Þór nálgast heimahöfn/ Maður segir bara til hamingju íslenskir sjómenn,og reyndar við öll,en hvenig á að reka það er önnur saga??

Þór nálgast heimahöfn
Innlent | mbl.is | 20.10.2011 | 18:35
Varðskipið Þór.Varðskipið Þór siglir nú frá Halifax í Kanada til Íslands. Landhelgisgæslan segir að Vestmannaeyjar verði fyrsti viðkomustaður varðskipsins sem muni leggja að bryggju í Eyjum 26. október nk.

Gæslan segir að skipið verði opið til sýnis milli kl. 14 og 20 og allir séu boðnir hjartanlega velkomnir um borð.

Fram kemur á vef LHGað þegar komið verður til Vestmannaeyja eigi skipið að baki sjö þúsund sjómílna (um fjórtán þúsund kílómetra) siglingu frá Concepcion í Síle. Siglt hafi verið af stað 28. september en síðan hafi Þór farið um þrjár heimsálfur og árstíðir. Farið hafi verið frá Síle að vori, um Panamaskurð að sumri og siglt að hausti gegnum Boston og Halifax, yfir Norður- Atlantshafið og inn í veturinn á Íslandi.  Áhöfn varðskipsins eigi því mikið ferðalag að baki.

Varðskipið Þór leggst að Miðbakka Reykjavíkurhafnar fimmtudaginn 27. október nk. kl. 14 þar sem tekið verður á móti því, auk þess sem varðskipið verður opið til sýnis föstudaginn 28. október, laugardaginn 29. október og sunnudaginn 30. október.  Allir landsmenn eru boðnir velkomnir. ///þetta er langþráð og erfið fæðing er við vonum bara að það verði hægt að reka þetta skip engin peningar nema fyrir leygu á skipum og flugvel  þetta er hamingjusamt fyrir sjómenn og okkur öll reyndar landsmenn,en það er svo að þarna er skorið eins og annarstaðar og valla hægt að reka þetta og okkur sem fiskveiðiþjóð til skammar,en samt er gleði þarna og vonum að það haldist/Halli gamli 


mbl.is Þór nálgast heimahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2011 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband