Í beinni: Chelsea missti af sigrinum í lokin/en mínir menn Arsenal unnu,og Barcelona burstaði BATE Borisov 5-0 !!!

Í beinni: Chelsea missti af sigrinum í lokin
Íþróttir | mbl.is | 28.9.2011 | 20:37
Lionel Messi brosmildur eftir að hafa skorað þriðja mark...Chelsea missti af tveimur stigum gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu í kvöld á lokamínútunum þegar Roberto Soldado jafnaði fyrir Spánverjana, 1:1. Arsenal lagði Olympiacos, 2:1, og Lionel Messi skoraði tvívegis fyrir Barcelona sem burstaði BATE Borisov í Minsk, 5:0.

Chelsea virtist með sigurinn í höndunum í Valencia eftir mark frá Frank Lampard en Diego Alves markvörður Spánverjanna hélt sínu liði á floti með stórbrotinni markvörslu hvað eftir annað. Á 87. mínútu fékk Valencia hinsvegar vítaspyrnu þegar Salomon Kalou slæmdi hönd í boltann á óskiljanlegan hátt og Roberto Soldado jafnaði, 1:1.

Alex Oxlade-Chamberlain, 18 ára nýliði, kom Arsenal yfir á 8. mínútu í sínum fyrsta meistaradeildarleik þegar Olympiacos frá Grikklandi kom í heimsókn á Emirates. André Santos bætti fljótlega við sínu fyrsta marki fyrir Arsenal, 2:0. Grikkirnir svöruðu strax, 2:1, og þar við sat.

Lionel Messi gerði tvö marka Barcelona sem vann þægilegan sigur í Hvíta-Rússlandi á Íslandsvinunum í BATE Borisov, 5:0. Staðan var orðin 3:0 nokkru fyrir hlé og Katalóníuliðið var aldrei í vandræðum.

Marseille er eina liðið í riðlum kvöldsins sem er með 6 stig eftir tvær umferðir en Frakkarnir lögðu Dortmund örugglega, 3:0, þar sem André Ayew skoraði tvívegis.

Kýpurbúarnir í APOEL Nicosia eru afar óvænt í toppsæti G-riðils eftir jafntefli gegn Shakhtar Donetsk í Úkraínu, 1:1.///það verður hart barist meistaradeilt i ár ekki spurning,en það er reynslan sem blífur og það kemur í ljós fyrr en síðar,ég geri mér grein fyrir að það verður  á brattan að sækja fyrir mína menn Arsenal en þetta kemur allt í ljós,þeir eru á öðru sæti i riðlinum,og samt með 3 meidda sem vonandi koma í leiki helgarinnar inná!!!/Halli gamli


mbl.is Í beinni: Chelsea missti af sigrinum í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband