13.10.2011 | 16:33
16 ára fangelsi/Þetta er umdeildur dómur mjög!!að mínu mati, en þetta er æðsti dósmtóll!!!
16 ára fangelsi
Innlent | mbl.is | 13.10.2011 | 16:10 Hæstiréttur dæmdi í dag Gunnar Rúnar Sigurþórsson í 16 ára fangelsi fyrir að verða Hannesi Þór Helgasyni að bana í ágúst á síðasta ári. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar væri ósakhæfur og skyldi sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.
Gunnar Rúnar var ákærður fyrir að hafa veist að Hannesi á heimili hans og banað með því að stinga hann ítrekað í brjóst, bak og hendur með hnífi. Gekk hnífurinn meðal annars í hjarta, lungu og nýra. Hann játaði fyrir lögreglu í september 2010 að hafa orðið Hannesi að bana.
Að mati saksóknara hafði Gunnar fulla stjórn á aðstæðum, þaulskipulagði morðið og hélt sig við skipulagið eftir verknaðinn. Hann hefði verið yfirvegaður og rólegur allt þar til hann þurfti að játa verknaðinn, en það hefði komið til vegna mistaka hans sjálfs, s.s. þar sem blóð slettist á skó hans og hann losaði sig ekki við þá og skildi eftir skófar á vettvangi. Ákæruvaldið fór fram á 16 ára fangelsi.
Verjandi Gunnars Rúnars, Guðrún Sesselja Arnardóttir, krafðist hins vegar sýknu og byggði kröfuna á grundvelli 15. gr. almennra hegningarlaga en í henni segir að [þ]eim mönnum skal eigi refsað, sem sökum geðveiki, andlegs vanþroska eða hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands voru alls ófærir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sínum.
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ljóst sé af fyrirliggjandi matsgerðum geðlækna að hugarheimur Gunnars Rúnars sé mjög sjúkur og er ekkert hafi fram komið sem geti réttlætt það að litið verði fram hjá áliti þriggja geðlækna. "Verður að telja vafalaust að [Gunnar Rúnar] hafi sökum geðveiki (geðrofs) verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Ákærði telst því ósakhæfur og ber að sýkna hann af kröfu ákæruvaldsins um refsingu," sagði í niðurstöðum dómsins.///þetta er auðvitað æðsti dómstóll okkar og það er lokadómur en þetta er mjög umdeilt ekki spurning,og svo auðvitað er þetta öryggisfangelsi báðu megin, en samt ef maðurinn er veikur er það ekki gott ,að hafðan með föngum í venjulega fangelsi!! það er málið,refsingi er sú sama og ekkert annað,en það að dvelja í öryggisfangelsi og innann um lækna er betra ef hægt er að lækna svo geðklofa,og það er malið það gerist ekki í fangavist venjulegri/Þetta er og verður mjög umdeilt/Halli gamli
![]() |
16 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Skoða afnám á verndun gegn frelsissviptingu
- Indverjar hefna sín á meintum brotum Pakistana
- Rússar vilja hugsa málið í gegn
- Pakistanar strax sakaðir um að rjúfa vopnahlé
- Yfir 100 látnir í flóðum í Kongó
- Vopnahlé á milli Indlands og Pakistans
- Hóta harðari refsiaðgerðum ef Rússar hafna vopnahléi
- Þúsundum sagt að halda sig innandyra vegna eitraðs klórskýs
- Skiptast á eldflaugaárásum
- Pútín: Rússland mun sigra Úkraínu
Íþróttir
- Þessar íslensku stelpur eru algjörir töffarar
- Sýndum að við áttum helling inni
- Gamla ljósmyndin: 15 ár milli úrslitaleikja
- Fyrir mér var þetta víti
- Geggjaður sigur
- Hef ekki áhyggjur, alls ekki
- Var ánægður hjá KR en ÍBV er fjölskyldan mín
- Aldrei spilað í svona miklum látum
- Fyrsti titill Kane á ferlinum
- Erum að fara vinna þennan titil
Athugasemdir
Hvað finnst þér vera sanngjarn dómur fyrir að drepa mann vegna þess að morðinginn elskar unnustu hins látna?
Heiðar (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 17:24
Sanngjarnt frá mynni hendi er öryggisgæsla á viðeigandi stofnun eins lengi þarf jafnvel lifstiðar ef ekki tekst að lækna!!!!!
