Varað við stormi í fyrramálið/það er enn ein haustlægðin á ferð!!!!!

Varað við stormi í fyrramálið
Innlent | mbl.is | 11.10.2011 | 22:20
Hávaðaroki og rigningu spáð á morgun. Mynd úr safni. Veðurstofan varar við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, og hvössum vindhviðum við fjöll suðvestan- og vestanlands í fyrramálið og fram yfir hádegi. Um leið er spáð mikilli rigningu. Því er vissara fyrir fólk að huga að lausum munum hjá sér.

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustanátt sunnan til, 15-23 m/s og rigningu sunnan- og vestanlands í fyrramálið en hægari og úrkomulausu fram eftir degi norðaustan til. Sunnan 13-18 m/s annað kvöld og úrkomuminna. Víða frost norðanlands í nótt en hiti á landinu verður 4 til 10 stig síðdegis á morgun.

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð vaxandi austlægri átt, suðaustan 13-20 m/s og rigningu í fyrramálið en 8-15 síðdegis og úrkomuminna. Hiti 6 til 10 stig á morgun.svona aðvaranir eiga menn að taka alvarlega mjög og það er kröpp Haustlægð að koma að sunnan og við bara gerum klárt ein og sagt er til sjós/Halli gamli


mbl.is Varað við stormi í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er ennþá rjómalogn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2011 kl. 09:26

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

hér er að byrja að hvessa og rigna

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2011 kl. 11:27

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þakka innlitið bloggvinkonur,það er komið 16-18 m/s+ rigning hér í R,vík/// kveðja

Haraldur Haraldsson, 12.10.2011 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband