' er eitt eftir og það eru framkvæmdir ,og þær vantar/Halli gamli
Mikill halli á rekstri hins opinbera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.