7.11.2011 | 13:23
Berlusconi sagður íhuga afsögn/Ég held að engin klárari taki við ??????
Erlent | mbl.is | 7.11.2011 | 12:27
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu heldur til Mílanó í dag til að ræða við fjölskyldu sína um hvort hann eigi að segja af sér embætti. Talsmaður Berlusconi hefur neitað að ræða þetta en Wall Street Journal hefur eftir heimildamönnum að Berlusconi muni ræða möguleikann við börn sín.
og Fedele Confalonieri, stjórnarformann Mediaset, en fyrirtækinu sem hefur mestu dreifingu sjónvarps á Ítalíu er stjórnað af Berlusconi-fjölskyldunni.
Berlusconi bar hins vegar fregnir af mögulegri afsögn sinni til baka í samtali við ítölsku fréttastofuna ANSA. Sögusagnir um afsögn mínar eru tilhæfulausar og sé skil ekki hvernig þær fóru af stað, er þar haft eftir forsætisráðherranum í samtali við aðstoðarmenn sína. Einnig er vísað til orða Fabrizio Cicchitto, leiðtoga þingflokks Berlusconi, sem segir hann hafa staðfest við sig nýlega að ekkert væri hæft í orðrómi um afsögn sína.
Afsögnin er þó möguleiki fyrir Berlusconi sem glímir við mikinn efnahagsvanda og versnandi lánskjörríkisins en hann íhugar einnig alvarlega að leggja umdeilt fjárlagafrumvarp fyrir þingið á morgun. Í atkvæðagreiðslu um frumvarpið gæti fengist staðfesting á því að Berlusconi njóti ekki lengur stuðnings meirihluta þingmanna.
Fyrrum dyggir stuðningsmenn Berlusconi innan þingsflokks hans hafa hótað því að greiða annað hvort atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar eða sitja hjá. Tæpur mánuður er síðan naumur meirihluti þingmanna samþykkti traustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Berlusconi með 316 atkvæðum gegn 301.
WSJ vísar til þess að fyrr í dag hafi Giuliano Ferrara, ritstjóri Il Foglio, dagblaðs sem fjölskylda Berlusconi
Lánakjör Ítala sjaldan verri
Lánakjör ítalskra stjórnvalda hafa sjaldan verið verri en ávöxtunarkrafa 10 ára ítalskra ríkisskuldabréfa reis í hæstu hæðir í dag og var 6,64% við opnun markaða. Þykir þetta endurspegla ótta um að Ítalía, þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins, verði næsta fórnarlamb skuldavandans.
Ávöxtunarkrafan stóð í 6,371% við lokun markaða á föstudag en þá hafði verið tilkynnt í kjölfar leiðtogafundar G20 ríkjanna, um að fjármál ítalska ríkisins yrðu undir reglulegu eftirliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins. Sérfræðingar á markaði segja vaxandi efa um getu ítalska ríkisins til að greiða skuldir.
Áhyggjur af Ítalíu skyggja nú á áhyggjur manna af stöðu mála í Grikklandi þar sem forsætisráðherrann George Papandreou hefur tilkynnt afsögn sína en tilkynnt var þar um nýja samsteypustjórn í nótt.
Aukinn þrýstingur er einnig sagður á afsögn Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu en taka á fyrir vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hann í þessari viku.
Fundað um vandann
Fundahöld vegna evruvandans halda áfram en fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópu, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins funda í Lissabon, höfuðborg Portúgal í dag til að ræða hvernig stjórnvöld þar nýta sér framlag úr björgunarsjóði Evrópu. Fjármálaráðherrar evrusvæðisins funda síðar í dag og þar er búist við að nýjustu fréttir af Grikklandi og leiðir til stækkunar björgunarsjóðs ESB verði ræddar en á morgun hittast fjármálaráðherra allra 27 ESB landanna.
Efasemdir um lausn evruvandans skiluðu sér á markaði en markaðir í Evrópu opnuðu á rauðum tölum í morgun, og rúmlega 1% verðfall varð í hlutabréfaviðskiptum í London, Frankfurt og París. Lækkanir urðu einnig í Asíu og á Norðurlöndunum.
Berlusconi sagður íhuga afsögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.