Miklar breytingar á vinnulagi þingsins/ spurnig er þetta til góða það kemur í ljós!!!

Miklar breytingar á vinnulagi þingsins
Innlent | Morgunblaðið | 13.9.2011 | 10:30

Frá Alþingi. Með breytingum á lögum um þingsköp Alþingis, sem taka gildi 1. október nk., verður sett á stofn ný þingnefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem er ætlað að skerpa á eftirlitshlutverki Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Nefndin fær m.a. það hlutverk að kanna einstakar ákvarðanir eða verklag hjá ríkisstjórn eða stjórnsýslu hennar.

Árið 2008 lét forsætisnefnd Alþingis vinna skýrslu um hvernig þingið gæti styrkt eftirlitshlutverk sitt. Í nefndinni sátu lögmennirnir Bryndís Hlöðversdóttir, Andri Árnason og Ragnhildur Helgadóttir. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis var hvatt til þess að gerðar yrðu breytingar í þessa veru. Þingmannanefndin sem fór yfir rannsóknarskýrsluna fjallaði líka um þetta en meginniðurstöður hennar voru að auka þyrfti sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu, leggja bæri meiri áherslu á eftirlitshlutverk þingsins og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar.

Á síðasta þingi lagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, fram frumvarp um breytingar á þingsköpum. Lögin voru samþykkt í vor með nokkrum breytingum, en þau taka gildi þegar nýtt þing kemur saman 1. október. Þá verður kosið að nýju í þingnefndir og má vænta mikilla breytinga á skipan í nefndir, þó ekki væri nema vegna þess að samkvæmt lögunum fækkar þingnefndum úr tólf í átta.

Færri þingnefndir

Í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir að þingnefndirnar yrðu sjö, en í meðförum þingsins var ákveðið að þær yrðu átta. Ásta Ragnheiður sagði þetta þýða að hver stjórnarliði yrði að jafnaði í tveimur nefndum og stjórnarandstæðingar í einni.

Lögin gera líka ráð fyrir að auka ábyrgð stjórnarandstöðunnar á þingstörfunum sem m.a. felur í sér að stjórnarandstaðan fær formennsku í nefndum. Formennska fer eftir þingstyrk sem þýðir að Samfylkingin fær þrjá formenn, VG tvo, Sjálfstæðisflokkur tvo og Framsóknarflokkur einn. Gert er ráð fyrir að hver nefnd verði með tvo varaformenn. Settar verða reglur um fundarsköp fyrir nefndirnar. Þá er gert ráð fyrir að þegar máli er vísað til nefndar skipi nefndin sérstakan talsmann fyrir málinu sem ber ábyrgð á því. Hann mun mæla fyrir málinu og halda utan um það í nefndinni og ber ábyrgð á því í þingsal. Ásta Ragnheiður sagði að við breytingarnar hefði m.a. verið leitað fyrirmynda til þinganna í Noregi og Danmörku. Hún sagði að þetta fyrirkomulag, að stjórnarandstaðan væri með formennsku í þingnefndum, væri víða í þingum í nágrannalöndum okkar.

Ásta Ragnheiður sagði að þessa dagana væru flokkarnir að koma sér saman um skipan í nefndir, en það mætti gera ráð fyrir verulegum breytingum. „Þetta kallar á miklar breytingar á vinnubrögðum. Ég tel að það sé mikil áskorun fyrir þingmenn að takast á við þetta verkefni, bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstæðinga. Ég vona að þingmenn vinni í þeim anda sem rannsóknarnefnd Alþingis lagði til í skýrslu sinni og sömuleiðis að þeir taki mið af skýrslu um eftirlitshlutverkið sem unnin var fyrir þingið. Ég tel að þetta stuðli að vandaðri vinnubrögðum þingsins.“

EFTIRLITSNEFND ÞINGSINS

Fær tillögur stjórnlagaráðs

Ásta Ragnheiður sagði að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin myndi taka við tillögum stjórnlagaráðsins og vinna þær áfram eftir að almennum umræðum um tillögurnar lyki í þinginu í byrjun október. Nefndin fengi einnig til umfjöllunar skýrslur Ríkisendurskoðunar og fleiri slík eftirlitsmál. Hún sagðist því reikna með að verkefni nefndarinnar yrðu ærin í vetur.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að þingnefndir hafi áfram það hlutverk að fylgjast með framkvæmdavaldinu, en með því að stofna sérstaka stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verði eftirlit með stjórnsýslunni gert markvissara af hálfu þingsins. Fram til þessa hafi borið á því að slíkt eftirlit hafi orðið afgangsverkefni fastanefndanna.////Það ber að skoða þetta vel ,hvort þetta virkar vel,og ef það gerir  það er það vel,þetta er tilraun sem er þörf og það er mál til komið að gera,árangurinn kemur í ljós og  það fljótt,en við skulum bara skoða þetta!!!!!


mbl.is Miklar breytingar á vinnulagi þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1046429

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband