Innlent | mbl.is | 18.10.2011 | 11:45
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist hafa sannfærst um að embætti ríkislögreglustjóra hafi farið að lögum í innkaupum sínum.
Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu er haft eftir Ögmundi, að sú mynd sem dregin hafi verið upp í fjölmiðlum af embættinu, sé ómakleg og röng. Hins vegar séu þessi mál almennt ekki í nógu góðum farvegi og því séu tilteknir þættir þeirra teknir til sérstakrar skoðunar.
Innanríkisráðuneytið hefur fjallað um ábendingar Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæslustofnana frá 27. september. Einnig hefur ráðuneytið farið yfir greinargerð frá ríkislögreglustjóra um málið sem óskað var eftir í framhaldi af ábendingum Ríkisendurskoðunar.
Unnið að gerð reglna um aukastörf lögreglumanna
Ráðuneytið hefur falið ríkislögreglustjóra í samvinnu við lögregluembætti og Ríkiskaup að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar tillögur að umbótum í innkaupum á búnaði og tækjum til lögreglunnar.
Vegna ábendinga Ríkisendurskoðunar um að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga og/eða starfa hjá fyrirtækjum sem löggæslustofnanir eiga í viðskiptum við er rétt að taka fram að á vegum ríkislögreglustjóra er nú að beiðni ráðuneytisins unnið að gerð reglna um aukastörf lögreglumanna.
Að málinu vinnur vinnuhópur á vegum ríkislögreglustjóra með aðkomu Landssambands lögreglumanna og Lögregluskóla ríkisins og skulu tillögur hans einnig liggja fyrir 1. febrúar næstkomandi.
Löggæslustofnanir keyptu vörur af fjórum fyrirtækjum í eigu lögreglumanna eða náinna venslamanna þeirra fyrir samtals rúmlega 91 milljón króna samkvæmt ábendingu Ríkisendurskoðunar frá því í september. Um er ræða tímabilið janúar 2008 til apríl 2011.
Í nær öllum tilvikum var um að ræða búnað vegna löggæslustarfa. Að mati Ríkisendurskoðunar fór hluti þessara viðskipta í bága við lög um opinber innkaup. Stofnunin brýnir fyrir löggæslustofnunum að virða ákvæði laganna.
Samkvæmt 20. gr. laganna ber að bjóða út öll kaup á vörum ef fjárhæðir viðskipta fara yfir tiltekin viðmiðunarmörk sem eru nú 6,2 milljónir króna. Ef fjárhæðir eru undir þessum mörkum ber samkvæmt 22. gr. að leita tilboða hjá sem flestum fyrirtækjum áður en kaup eru ákveðin.////Engar ásakanir hefur maður skrifað um þetta en samt er þetta þegar upp er staðið á gráu svæði,það er svo að lögreglumen haga flutt þetta inn og er bara gott að mínu áliti,en það samrýmist ekki þessum nýju reglum um að,heiðarleika að mínu mati,auðvitað mega þeir þetta en hefðu átt að gera tilboð samt það er ekki trúverðugt að þeir hafi ekki haft til þessa tíma,"hæg er heimatökin "segir máltækið,en það er gott að þetta verði rætt og lagað!!!/Halli gamli
Lögreglan fór að lögum við innkaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að mínu mati hefur Ögmundur sem ráðherra misst allan trúverðugleika, en hann verða menn að hafa í hans stöðu. Ég held nú að almenningur trúi frekar Ríkisendurskoðun sem þekkir lögin og hefur komist að því að Ríkislögreglustjóri braut reglur með því að kaupa af vinum sínum úr lögreglunni og það án útboðs, enda Haraldur annáluðr hrokagikkur.
Finnst mjög leiðinlegt að Ögmundur sem stóð sig nokkuð vel sem formaður BSRB er alveg að lympast niður núna í hverju málinu á eftir öðru.
Skarfurinn, 18.10.2011 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.