Innlent | mbl.is | 4.10.2011 | 21:06
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarráðs um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Tillagan var samþykkt með tíu atkvæðum gegn fimm.
Reglurnar fela í sér að trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir.
Reglurnar kveða á um að um almenna kynningu gagnvart foreldrum og börnum á viðurkenndu barna- og æskulýðsstarfi trúfélaga skuli fara líkt og með kynningu á hliðstæðum frístundatilboðum frjálsra félagasamtaka.
Skólastjórnendur grunnskóla geta boðið fulltrúum trúar- eða lífsskoðunarhópa að heimsækja kennslustundir í trúarbragðafræði/lífsleikni sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir samkvæmt gildandi aðalnámsskrá og námsefni, og skal heimsóknin þá fara fram undir handleiðslu kennara og vera innan ramma námsefnisins.
Heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma grunnskóla skulu eiga sér stað undir handleiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gildandi lögum og aðalnámskrá.
Þess verði gætt við allar heimsóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki þátttakendur í helgisiðum og athöfnum, og að þær séu ekki vettvangur fyrir innrætingu eða dreifingu á boðandi efni, segir í reglunum.
Tekið er fram að sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar halda sessi sínum í árstíðabundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla. Jólasálmar og helgileikir tengdir jólum falli undir þetta.
Til grundvallar þessum reglum liggur sá vilji að tryggja rétt barna til þátttöku í skólastarfi óháð þeirri trúar- og lífsskoðun sem þau alast upp við. Upplýst fræðsla um kristna trú, trúarbrögð heimsins, lífsskoðanir, siðfræði, heimspeki og íslenska menningu, er mikilvæg í öllu starfi skóla borgarinnar. Trúarleg innræting og boðun tiltekinna lífsskoðana á þar ekki heima. Það er á hendi foreldra að ala börn sín upp í þeirri trúar- og lífsskoðun sem þeir kjósa. Um það munu starfsmenn Reykjavíkur standa vörð samkvæmt mannréttindastefnu borgarinnar og þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirgengist, segir í reglunum.///Nú er það spurningin hvað er trúboð,það er ekki að kenna kristinn fræði frekar en íslandssögu eð annað,það er ekki hægt að gera svona ,það er trúfrelsi í landinu og það fólk sem vill getur látið sina krakka bara ekki sækja tíma þarna,en þetta er stór minnihluti fólk og barna,þetta er bar gjörræði og ekkert annað,það ber að kjósa um svona hluti sem,þegar kosið er svo mikið er málið,þessir 10 þarna af 15 eru ekki rétt hlutfall trúaðs fólks!!!!Halli gamli
Banna trúboð í skólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lastu ekki fréttina sem þú copy-paste-aðir hingað inn?
Það er ekkert verið að banna kristinfræði. Það er verið að koma í veg fyrir trúboð.
ThoR-E, 5.10.2011 kl. 08:14
Sendinefnd frá Besta flokknum og Samfylkingunni er á leiðinni til Tyrklands, til þess að koma þessu fyrirkomulagi á í löndum múslima! Einhverjar hugleiðingar eru um að sendinefndin komist ekki heil heim aftur!
Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2011 kl. 08:50
Ég er reyndar nokkuð viss um að meirihluti þjóðar (og þá líklega meirihluti Reykvíkinga) vilji aðskilja ríki og kirkju. Það felur í sér að aðskilja skóla (sem eru jú ríkisstofnanir) og kirkju. (http://adskilnadur.is/astaedur)
Hvað kemur kennsla á Íslandssögu trúboði við? Ertu að segja að með því að kenna Íslanddsögu sé verið að boða Ásatrú og Kristni?
