Sjúklingum fjölgar á Landspítala/en starfsfólki fækkar vega niðurskurðar!!!

Sjúklingum fjölgar á Landspítala
Innlent | mbl.is | 22.10.2011 | 12:27
Landspítali í Fossvogi. Sjúklingum, sem liggja á Landspítala, fjölgaði um 5% fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tímabil í fyrra.

Þá heldur komum á bráðamóttöku áfram að fjölga og skurðaðgerðir eru einnig fleiri en fjöldi sjúklinga á biðlistum og vinnulistum spítalans hefur samt aukist, að því er kemur fram í pistli Björns Zoëga, forstjóra Landspítala, á vef sjúkrahússins.

Björn segir, að þessi aukna starfsemi á spítalanum sé að hluta til vegna sameiningar við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 1. febrúar sl. en þrátt fyrir þá sameiningu og fjölgun starfsmanna í kringum það hafi starfsmönnum fækkað nú milli ára. Þessi aukna starfsemi hafi þá þýtt meira vinnuframlag frá starfsfólki spítalans.  

Frétt

21. 10 2011

Föstudagspistill 21. október 2011

 

Björn Zoëga

Ágætu samstarfsmenn!

Starfsemisupplýsingar fyrir fyrstu níu mánuði ársinseru nú komnar á net spítalans. Ég vona að þið náið að kynna ykkur helstu tölur þar, a.m.k. þær sem snúa að ykkar starfseiningu. Ef litið er á spítalann í heild sést að inniliggjandi sjúklingum fjölgaði um 5% að meðaltali (29 sjúklingum fleiri), miðað við fyrir ári síðan en það er aðeins minni aukning en varð fyrstu átta mánuði ársins.  Komum á bráðamóttöku heldur áfram að fjölga og skurðaðgerðir eru einnig fleiri en fjöldi sjúklinga á biðlistum og vinnulistum spítalans hefur samt aukist. Þessi aukna starfsemi á spítalanum er að hluta til vegna sameiningar við St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 1. febrúar sl. en þrátt fyrir þá sameiningu og fjölgun starfsmanna í kringum það hefur starfsmönnum fækkað nú milli ára og þessi aukna starfsemi hefur þá þýtt meira vinnuframlag frá starfsfólki spítalans. Enn og aftur blasir við hversu miklum árangri starfsfólk spítalans sem heild er að ná.

Rekstrarstaða spítalans er í jafnvægi en eins og ég kynnti fyrir ykkur á starfsmannafundum í síðustu viku erum við 0,1% í plús.

Vinna við útfærslu á niðurskurði næsta árs heldur áfram en þar eru flókin verkefni framundan eins og flutningur sjúklinga frá deildinni í Hafnarfirði inn á aðrar deildir spítalans, sameining líknardeilda og heildarendurskoðun líknarþjónustu okkar og flutningur sjúklinga frá Sogni inn á Klepp. Upplýsingar um hvernig þessum verkefnum miðar áfram munum við birta reglulega.

Látið í ykkur heyra, baráttukveðjur,
Björn
bjornz@landspitali.is     /////Þarna sjáum við svart á hvítu að þetta er alvarlegt og vel það!!! en skal samfylgin taka þetta fyrir á Landsfundinum,að það sé svo komið i sparnaði að í heilsugeiranum að líf og dauða er að  tefla!!! þetta er svo að þessir stjórnarflokar V.G og Samfylgin eru búin að vera hanga á horrýmiminni,með kaupum á málaefndir við hreyfinguna,hvað eigum við að láta þetta ganga lengi,maður bara spyr ,verður ekki að gera bara byltingu ekki sér maður annað,það er furðulegt að tala þarna um póltík,en svona er það samt að velferðastjórnin er sökudólgurinn engin annar,að má sko spara annarstaðar en þarna ekki spurning!!!Halli gamli


mbl.is Sjúklingum fjölgar á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband