15.11.2011 | 23:10
Allir fái veiðiheimildir/Ekki er maður sammála þessu nema varlega mjög!!!!
Innlent | mbl.is | 15.11.2011 | 21:08
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um nýja lausn á fiskveiðistjórnunarfrumvarpinu. Gerir frumvarpið m.a. ráð fyrir að veiðiheimildum verið dreift á alla íbúa landsins, þannig að þeim verði heimilt að hagnýta þær í 40 ár frá úthlutunardegi.
Pétur segir í tilkynningu til fjölmiðla að hann hafi á löggjafarþinginu árið 1997 lagt fram þingsályktunartillögu um svipað efni, sem ekki varð útrædd. Þó hafi útfærslan þá verið nokkuð önnur en nú. Það mál var svo endurflutt nokkuð breytt á 125. löggjafarþingi, árið 1999, en fékk heldur ekki framgang á Alþingi.
Í greinargerð með frumvarpinu segir að þetta verði framkvæmt þannig að að 1/40 (2,5%) hluta samanlagðrar aflahlutdeildar verði dreift á jafnan hátt til allra íbúa landsins á hverju almanaksári. Þar með verði hverjum íbúa gert heimilt að veiða hlutdeild sína í 40 ár að öðrum skilyrðum uppfylltum. Þeim 39/40 hlutum samanlagðrar aflahlutdeildar sem ekki hefur verið úthlutað í fyrstu úthlutun eftir gildistöku laganna er úthlutað á næstu 39 árum. Að gildistíma úthlutunar hvers aflahlutdeildarhluta er hlutanum úthlutað að nýju til 40 ára.
Í greinargerðinni segir ennfremur:
Afurð þess kerfis er sú að íbúar landsins eignast tímabundna aflahlutdeild sem óumdeilt er að verður eign þeirra. Það felur þó í sér þá meginbreytingu frá gildandi fiskveiðistjórnkerfi að aflahlutdeildin verður framseljanleg að hluta eða öllu leyti, veðsetjanleg og ekki bundin við skip eða þjóðerni (þ.e. útlendingar mega kaupa þennan tímabundna kvóta). Allir pottar verða aflagðir sem og sérstök úthlutun til strandveiða. Öllum sérstökum kvöðum verður aflétt af útgerðinni og henni fengin sömu réttindi og skyldur og gilda um önnur fyrirtæki. T.d. verður auðlindagjaldi aflétt."
Samkvæmt frumvarpi Péturs, sem miðar við að taka gildi 1. júlí árið 2012, munu núverandi kvótahafar fá úthlutað aflahlutdeild. Fyrir þann dag muni Fiskistofa reikna út hversu hátt aflamark hvert skip fær, reiknað í þorskígildiskílóum miðað við úthlutun veiðiárið 2011/2012. Þannig komi fram heildaraflinn í þorskígildiskílóum og hlutdeild hvers skips í þeim afla. ///Var að lesa allt frumvarpið og þar er margt sem hægt er að skoða en Pétur fer dolitið langt út úr því sem við felst högum i huga ,þetta allt á 40 árum og að þeir sem nú gera vel út og hagkvæmt muni missa sitt á þessum tíma,það er of öfgafullt ef menn leggja í milljarða kostnað,en þetta með að Krókabátar mega veiða er gott ,það má auðvitað vera í þeim vel/en þetta er ekki sáttafrumvarp að mínu mati/Halli gamli
Allir fái veiðiheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.