Haraldur Haraldsson, 13.10.2011 kl. 17:33
Hann tók lífstíð frá fullhraustum manni á góðum aldri, 16 ár er ekki einu sinni nóg þar sem hann sjálfur kvað mun lengri dóm yfir Hannes !
Morð er alltaf geðveiki, hann á að dúsa innan um alla hina fangana og fólk á að hætta að tala um þennan mann einsog hann sé e-ð sérstakur !
Jón, 13.10.2011 kl. 18:32
Ég er sammála Jóni hér að ofan. Hann tók líf, skipulagði morðið vel og reyndi síðan að hylma yfir morðið. Hann vissi alveg hvað hann var að gera. Hvað finnst ykkur um fjölskyldu Hannesar sem hefur misst son og bróður? Finnst þér, Halli gamli, allt í lagi að skrifa svona að maðurinn sé veikur og eigi ekki að vera innan um fanga í venjulegu fangelsi? Það væri sárt fyrir mig að lesa svona komment frá fólki ef ég hefði misst son minn eða bróður af hendi morðingja. Það fólk sem á alla samúð skilið er fjölskylda Hannesar. Ekki Gunnar Rúnar sem skipulagði og ákvað að fremja kaldrifjað morð.
Margrét S (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 20:04
þakka innlitið Jón og Margrét ég er ekki að verja gjörðir þessa manns,maður bara spyr viljið þið endurvekja dauðadóm á Íslandi??? það sem þú segir Jón er ég ekki réttmæta als ekki það er fullt af föngum þarna ´Hrauninu sem kærir sig ekkert um svona hættulegan mann þarna,ef maðurinn er með geðveilu og þráhyggju mikkla er það hættulegt,en að taka svo til orða að ég hafi ekki samúð með fjölskildu hans er alveg fráleitt,Blessað fólkið fær hana frá mer/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 13.10.2011 kl. 21:21
Það er nú ekki að vilja endurvekja dauðadóm að manni finnist í lagi að morðingi fari í fangelsi, mér finnast reyndar 16 ár allt of lítið vegna þess að það er alltaf hægt að helminga þetta skv kerfinu hér og fanginn laus eftir 8-9 ár. Svoleiðis virkar nú kerfið á Íslandi. Ég hugsa til fjölskyldu Hannesar, í dag heyrðu þau dóminn eftir að hafa farið í kistulagningu eiginkonu Helga í Góu til 47 ára, móður Hannesar og systkina.
Margrét S (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 21:51
Að mínu mati dregur þetta mál fram í kastljósið stóran veikleika í íslensku réttarkerfi. Hvað á að gera við þá sem eru geðveikir en fremja slík voðaverk sem þetta? Hvað myndi almenningur t.d. vilja gera við fjöldamorðingja? Klárlega er einstaklingur sem er fær um fjöldamorð með einhverja alvarlega geðveilu (ef svo má að orði komast) en á þá að sleppa honum við dóm og setja á sjúkrahús?
Ég tel að gagnvart íslenskum þegnum sé þetta sanngjarnari dómur heldur en vistun á sjúkrastofnun, því að við þegnarnir njótum enn sem komið er vafans og hugsanlega munu morðingjar framtíðarinnar hljóta fangelsisdóma í stað vistar á sjúkrastofnun.Kristinn (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 22:00
Þetta er mjög erfið umræða en eftir allt sem ég hef heyrt um réttargeðdeildina þá ætti hann jafnvel von á lengri vistun þar heldur en á hrauninu.
Burtséð frá því þá má sennilega segja að einhverskonar geðveiki sé hvatinn að öllum morðum. Þetta morð er sérlega ógeðslegt þar sem það var þaulskipulagt með það markmið að vænka hag sinn.
Mér finnst persónulega að 16 ár séu ekki nóg fyrir alvarlegasta brot sem er hægt að fremja gegn einstakling.
Við erum að sjá dóma fyrir fíkniefnamisferli og vægari ofbeldisbrot sem ganga nærri því að vera jafn harðir.
Það má ekki gerast að fórnarlömb séu drepin til þess að gera það líklegra að komast upp með brotin.
Tryggvi (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 23:57
Fyrirgefið öll ekki get ég séð að neitt sem ég skifaði þarna geri á móti ykkursem krifið um þetta,þessa vegan er það umdeilt,nema að við erum sammála um að á þessu verður að taka!!!/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 14.10.2011 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.