Tómas, 5.10.2011 kl. 09:11
Sæll Tómas Árni það er retta að T.D. ég sjálfur er með aðskilnaði ríkis og kirkju og það er meirihluti fyrir því, !!!en að kenna sögu og kristinfræði og alla fræði er ekki á áróður heldur bara saga og hana verð amen að læra hvar sem um trúna skal ræða,ég vil ekki trúboð i skólum en að fólk sem er kristið sem er meirihluti fái a' segja sína meiningu og kjósi um þetta/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.10.2011 kl. 16:12
enda er ekki verið að banna það kúturinn, bara trúboð og trúarlegar athafnir í skólum, saga kirkjunnar og allra trúbragða helst, ætti að vera vegameiri í kennslu finnst mér ef eitthvað er, sýna krökkum hvurskonar kjánaskapur þetta er allt saman :)
Egill, 5.10.2011 kl. 16:48
Akkúrat!
Ég vil endilega trúarbragðafræðslu í skólum. Og ég er sammála, það er harla erfitt að kenna íslandssögu án þess að kenna ásatrú og kristni í leiðinn, en það þarf ekki að boða þessar trúr - sem er einmitt það sem verið er að koma í veg fyrir.
Að lokum skilst mér reyndar að kristnir séu bara rétt svo í meirihluta, og ég leyfi mér að efast um að svo væri ef fólk væri ekki skráð sjálfkrafa í þjóðkirkjuna við fæðingu.
Tómas, 5.10.2011 kl. 17:06
Tómas Árni ekki segja þetta svona að það sé ekki meira en helmingur Íslendinga Kristnir það eru ábyggilega 2/3,þetta um að nema séu bara skráðir er allt hægt að skrumskæla og alhæfa,hvað eiga foreldrana að gera ,segja barnið sitt trúlaust fyrirfram/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 5.10.2011 kl. 20:19
Mér er spurn, hvers vegna vill fólk kenna eitthvað sem styðst við engin rök? Kristni er vissulega hluti af sögunni en það eru mörg önnur trúarbrögð líka, því má í besta falli hlaupa yfir þessar ranghugmyndir í sögulegum skilningi.
Best væri að kenna fólki að láta ekki plata sig með einhverjum flökkusögum og kenna gagnrýna hugsun. Á geðdeildum landsins eru margt fólk með ranghumyndir um hitt og þetta sem styðjast ekki við nein rök. Þeim eru gefin lyf. Ef að margir eru með sömu ranghugmyndina, þýðir það ekkert endilega að hún verði réttari fyrir vikið. Hver er munurinn á ranghugmyndum geðsjúkra og trúaðra í reynd?
Rabbi (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 22:23
svona rökfræði er ekki fyrir nema þá sjúklinga sem þú nefnir Rabbi!!! þetta eru bara skætingur og ekkert annað,með bestu kveðju og von um betrun /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.10.2011 kl. 23:35
Þetta sannar mitt mál, engin haldbær svör, hvað gera menn þegar þeir standa frammi fyrir erfiðum spurningum? Ráðast á spyrjandann?
Með von um betrun líka:)
Rabbi (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 00:01
Svo ég vitni í fréttina, sem svarar þessum spurningum öllum.
"Reglurnar fela í sér að trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir."
"Upplýst fræðsla um kristna trú, trúarbrögð heimsins, lífsskoðanir, siðfræði, heimspeki og íslenska menningu, er mikilvæg í öllu starfi skóla borgarinnar. Trúarleg innræting og boðun tiltekinna lífsskoðana á þar ekki heima. Það er á hendi foreldra að ala börn sín upp í þeirri trúar- og lífsskoðun sem þeir kjósa. Um það munu starfsmenn Reykjavíkur standa vörð samkvæmt mannréttindastefnu borgarinnar og þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur undirgengist"
Hans Miniar Jónsson., 6.10.2011 kl. 10:07
Hans,þetta er alveg rétt hjá þér!! en það sem þú einnig lest út úr mínu svari er að að hvað er trúboð ?? það er teygjanlegt mjög/Kveðja og þakklæti
Haraldur Haraldsson, 6.10.2011 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.