Fundað um Vaðlaheiðargöng/einu sinni ennþá göng í þessum fjórðungi????

Fundað um Vaðlaheiðargöng
Innlent | mbl.is | 7.11.2011 | 9:40
 Umhverfis- og samgöngunefnd heldur opinn fund um Vaðlaheiðargöng í dag en fundurinn hefst kl. 10 og stendur til kl. 12. 

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Gestir fundarins verða frá innanríkisráðuneyti, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, stjórn Vaðlaheiðarganga og frá fjármálaráðuneyti.

Nýverið lauk endurútreikningum á arðsemi Vaðlaheiðarganga og þess hefur verið vænst að ákvörðun verði tekin á allra næstu dögum um hvort ráðist verður í gerð jarðganganna. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að innan stjórnarliðsins verði þær raddir sífellt sterkari að sýna verði afdráttarlaust fram á að veggjöld muni standa undir öllum kostnaði við framkvæmdina.

Forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga ehf. hafa afhent fjármálaráðuneytinu niðurstöður útreikninganna. Skv. upplýsingum stjórnarmanna í félaginu hafa ekki orðið verulegar breytingar frá fyrri útreikningum en þó einhverjar, sem ekki hafa fengist uppgefnar hverjar eru.

ÍAV hf. og Marti Contractors Lts. áttu lægsta boð í gerð ganganna, 8.853 milljónir, en kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á 9,3 milljarða. Þessar upplýsingar, nýjar tölur um umferð, endurmat miðað við þróun byggingarvísitölu og vaxtakjör af framkvæmdaláni ríkisins eru lagðar til grundvallar í nýja arðsemismatinu.//

 

 

Vaðlaheiðargöng ekki framarlega

 

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Ögmundur Jónasson ítrekar þá afstöðu innanríkisráðuneytisins á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis að gerð Vaðlaheiðarganga byggist algerlega á efnahagslegum forsendum, að vegtollar standi undir kostnaði og greiðslu afborgana.

Sagði ráðherra í svari við spurningum nefndarmanna að framkvæmdin gæti verið arðbær í víðu samfélaslegu tilliti. Um slíkar framkvæmdir sé hins vegar fjallað í samgönguáætlun. Þar sé takmörkuðu fjármagni úthlutað og framkvæmdum raðað í forgangsröð.

Spurður um forgangsröðun Vaðlaheiðarganga, í því samhengi, sagði Ögmundur ekki líklegt að þau yrðu framarlega. Taldi að samgöngur við Vestmannaeyjar og Vestfirði og Norðfjarðargöng yrðu þar framar.

 

 

 

 

auðvitað er þetta mismunun ,ekki spurning 2 göng í þessum landsfjórðung,en Vestfirðir og Austfirðir mæta afgangi!!! en þar með er maður ekki á móti þessum göngum ef sjalbær yrðu,en að er nú ekki alveg vist að mínu mati als ekki!! en þeir eru að ræða þetta og Steingrímur og allir þingmenn kjördæmisins eru þessu meðmæltir,en svo er þetta með farganröðun ,stoppa alla aðgerð þarna Húsavík en samt göngin!! en þetta eru kommar og hugsa um sitt kjördæmi ekki spurning/en ef þetta ber sig og allt það er þetta i lagi en peningar lifraeyrissjóðanna eru kannski betri i eitthvað annað þarfara/Halli gamli


mbl.is Fundað um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband