Reykjavík komin í gegnum óveðrið/er þetta alvara eða grín ??????

Reykjavík komin í gegnum óveðrið
Innlent | mbl.is | 15.11.2011 | 14:24
Jón Gnarr borgarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun Reykjavíkur... Gleði, þakklæti og stolt voru efst í huga Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, á blaðamannafundi í dag þar sem kynnt var ný fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. „Ég er mjög glaður að við séum að leggja þetta fram hér í dag, ég er gríðarlega þakklátur fyrir þá vinnu sem hefur verið unnin við þessa fjárhagsáætlun og ég er svakalega stoltur og líður vel.“

Jón sagði aðstæður nú vera ólíkar þeim sem staðið hafi verið frammi fyrir við gerð síðustu fjárhagsáætlunar.

„Þá stóð ég hér í nákvæmlega sömu sporunum og bara með hnút í maganum og má eiginlega segja bara svolítið uppfullur af skelfingu. Við náttúrulega komum inn í þetta uppfull af góðum fyrirheitum, ætluðum að gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt fyrir borgina og fórum strax inn í mjög umfangsmikla og erfiða fjárhagsáætlunargerð,“ sagði Jón.

Þar hafi einkum komið til erfið fjárhagsstaða Orkuveitu Reykjavíkur en þá hafi einnig verið um að ræða þriðja árið í röð sem skera hafi þurft verulega niður í rekstri borgarinnar. „Fjárhagsáætlunargerðin í fyrra reyndi svo mikið á mig að ég fór meira að segja að gráta opinberlega. Ég hef ekkert farið að gráta í vinnu við þessa fjárhagsáætlun,“ sagði Jón ennfremur.

Hann sagði stöðu A-hluta borgarsjóðs vera góða og að vandi Orkuveitunnar væri kominn í ferli og kominn ákveðin lausn í þeim efnum. „En ef maður rýnir í þessa áætlun og skoðar hana vel að þá les maður út úr henni að Reykjavík er komin í gegnum óveðrið, það er komið logn og við erum komin á lygnan sjó og framundan eru bjartir tímar og tækifæri.“

„Það er komið logn"

 

Jón Gnarr, borgarstjóri, hefur fengið 220 beiðnir um viðtöl frá erlendum fjölmiðlum. mbl.is/Sigurgeir

„Við erum komin í gegnum einhverjar mestu efnahagsþrengingar sem þessi borg  hefur gengið í gegnum í 225 ára sögu sinni. Óveðrið er gengið yfir. Það er komið  logn," sagði Jón Gnarr borgarstjóri m.a. í ræðu sinni á fundi borgarstjórnar í dag, þegar frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 var kynnt.

„Nú er liðið tæpt ár frá því að meirihluti Besta flokks og Samfylkingar lagði fram  sína fyrstu fjárhagsáætlun. Það var erfið fjárhagsáætlun. Skuldir voru miklar og  staðan var erfið vegna efnahagshrunsins og alvarlegrar stöðu Orkuveitu  Reykjavíkur. Staðan er sem betur fer önnur í dag. Sú fjárhagsáætlun sem við  kynnum hér er hreint ekkert hræðileg," sagði Jón Gnarr á fundi borgarstjórnar.

„Vissulega er uppbyggingarvinna framundan og vissulega eru margir sem  liggja eftir sárir en við reynum að hlúa að þeim eins vel og við getum og halda áfram. Ég er fullviss um að við verðum búin að ná fullum efnahagslegum bata að  þremur árum liðnum. Við okkur blasa bara tækifæri. Ég held að tækifærin okkar  séu aðallega fólgin í menningu okkar og ferðamennsku," sagði borgarstjóri ennfremur.

Jón sagði að frá því að hann tók við embætti borgarstjóra hefðu borist um 200  viðtalsbeiðnir frá erlendum fjölmiðlum.  „Ég hef reynt að nýta þessa athygli eins  vel og ég get fyrir borgina og hef reynt að draga upp jákvæða, skemmtilega og  spennandi mynd af Reykjavík, Íslandi og fólkinu sem býr hér. Framtíð  Reykjavíkur og auður okkar liggur í menningunni okkar, fólkinu okkar, sögunni  okkar og tungumálinu.  Hvernig við tölum um okkur sjálf og við hvert annað, skiptir máli. Það skiptir  gríðarlega miklu máli." ///þetta er sagt kannski af heilindum og allt það,þa´ma ekki taka öll orð mín þannig að þessi Borgarstjórn sé alvond!!!En vandi fylgir vegsemd hverri og lærdómur er ekki tekin upp á tveimur árum og langt er i land að það sé komið,svari hver fyrir sig,það vara rétt að það var úr háum söðli að detta ,og það sem Hanna Birna helt að allir gætu nú sameinast um að koma öllu sem best fyrir okkur Reykvíkinga,en hefur það tekist,samfylking sem er í Ríkisstjórn og það sjá men heilindin!! en þeir eru aðal menn þarna svo Besti flokkurinn tekur afleiðingunum,sem er ekki endilaga rétt,ég er T.D ekki hress sem sjálfstæðismaður um allt sem mínir flokksbræður gera,og Hanna Birna sem ættlaði að gera þetta i sameiningu var dregin á asnaeyrunum,og nú vill hún verða Formaður okkar í flokknum,en ekki fylgja þessu eftir sem henni vara ætlað!!!en samt ef þessir menn okkar og hinir einnig taka sig ekki  á er þörf á breytingu á öllu saman*/Halli gamli


mbl.is Reykjavík komin í gegnum óveðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband