23.10.2011 | 00:25
Gjaldþrot „og þú ert laus allra mála“/svolítið er þetta ekki trúverðugt,hvað með skuldir hjá því opinbera??
Innlent | Morgunblaðið | 22.10.2011 | 10:30
Gjaldþrot hefur ekki verið talin auðveld eða þægileg lausn á vanda þeirra sem ekki sjá fram úr skuldunum, fremur algert neyðarúrræði. En í desember í fyrra var gerð lagabreyting sem gæti orðið afdrifarík. Fyrningarfrestur kröfuhafa var styttur í tvö ár og á margan hátt gert mun auðveldara fyrir fólk að nýta sér gjaldþrotaleiðina. Í reynd merkir breytingin að skuldari er laus allra mála eftir tvö ár.
Áður voru lögin þannig að tiltölulega auðvelt var að halda kröfum vakandi með því að rjúfa fyrningu þótt það væri mjög sjaldan gert. Möguleikinn var samt nógu augljós til að freistingin að fara í taktískt gjaldþrot var lítil.
Eina undantekningin núna er ef kröfuhafi getur sýnt fram á með málshöfðun að skuldarinn geti greitt honum og sérstaklega ósanngjarnt sé að hann sleppi við það.
Þetta er í reynd svo þröngur rammi að nánast er útilokað að nokkur dómari myndi fallast á slíka kröfu. Það er líka tekið fram að þetta eigi eingöngu við í sérstökum undantekningatilvikum, segir dómari sem ekki vill láta nafns síns getið.
Ekki er hægt að ganga að launum skuldara eftir að gjaldþrot hefur verið úrskurðað og ekki heldur ýmsum lausamunum. Lagabreytingin á við um öll þrotabú, líka þau sem búið er að skipta. Gagnrýnendur segja að breytingin virðist vera sérsniðin fyrir gamla útrásarvíkinga sem geti snúið galvaskir aftur inn á sviðið eftir tveggja ára hlé.
Lítil fjölgun gjaldþrota
Enn sem komið er hefur þó ekki orðið umtalsverð fjölgun á gjaldþrotum einstaklinga, þau voru 113 fyrstu níu mánuði þessa árs, 139 árið 2010 og 112 árið 2009. Ein skýringin er vafalaust að mörgum þykir niðurlægingin og óþægindin við gjaldþrot of mikil. Auk þess er ekki vitað hvort bankarnir setja einstaklinga á sérstakan svartan lista vegna persónulegra gjaldþrota. Aðrir benda einfaldlega á að svo stutt sé frá því breytingin tók gildi að fáir hafi enn áttað sig á því hvaða kosti gjaldþrot hefur fram yfir greiðsluaðlögun sem getur vel tekið þrjú ár.
Það er auðvitað mikið mál að verða gjaldþrota, það er ekki léttvægt, segir Ása Ólafsdóttir, lektor
við lagadeild Háskóla Íslands. Breytingin á fyrningarfrestinum á við um allar skuldir nema veðréttindi, allar skuldir falla niður. Þetta á því ekki bara við um húsnæðisskuldir heldur líka námsskuldir hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, meðlagsskuldir og ýmsar bótakröfur, t.d. vegna líkamstjóns. Þú ert laus allra mála.
Þú getur líka valið að fara í greiðsluaðlögun, gert samning. Þá þarftu að ráðstafa framtíðartekjum þínum í allt að þrjú ár og ef þú stendur þig og stritar getur mikið af því sem eftir stendur af kröfunum fallið niður. Um það þarf samt að semja. En ekki allar kröfur, t.d. ekki LÍN-kröfur, ekki sektir, ekki meðlagsskuldir.
Niðurstaðan sé afar skrítið og séríslenskt kerfi. Því meira sem menn greiði kröfuhöfum sínum, hafi samráð við þá, þeim mun minna sé fellt niður af skuldunum. En með því að fara í gjaldþrot og hætta að borga losni menn alveg við þær! Lög af þessu tagi hafi ekki verið sett annars staðar á Norðurlöndunum og ekki heldur í Bandaríkjunum.
Efasemdir á Alþingi
Markmiðið með lagabreytingunum í fyrra, þegar fyrningarfrestur var styttur og gert nær útilokað að halda kröfum vakandi, var m.a. að jafna stöðu skuldara og kröfuhafa. Þetta hljómar vel en lögin skerða stjórnarskrárvarinn eignarrétt kröfuhafa og fleira orkar tvímælis. Allsherjarnefnd Alþingis orðaði efasemdir sínar 2009, sagði að eina þýðing slíkrar sérreglu, í ljósi nýja greiðsluaðlögunarúrræðisins, yrði að umbuna þeim þrotamönnum sem ekki væru tilbúnir að axla ábyrgð á eigin gerðum og torvelda þolendum í bótamálum að halda uppi kröfum gagnvart þrotamanni. Nefndin hvarf samt frá þessum efasemdum sínum, af óþekktum ástæðum.///ef þetta er gild lög er það að nokkuð gott,gyldir þetta þá um opinberar skuldir einnig,sem er veðlausar spurning?? en þetta er svo að maður er ekki alvegg viss og þarf að fa´betri skýringu þessu ,og ef satt er er þetta ekki vittlaust alls ekki en fyrir eignamenn i fateign eða peningainstæðum ekki hægt nema borga,eða þannig skil ég þetta,en svona er samt gott fyrir menn að byrja uppa´nýtt sem hafa keyrt sig i kaf,maður veit mörg dæmi þessa,þvi miður/Halli gamli
Gjaldþrot og þú ert laus allra mála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
Athugasemdir
Varðandi aðstoð í bönkum. Ég er í vanskilum við Tryggingamiðstöðina og er á lista LT (lántraust), þar með er ég settur í kuldan hjá öllum líka hjá mínum viðskiftabanka þar sem ég er með allt í skilum og hef verið það í tuga ár. Svona er samtrygging þeirra verði þeim að góðu...
kv
Óli
Ólafur Ólafsson, 23.10.2011 kl. 04:50
Gjaldþrota Mokkapakkið að setja sig á háan hest. snork, snork.
Því fyrr sem almenningur áttar sig á því að þingmenn eru illa gefnir hálfvitar og aumingjar upp til hópa, því betra.
Jóhanna og Steingrímur eru bestu dæmin, en þau eru alls ekki þau verstu hvað það varðar
Guðmundur Pétursson, 23.10.2011 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.